„Í raun lítillækkandi að segja að sæðisgjafi sé pabbi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 7. nóvember 2017 10:30 Sigríður og Tótla eiga saman tvær dætur. Sigríður Eir Zophoníasardóttir og Anna Þórhildur Sæmundsdóttir vilja opna umræðuna um breytt fjölskyldumunstur en saman eiga þær tvær stelpur og þurfa reglulega að svara spurningum um hvort að systurnar séu í raun og veru systur og hver sé pabbinn. Þær Anna og Sigríður Eir kynntust fyrir rúmum fjórum árum og ákváðu strax að þær vildu stofna fjölskyldu. Þær áttuðu sig fljótlega á því að fjölskylduformið yrði ólíkt því sem þær upplifðu sjálfar. „Ég man eftir því þegar ég var ólétt hugsaði ég stundum um það að það yrði enginn pabbi,“ segir Sigríður sem gekk með eldri stelpuna en fjallað var um fjölskylduna í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Ég á svo dásamlegan pabba og svo á Tótla líka svo dásamlegan pabba og ég hugsaði þá að það verði enginn pabbi til að skutla þeim á ball á nóttinni og gera allskonar pabbastöff.“ „Mig langaði frekar að vera stuðningsaðili til að byrja með og ég var svolítið stressuð fyrir þessu og fannst tilhugsunin frekar skrýtin, en svo með seinna barnið þá langaði mig rosalega mikið að prófa það að ganga með barn eftir að hafa fylgst með Siggu,“ segir Anna Þórhildur sem er alltaf kölluð Tótla.Eyrún kom í heiminn í sumar.Sigríður segir að Tótla hafi í raun gefið henni eftirnafnið og eru dætur þeirra báðar Sigríðardætur. „Ég er alltaf bara kölluð Tótla og Þjóðskrá leyfir mér ekki að hafa þau Tótlubörn og mér fannst Sigríðarbörn bara mjög fallegt,“ segir Tótla sem segist hafa gengið í gegnum smá sorgarferli þegar hún áttaði sig á því á sínum tíma að hennar fjölskylda væri ekki með neinn pabba. „Við þurftum bara að hugsa fljótlega að við verðum alltaf öðruvísi og börnin okkar munu þurfa standa fyrir það,“ segir Sigríður. Þær Tótla og Sigga eiga tvær dætur, þær Úlfhildi og Eyrúnu. Sú eldri er tæplega þriggja ára en sú yngri kom í heiminn í sumar. Þær segjast reglulega fá spurningar um hver sé pabbinn og Úlfhildur þriggja ára sömuleiðis. Þær óttast að þegar fram líða stundir geti slíkar spurningar valdið sársauka.Úlfhildur og Tótla á góðri stundu.„Maður tók þetta ekkert almennilega inn fyrr en við fylgdumst með dóttur okkar setja spurningamerki við þetta. Hún hlustar núna á samtölin og heyrir verið að tala um einhverja manneskju sem er ekki til,“ segir Tótla. Þær leggja áheyrslu á það að þó að einhver maður úti í heimi gefi frumur verði sá ekki sjálfkrafa pabbi. „Það er í raun lítillækkandi að segja að sæðisgjafi sé pabbi. Pabbi er alveg jafn mikilvægt og að vera mamma og það er sama ummönnunarhlutverk. Þegar börnin hætta að vera inni í mæðrunum þá jafnast þetta bara út. Þetta er sama manneskjan sem er að gefa þeim að borða og svæfa þau,“ segir Tótla. „Það að skila af sér sæði einhverstaðar í útlöndum og setja það í bolla gerir þig ekki að föður,“ segir Sigríður. Hér að neðan má sjá innslag um þessa flottu fjölskyldu sem var á dagskrá í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Fleiri fréttir Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Sjá meira
Sigríður Eir Zophoníasardóttir og Anna Þórhildur Sæmundsdóttir vilja opna umræðuna um breytt fjölskyldumunstur en saman eiga þær tvær stelpur og þurfa reglulega að svara spurningum um hvort að systurnar séu í raun og veru systur og hver sé pabbinn. Þær Anna og Sigríður Eir kynntust fyrir rúmum fjórum árum og ákváðu strax að þær vildu stofna fjölskyldu. Þær áttuðu sig fljótlega á því að fjölskylduformið yrði ólíkt því sem þær upplifðu sjálfar. „Ég man eftir því þegar ég var ólétt hugsaði ég stundum um það að það yrði enginn pabbi,“ segir Sigríður sem gekk með eldri stelpuna en fjallað var um fjölskylduna í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Ég á svo dásamlegan pabba og svo á Tótla líka svo dásamlegan pabba og ég hugsaði þá að það verði enginn pabbi til að skutla þeim á ball á nóttinni og gera allskonar pabbastöff.“ „Mig langaði frekar að vera stuðningsaðili til að byrja með og ég var svolítið stressuð fyrir þessu og fannst tilhugsunin frekar skrýtin, en svo með seinna barnið þá langaði mig rosalega mikið að prófa það að ganga með barn eftir að hafa fylgst með Siggu,“ segir Anna Þórhildur sem er alltaf kölluð Tótla.Eyrún kom í heiminn í sumar.Sigríður segir að Tótla hafi í raun gefið henni eftirnafnið og eru dætur þeirra báðar Sigríðardætur. „Ég er alltaf bara kölluð Tótla og Þjóðskrá leyfir mér ekki að hafa þau Tótlubörn og mér fannst Sigríðarbörn bara mjög fallegt,“ segir Tótla sem segist hafa gengið í gegnum smá sorgarferli þegar hún áttaði sig á því á sínum tíma að hennar fjölskylda væri ekki með neinn pabba. „Við þurftum bara að hugsa fljótlega að við verðum alltaf öðruvísi og börnin okkar munu þurfa standa fyrir það,“ segir Sigríður. Þær Tótla og Sigga eiga tvær dætur, þær Úlfhildi og Eyrúnu. Sú eldri er tæplega þriggja ára en sú yngri kom í heiminn í sumar. Þær segjast reglulega fá spurningar um hver sé pabbinn og Úlfhildur þriggja ára sömuleiðis. Þær óttast að þegar fram líða stundir geti slíkar spurningar valdið sársauka.Úlfhildur og Tótla á góðri stundu.„Maður tók þetta ekkert almennilega inn fyrr en við fylgdumst með dóttur okkar setja spurningamerki við þetta. Hún hlustar núna á samtölin og heyrir verið að tala um einhverja manneskju sem er ekki til,“ segir Tótla. Þær leggja áheyrslu á það að þó að einhver maður úti í heimi gefi frumur verði sá ekki sjálfkrafa pabbi. „Það er í raun lítillækkandi að segja að sæðisgjafi sé pabbi. Pabbi er alveg jafn mikilvægt og að vera mamma og það er sama ummönnunarhlutverk. Þegar börnin hætta að vera inni í mæðrunum þá jafnast þetta bara út. Þetta er sama manneskjan sem er að gefa þeim að borða og svæfa þau,“ segir Tótla. „Það að skila af sér sæði einhverstaðar í útlöndum og setja það í bolla gerir þig ekki að föður,“ segir Sigríður. Hér að neðan má sjá innslag um þessa flottu fjölskyldu sem var á dagskrá í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi.
Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Fleiri fréttir Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Sjá meira