„Í raun lítillækkandi að segja að sæðisgjafi sé pabbi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 7. nóvember 2017 10:30 Sigríður og Tótla eiga saman tvær dætur. Sigríður Eir Zophoníasardóttir og Anna Þórhildur Sæmundsdóttir vilja opna umræðuna um breytt fjölskyldumunstur en saman eiga þær tvær stelpur og þurfa reglulega að svara spurningum um hvort að systurnar séu í raun og veru systur og hver sé pabbinn. Þær Anna og Sigríður Eir kynntust fyrir rúmum fjórum árum og ákváðu strax að þær vildu stofna fjölskyldu. Þær áttuðu sig fljótlega á því að fjölskylduformið yrði ólíkt því sem þær upplifðu sjálfar. „Ég man eftir því þegar ég var ólétt hugsaði ég stundum um það að það yrði enginn pabbi,“ segir Sigríður sem gekk með eldri stelpuna en fjallað var um fjölskylduna í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Ég á svo dásamlegan pabba og svo á Tótla líka svo dásamlegan pabba og ég hugsaði þá að það verði enginn pabbi til að skutla þeim á ball á nóttinni og gera allskonar pabbastöff.“ „Mig langaði frekar að vera stuðningsaðili til að byrja með og ég var svolítið stressuð fyrir þessu og fannst tilhugsunin frekar skrýtin, en svo með seinna barnið þá langaði mig rosalega mikið að prófa það að ganga með barn eftir að hafa fylgst með Siggu,“ segir Anna Þórhildur sem er alltaf kölluð Tótla.Eyrún kom í heiminn í sumar.Sigríður segir að Tótla hafi í raun gefið henni eftirnafnið og eru dætur þeirra báðar Sigríðardætur. „Ég er alltaf bara kölluð Tótla og Þjóðskrá leyfir mér ekki að hafa þau Tótlubörn og mér fannst Sigríðarbörn bara mjög fallegt,“ segir Tótla sem segist hafa gengið í gegnum smá sorgarferli þegar hún áttaði sig á því á sínum tíma að hennar fjölskylda væri ekki með neinn pabba. „Við þurftum bara að hugsa fljótlega að við verðum alltaf öðruvísi og börnin okkar munu þurfa standa fyrir það,“ segir Sigríður. Þær Tótla og Sigga eiga tvær dætur, þær Úlfhildi og Eyrúnu. Sú eldri er tæplega þriggja ára en sú yngri kom í heiminn í sumar. Þær segjast reglulega fá spurningar um hver sé pabbinn og Úlfhildur þriggja ára sömuleiðis. Þær óttast að þegar fram líða stundir geti slíkar spurningar valdið sársauka.Úlfhildur og Tótla á góðri stundu.„Maður tók þetta ekkert almennilega inn fyrr en við fylgdumst með dóttur okkar setja spurningamerki við þetta. Hún hlustar núna á samtölin og heyrir verið að tala um einhverja manneskju sem er ekki til,“ segir Tótla. Þær leggja áheyrslu á það að þó að einhver maður úti í heimi gefi frumur verði sá ekki sjálfkrafa pabbi. „Það er í raun lítillækkandi að segja að sæðisgjafi sé pabbi. Pabbi er alveg jafn mikilvægt og að vera mamma og það er sama ummönnunarhlutverk. Þegar börnin hætta að vera inni í mæðrunum þá jafnast þetta bara út. Þetta er sama manneskjan sem er að gefa þeim að borða og svæfa þau,“ segir Tótla. „Það að skila af sér sæði einhverstaðar í útlöndum og setja það í bolla gerir þig ekki að föður,“ segir Sigríður. Hér að neðan má sjá innslag um þessa flottu fjölskyldu sem var á dagskrá í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
Sigríður Eir Zophoníasardóttir og Anna Þórhildur Sæmundsdóttir vilja opna umræðuna um breytt fjölskyldumunstur en saman eiga þær tvær stelpur og þurfa reglulega að svara spurningum um hvort að systurnar séu í raun og veru systur og hver sé pabbinn. Þær Anna og Sigríður Eir kynntust fyrir rúmum fjórum árum og ákváðu strax að þær vildu stofna fjölskyldu. Þær áttuðu sig fljótlega á því að fjölskylduformið yrði ólíkt því sem þær upplifðu sjálfar. „Ég man eftir því þegar ég var ólétt hugsaði ég stundum um það að það yrði enginn pabbi,“ segir Sigríður sem gekk með eldri stelpuna en fjallað var um fjölskylduna í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Ég á svo dásamlegan pabba og svo á Tótla líka svo dásamlegan pabba og ég hugsaði þá að það verði enginn pabbi til að skutla þeim á ball á nóttinni og gera allskonar pabbastöff.“ „Mig langaði frekar að vera stuðningsaðili til að byrja með og ég var svolítið stressuð fyrir þessu og fannst tilhugsunin frekar skrýtin, en svo með seinna barnið þá langaði mig rosalega mikið að prófa það að ganga með barn eftir að hafa fylgst með Siggu,“ segir Anna Þórhildur sem er alltaf kölluð Tótla.Eyrún kom í heiminn í sumar.Sigríður segir að Tótla hafi í raun gefið henni eftirnafnið og eru dætur þeirra báðar Sigríðardætur. „Ég er alltaf bara kölluð Tótla og Þjóðskrá leyfir mér ekki að hafa þau Tótlubörn og mér fannst Sigríðarbörn bara mjög fallegt,“ segir Tótla sem segist hafa gengið í gegnum smá sorgarferli þegar hún áttaði sig á því á sínum tíma að hennar fjölskylda væri ekki með neinn pabba. „Við þurftum bara að hugsa fljótlega að við verðum alltaf öðruvísi og börnin okkar munu þurfa standa fyrir það,“ segir Sigríður. Þær Tótla og Sigga eiga tvær dætur, þær Úlfhildi og Eyrúnu. Sú eldri er tæplega þriggja ára en sú yngri kom í heiminn í sumar. Þær segjast reglulega fá spurningar um hver sé pabbinn og Úlfhildur þriggja ára sömuleiðis. Þær óttast að þegar fram líða stundir geti slíkar spurningar valdið sársauka.Úlfhildur og Tótla á góðri stundu.„Maður tók þetta ekkert almennilega inn fyrr en við fylgdumst með dóttur okkar setja spurningamerki við þetta. Hún hlustar núna á samtölin og heyrir verið að tala um einhverja manneskju sem er ekki til,“ segir Tótla. Þær leggja áheyrslu á það að þó að einhver maður úti í heimi gefi frumur verði sá ekki sjálfkrafa pabbi. „Það er í raun lítillækkandi að segja að sæðisgjafi sé pabbi. Pabbi er alveg jafn mikilvægt og að vera mamma og það er sama ummönnunarhlutverk. Þegar börnin hætta að vera inni í mæðrunum þá jafnast þetta bara út. Þetta er sama manneskjan sem er að gefa þeim að borða og svæfa þau,“ segir Tótla. „Það að skila af sér sæði einhverstaðar í útlöndum og setja það í bolla gerir þig ekki að föður,“ segir Sigríður. Hér að neðan má sjá innslag um þessa flottu fjölskyldu sem var á dagskrá í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi.
Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira