Innlent

Einn fluttur á sjúkrahús eftir stunguárás í Hafnarfirði

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Yfirheyrslur yfir fjórum mönnum, sem handteknir voru í nótt og grunaðir eru um meiriháttar líkamsárás, hefjast í dag.
Yfirheyrslur yfir fjórum mönnum, sem handteknir voru í nótt og grunaðir eru um meiriháttar líkamsárás, hefjast í dag. Vísir/Pjetur
Fjórir menn, sem handteknir voru í nótt og grunaðir eru um meiriháttar líkamsárás, eru enn í haldi lögreglu. Einn var fluttur á sjúkrahús eftir árásina þar sem gert var að áverkum hans vegna hnífsstungu. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson, stöðvarstjóri á lögreglustöðinni í Hafnarfirði, í samtali við Vísi.

Mennirnir fjórir, sem allir eru af erlendu bergi brotnir, voru handteknir í Hafnarfirði klukkan tuttugu mínútur í eitt í nótt vegna gruns um aðild að stunguárás. Áverkar fórnarlambsins eru ekki taldir lífshættulegir.

Yfirheyrslur yfir hinum grunuðu hefjast í dag. Þá er enn ekki vitað um hlutdeild hvers og eins í árásinni.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×