Sigmundur Davíð ekki bjartsýnn á fyrirhugaða ríkisstjórn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. nóvember 2017 20:30 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Miðflokksins. Vísir/Anton Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins er ekki bjartsýnn á mögulega ríkisstjórn VG, Framsóknarflokksins, Pírata og Samfylkingar. Hann óttast að hún yrði verklítil og ófær um að taka erfiðar ákvarðanir sökum naums meirihluta. „Ég er nú ekkert sérstaklega bjartsýn á að slík samsetning, með eins manns meirihluta, væri vænleg til árangurs fyrir samfélagið,“ sagði Sigmundur Davíð í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Honum kemur þó ekki á óvart að flokkarnir fjórir séu í stjórnarmyndunarviðræðum en Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, fékk formlegt stjórnarmyndunarumboð frá forseta Íslands í dag. Sigmundur Davíð segist óttast að þessi naumi meirihluti, 32 þingmenn eða minnsti möguleiki meirihluti muni standa ríkisstjórninni fyrir þrifum. Í ótta við að rugga bátnum í stjórnarsamstarfinu muni enginn þora að taka erfiðar ákvarðanir, en að mati Sigmundar Davíðs sé erfitt að ráðast í umbætur þegar forðast er að taka erfiðar ákvarðanir. Hann segir þó að takist flokkunum að mynda ríkisstjórn voni hann að henni takist vel upp að stýra landinu. „En auðvitað, ef að þetta verður niðurstaðan er ekki annað að gera en að óska mönnum góðs gengis og að samfélagið komi sem best út úr því.“Sigmundur og Sigurður gegndu báðir embætti forsætisráðherra á kjörtímabilinu 2013-2016. Vísir/ErnirSegir símtalið við Sigurð Inga hafa verið vinsamlegt Í Fréttablaðinu í dag var greint frá því að talsamband væri komið á milli Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins og Sigmundar Davíðs, en samband þeirra hefur verið stirt eftir að sá fyrrnefndi sigraði þann síðarnefnda í formannskosningum Framsóknarflokksins á vormánuðum 2016. Sigurður Ingi átti frumkvæði að samskiptunum og ræddust þeir við í síma í gær en möguleiki á ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Miðflokksins og Fólks flokksins hafði verið í umræðunni áður en Katrínu var falið stjórnarmyndunarumboð. „Við ræddum aðeins stöðuna í pólitíkinni. Auðvitað alveg sjálfsagt mál eins og sakir standa að allir ræði saman. Ég hef alltaf verið til í að heyra í hverjum sem er í pólitíkinni,“ sagði Sigmundur Davíð, aðspurður um símtalið. Aðspurður hvort að einhvers konar samstarf á hægri vængnum hefði verið til umræðu svaraði Sigmundur Davíð því neitandi, en vildi ekki svara hvort að samstarf til vinstri hefði verið rætt í símtalinu. „Ég held að það sé best að láta vera að útlista nákvæmlega hvað fór okkar á milli að öðru leyti að því en að segja að þetta var vinsamlegt samtal,“ sagði Sigmundur Davíð. Kosningar 2017 Tengdar fréttir „Það er engin ein ríkisstjórn sem getur leyst öll heimsins ágreiningsmál“ Leiðtogar stjórnarandstöðuflokkanna bjartsýnir á framhaldið. 2. nóvember 2017 18:59 Katrín komin með keflið Formlegar stjórnarviðræður undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafnar. 2. nóvember 2017 16:16 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins er ekki bjartsýnn á mögulega ríkisstjórn VG, Framsóknarflokksins, Pírata og Samfylkingar. Hann óttast að hún yrði verklítil og ófær um að taka erfiðar ákvarðanir sökum naums meirihluta. „Ég er nú ekkert sérstaklega bjartsýn á að slík samsetning, með eins manns meirihluta, væri vænleg til árangurs fyrir samfélagið,“ sagði Sigmundur Davíð í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Honum kemur þó ekki á óvart að flokkarnir fjórir séu í stjórnarmyndunarviðræðum en Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, fékk formlegt stjórnarmyndunarumboð frá forseta Íslands í dag. Sigmundur Davíð segist óttast að þessi naumi meirihluti, 32 þingmenn eða minnsti möguleiki meirihluti muni standa ríkisstjórninni fyrir þrifum. Í ótta við að rugga bátnum í stjórnarsamstarfinu muni enginn þora að taka erfiðar ákvarðanir, en að mati Sigmundar Davíðs sé erfitt að ráðast í umbætur þegar forðast er að taka erfiðar ákvarðanir. Hann segir þó að takist flokkunum að mynda ríkisstjórn voni hann að henni takist vel upp að stýra landinu. „En auðvitað, ef að þetta verður niðurstaðan er ekki annað að gera en að óska mönnum góðs gengis og að samfélagið komi sem best út úr því.“Sigmundur og Sigurður gegndu báðir embætti forsætisráðherra á kjörtímabilinu 2013-2016. Vísir/ErnirSegir símtalið við Sigurð Inga hafa verið vinsamlegt Í Fréttablaðinu í dag var greint frá því að talsamband væri komið á milli Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins og Sigmundar Davíðs, en samband þeirra hefur verið stirt eftir að sá fyrrnefndi sigraði þann síðarnefnda í formannskosningum Framsóknarflokksins á vormánuðum 2016. Sigurður Ingi átti frumkvæði að samskiptunum og ræddust þeir við í síma í gær en möguleiki á ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Miðflokksins og Fólks flokksins hafði verið í umræðunni áður en Katrínu var falið stjórnarmyndunarumboð. „Við ræddum aðeins stöðuna í pólitíkinni. Auðvitað alveg sjálfsagt mál eins og sakir standa að allir ræði saman. Ég hef alltaf verið til í að heyra í hverjum sem er í pólitíkinni,“ sagði Sigmundur Davíð, aðspurður um símtalið. Aðspurður hvort að einhvers konar samstarf á hægri vængnum hefði verið til umræðu svaraði Sigmundur Davíð því neitandi, en vildi ekki svara hvort að samstarf til vinstri hefði verið rætt í símtalinu. „Ég held að það sé best að láta vera að útlista nákvæmlega hvað fór okkar á milli að öðru leyti að því en að segja að þetta var vinsamlegt samtal,“ sagði Sigmundur Davíð.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir „Það er engin ein ríkisstjórn sem getur leyst öll heimsins ágreiningsmál“ Leiðtogar stjórnarandstöðuflokkanna bjartsýnir á framhaldið. 2. nóvember 2017 18:59 Katrín komin með keflið Formlegar stjórnarviðræður undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafnar. 2. nóvember 2017 16:16 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Sjá meira
„Það er engin ein ríkisstjórn sem getur leyst öll heimsins ágreiningsmál“ Leiðtogar stjórnarandstöðuflokkanna bjartsýnir á framhaldið. 2. nóvember 2017 18:59
Katrín komin með keflið Formlegar stjórnarviðræður undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafnar. 2. nóvember 2017 16:16