Viðar: Leikmenn halda að þeir séu svaka kóngar með flotta hárgreiðslu Gunnar Gunnarsson skrifar 16. nóvember 2017 22:00 Viðar er reiður við sína menn. vísir/eyþór Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var æfur eftir 66-92 ósigur liðsins gegn Keflavík í Domino‘s deild karla í körfuknattleik á Egilsstöðum í kvöld. Nýliðarnir gerðu sig aldrei líklega til að eiga möguleika í gestina. „Það er gjörsamlega óþolandi þegar við förum út úr því sem við ætlum að gera og í eitthvert einstaklingsrugl. Það er sama hvað við æfum, tölum um að spila skipulegan leik og vinna eftir okkar reglum, menn finna alltaf leiðir til að fara að gera eitthvað sem einstaklingar. Þar skiptir engu hvort þeir byrja eða koma inn af bekknum og það er það sem skaðar okkur duglega.“ Liðið nær sem sagt ekki saman? „Menn reyna ekki einu sinni. Þeir ætla bara að fara að sigra heiminn. Þeir halda að þeir séu flottir með flotta hárgreiðslu og einhverjir svaka kóngar. Þannig virkar þetta ekki. Ég kalla eftir því hjá mínum mönnum að vinna eftir því sem við vinnum með dags daglega en koma ekki í leiki og fara að hugsa um rassgatið á sjálfum sér. Það er gjörsamlega óþolandi.“ Hvað sagðirðu við liðið inni í klefa eftir leik? „Þetta“ Hvernig brást það við? „Ég vona að þetta kveiki aðeins í mönnum, að þeir hugsi sinn gang. Við munum spila leikmönnum sem geta farið eftir því sem við vinnum með. Þetta tengist ekki allt einhverjum hæfileikum í körfubolta. Þetta snýst um aga og skipulag og vilja vinna fyrir Hött Egilsstöðum, ekki bara hugsa um sjálfa sig og hvað þeir eru flottir – eða ekki flottir eins og hér í kvöld!“ Hvernig lögðuð þið leikinn upp? „Við ætluðum að vera agaðir og skipulagðir, hreyfa boltann vel í sókninni, tengja þar saman möguleika og fara djúpt í skotklukkuna ef þess þyrfti. Oft hnoðuðum við loftið úr boltanum með drippli og förum síðan í einhverjar einstaklingsaðgerðir. Þegar Keflavík kemst á flug erum við fljótir að missa einbeitinguna. Ef við gerum ein mistök ætlum við að bæta svo svakalega fyrir þau í stað þess að vera agaðir og vinna eftir því sem við ætlum að gera. Við erum snöggir að fara út úr skipulaginu og reyna að sigra heiminn. Ég er mest ósáttur við þessa „glory hutning“ takta sem ansi margir sýna. Liðið er búið að tapa sjö deildarleikjum í röð, er það farið að leggjast á sálina? „Það lítur þannig út meðan menn hitta ekki af vítalínunni og hika á skotum. Það kemur því hins vegar ekkert við að við spiluðum óagaðan leik og förum ekki eftir því sem lagt er upp með. Ef menn vilja vera einhvers staðar annars staðar og gera eitthvað annað er þeim það guðvelkomið. Við þurfum gæja sem eru tilbúnir að standa saman og vinna okkur upp úr holunni.“ Hvað næst, hvernig komist þið upp úr holunni? „Með því að vinna áfram með þessi grunnatriði sem við höfum gert, lengja góðu kaflana og stytta þá slæmu. Við þurfum að hætta þessu einstaklingsbulli og sýna meira skipulag og aga. Ég veit að ef það kemur þá kemur sigurleikurinn. Við getum ekki leyft okkur að þykjast til helminga vera liðsspilarar og vera svo að hugsa bara um rassgatið á sjálfum okkur. Það er ekki boðlegt!“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Höttur - Keflavík 66-92 | Höttur enn stigalaus Bið Hattarmanna eftir fyrsta sigrinum í Dominos-deild karla lengist enn þar sem liðið steinlá á heimavelli gegn Keflavík í kvöld. 16. nóvember 2017 21:30 Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira
Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var æfur eftir 66-92 ósigur liðsins gegn Keflavík í Domino‘s deild karla í körfuknattleik á Egilsstöðum í kvöld. Nýliðarnir gerðu sig aldrei líklega til að eiga möguleika í gestina. „Það er gjörsamlega óþolandi þegar við förum út úr því sem við ætlum að gera og í eitthvert einstaklingsrugl. Það er sama hvað við æfum, tölum um að spila skipulegan leik og vinna eftir okkar reglum, menn finna alltaf leiðir til að fara að gera eitthvað sem einstaklingar. Þar skiptir engu hvort þeir byrja eða koma inn af bekknum og það er það sem skaðar okkur duglega.“ Liðið nær sem sagt ekki saman? „Menn reyna ekki einu sinni. Þeir ætla bara að fara að sigra heiminn. Þeir halda að þeir séu flottir með flotta hárgreiðslu og einhverjir svaka kóngar. Þannig virkar þetta ekki. Ég kalla eftir því hjá mínum mönnum að vinna eftir því sem við vinnum með dags daglega en koma ekki í leiki og fara að hugsa um rassgatið á sjálfum sér. Það er gjörsamlega óþolandi.“ Hvað sagðirðu við liðið inni í klefa eftir leik? „Þetta“ Hvernig brást það við? „Ég vona að þetta kveiki aðeins í mönnum, að þeir hugsi sinn gang. Við munum spila leikmönnum sem geta farið eftir því sem við vinnum með. Þetta tengist ekki allt einhverjum hæfileikum í körfubolta. Þetta snýst um aga og skipulag og vilja vinna fyrir Hött Egilsstöðum, ekki bara hugsa um sjálfa sig og hvað þeir eru flottir – eða ekki flottir eins og hér í kvöld!“ Hvernig lögðuð þið leikinn upp? „Við ætluðum að vera agaðir og skipulagðir, hreyfa boltann vel í sókninni, tengja þar saman möguleika og fara djúpt í skotklukkuna ef þess þyrfti. Oft hnoðuðum við loftið úr boltanum með drippli og förum síðan í einhverjar einstaklingsaðgerðir. Þegar Keflavík kemst á flug erum við fljótir að missa einbeitinguna. Ef við gerum ein mistök ætlum við að bæta svo svakalega fyrir þau í stað þess að vera agaðir og vinna eftir því sem við ætlum að gera. Við erum snöggir að fara út úr skipulaginu og reyna að sigra heiminn. Ég er mest ósáttur við þessa „glory hutning“ takta sem ansi margir sýna. Liðið er búið að tapa sjö deildarleikjum í röð, er það farið að leggjast á sálina? „Það lítur þannig út meðan menn hitta ekki af vítalínunni og hika á skotum. Það kemur því hins vegar ekkert við að við spiluðum óagaðan leik og förum ekki eftir því sem lagt er upp með. Ef menn vilja vera einhvers staðar annars staðar og gera eitthvað annað er þeim það guðvelkomið. Við þurfum gæja sem eru tilbúnir að standa saman og vinna okkur upp úr holunni.“ Hvað næst, hvernig komist þið upp úr holunni? „Með því að vinna áfram með þessi grunnatriði sem við höfum gert, lengja góðu kaflana og stytta þá slæmu. Við þurfum að hætta þessu einstaklingsbulli og sýna meira skipulag og aga. Ég veit að ef það kemur þá kemur sigurleikurinn. Við getum ekki leyft okkur að þykjast til helminga vera liðsspilarar og vera svo að hugsa bara um rassgatið á sjálfum okkur. Það er ekki boðlegt!“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Höttur - Keflavík 66-92 | Höttur enn stigalaus Bið Hattarmanna eftir fyrsta sigrinum í Dominos-deild karla lengist enn þar sem liðið steinlá á heimavelli gegn Keflavík í kvöld. 16. nóvember 2017 21:30 Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Höttur - Keflavík 66-92 | Höttur enn stigalaus Bið Hattarmanna eftir fyrsta sigrinum í Dominos-deild karla lengist enn þar sem liðið steinlá á heimavelli gegn Keflavík í kvöld. 16. nóvember 2017 21:30