Norðfjarðargöng opna á morgun Ingvar Þór Björnsson skrifar 10. nóvember 2017 23:25 Norðfjarðargöng leysa af hólmi Oddskarðsgöng og erfiðan fjallveg að þeim göngum beggja vegna. Vegagerðin Norðfjarðargöng verða opnuð á morgun klukkan 13:30 þegar Jón Gunnarsson samgönguráðherra mun klippa á borða með aðstoð Hreins Haraldssonar vegamálastjóra. Að lokinni athöfninni við gangamunnann Eskifjarðarmegin verður ekið í gegnum göngin í Dalahöllina í Fannardal í Norðfirði þar sem öllum er boðið til kaffisamsætis.Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, og eiginkona hans, Hildur Ýr Gísladóttir, tóku þátt í hlaupinu.AðsentMikið um að vera í Fjarðabyggð alla helginaFjarðabyggð stendur auk þess fyrir ýmsum uppákomum í tengslum við opnunina alla helgina. Dagskráin hófst í kvöld þegar fólki gafst tækifæri á að labba, skokka, hlaupa eða hjóla í gegnum nýju göngin. Íþróttafélögin Þróttur og Austri sáu um viðburðinn og að sögn Páls Björgvins Guðmundssonar, bæjarstjóra Fjarðabyggðar, tókst vel til. „Þetta var mjög vel heppnað og þau stóðu sig vel hjá Þrótti og Austra. Á annað hundrað manns tóku þátt. Þetta markaði upphaf helgarinnar en göngin verða svo vígð formlega á morgun,“ segir Páll. Nefnir hann einnig að bæjarhátíð verður alla helgina. Segir hann að göngin breyti gríðarlega miklu. „Þetta snýst mjög mikið um öryggisþáttinn. Við erum að fara í það að hafa jarðgöng úr því að þurfa að fara yfir sex hundruð metra háan fjallgarð á milli byggðakjarna, segir Páll.“ Þá nefnir hann að þetta sameini byggðir samfélagsins í eina heild. „Þetta hjálpar til við það að sameina sveitarfélagið í eitt atvinnu- og þjónustusvæði. Þetta er punkturinn yfir i-ið hvað það varðar.“Göngin leysa Oddskarðsgöng af hólmiLangur aðdragandi er að nýju Norðfjarðargöngunum. Norðfjarðargöng leysa af hólmi Oddskarðsgöng og erfiðan fjallveg að þeim göngum beggja vegna. Oddskarðsgöng voru byggð á árunum 1972-77 og eru einbreið, 640 metra löng og liggja í um 610 metra hæð yfir sjó. Ný göng til Norðfjarðar í stað Oddsskarðganga eiga sér sögu aftur til 1986 þegar samgönguráðherra skipaði nefnd til að gera langtímaáætlun um jarðgöng. Árið 1988 var skipuð önnur nefnd til að vinna að undirbúningi jarðgangagerðar á Austfjörðum. Nefndin skilaði tillögum sínum 1993, þar sem lagt var til að í fyrsta áfanga skyldi gerð ný göng til Norðfjarðar og Seyðisfjarðar til að rjúfa vetrareinangrun þeirra staða. Í þingsályktun um jarðgangaáætlun fyrir árin 2000-2004 voru verkefni til rannsóknar vegna jarðganga milli Eskifjarðar og Norðfjarðar, Héraðs og Vopnafjarðar og Arnarfjarðar og Dýrafjarðar. Þannig voru þessir þrír jarðgangakostir teknir fram fyrir þá rúmlega 20 sem til álita komu í jarðgangaáætlun. Við frekari undirbúning ganga milli Eskifjarðar og Norðfjarðar var horfið frá þeirri leið sem kynnt var í jarðgangaáætlun og miðað við 6,9-7,8 km löng jarðgöng, frá láglendinu í Eskifirði að 128-176 metra hæð yfir sjó í Fannardal í Norðfirði.Heildarlengd ganganna með vegskálum tæplega átta kílómetrarLengd nýju Norðfjarðarganganna í bergi er 7.566 metrar, vegskáli er 120 metrar Eskifjarðarmeginn og 222 metrar Norðfjarðarmegin eða samtals 342 metrar. Heildarlengd ganga með vegskálum er því 7.908 metrar. Þversnið ganganna er 8,0 metra breitt í veghæð. Í göngunum eru 14 útskot, þar af fjögur snúningsútskot. Inni í göngunum eru 4 steypt tæknirými og 2 við hlið vegskála utan ganga. Neyðarrými fyrir um 150 manns verða við hvert tæknirými inni göngunum. Vegur í gegnum göngin er 6,5 metra breiður milli steyptra upphækkaðra axla. Nýir vegir að göngunum Eskifjarðarmegin eru um 2 kílómetrar og Norðfjarðarmegin um 5,3 kílómetrar, samtals um 7,3 kílómetrar. Í tengslum við vegagerð að göngum voru byggðar nýjar brýr annars vegar 44 metra löng á Norðfjarðará og 58 metra löng á Eskifjarðará. Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Innlent Fleiri fréttir Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Sjá meira
Norðfjarðargöng verða opnuð á morgun klukkan 13:30 þegar Jón Gunnarsson samgönguráðherra mun klippa á borða með aðstoð Hreins Haraldssonar vegamálastjóra. Að lokinni athöfninni við gangamunnann Eskifjarðarmegin verður ekið í gegnum göngin í Dalahöllina í Fannardal í Norðfirði þar sem öllum er boðið til kaffisamsætis.Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, og eiginkona hans, Hildur Ýr Gísladóttir, tóku þátt í hlaupinu.AðsentMikið um að vera í Fjarðabyggð alla helginaFjarðabyggð stendur auk þess fyrir ýmsum uppákomum í tengslum við opnunina alla helgina. Dagskráin hófst í kvöld þegar fólki gafst tækifæri á að labba, skokka, hlaupa eða hjóla í gegnum nýju göngin. Íþróttafélögin Þróttur og Austri sáu um viðburðinn og að sögn Páls Björgvins Guðmundssonar, bæjarstjóra Fjarðabyggðar, tókst vel til. „Þetta var mjög vel heppnað og þau stóðu sig vel hjá Þrótti og Austra. Á annað hundrað manns tóku þátt. Þetta markaði upphaf helgarinnar en göngin verða svo vígð formlega á morgun,“ segir Páll. Nefnir hann einnig að bæjarhátíð verður alla helgina. Segir hann að göngin breyti gríðarlega miklu. „Þetta snýst mjög mikið um öryggisþáttinn. Við erum að fara í það að hafa jarðgöng úr því að þurfa að fara yfir sex hundruð metra háan fjallgarð á milli byggðakjarna, segir Páll.“ Þá nefnir hann að þetta sameini byggðir samfélagsins í eina heild. „Þetta hjálpar til við það að sameina sveitarfélagið í eitt atvinnu- og þjónustusvæði. Þetta er punkturinn yfir i-ið hvað það varðar.“Göngin leysa Oddskarðsgöng af hólmiLangur aðdragandi er að nýju Norðfjarðargöngunum. Norðfjarðargöng leysa af hólmi Oddskarðsgöng og erfiðan fjallveg að þeim göngum beggja vegna. Oddskarðsgöng voru byggð á árunum 1972-77 og eru einbreið, 640 metra löng og liggja í um 610 metra hæð yfir sjó. Ný göng til Norðfjarðar í stað Oddsskarðganga eiga sér sögu aftur til 1986 þegar samgönguráðherra skipaði nefnd til að gera langtímaáætlun um jarðgöng. Árið 1988 var skipuð önnur nefnd til að vinna að undirbúningi jarðgangagerðar á Austfjörðum. Nefndin skilaði tillögum sínum 1993, þar sem lagt var til að í fyrsta áfanga skyldi gerð ný göng til Norðfjarðar og Seyðisfjarðar til að rjúfa vetrareinangrun þeirra staða. Í þingsályktun um jarðgangaáætlun fyrir árin 2000-2004 voru verkefni til rannsóknar vegna jarðganga milli Eskifjarðar og Norðfjarðar, Héraðs og Vopnafjarðar og Arnarfjarðar og Dýrafjarðar. Þannig voru þessir þrír jarðgangakostir teknir fram fyrir þá rúmlega 20 sem til álita komu í jarðgangaáætlun. Við frekari undirbúning ganga milli Eskifjarðar og Norðfjarðar var horfið frá þeirri leið sem kynnt var í jarðgangaáætlun og miðað við 6,9-7,8 km löng jarðgöng, frá láglendinu í Eskifirði að 128-176 metra hæð yfir sjó í Fannardal í Norðfirði.Heildarlengd ganganna með vegskálum tæplega átta kílómetrarLengd nýju Norðfjarðarganganna í bergi er 7.566 metrar, vegskáli er 120 metrar Eskifjarðarmeginn og 222 metrar Norðfjarðarmegin eða samtals 342 metrar. Heildarlengd ganga með vegskálum er því 7.908 metrar. Þversnið ganganna er 8,0 metra breitt í veghæð. Í göngunum eru 14 útskot, þar af fjögur snúningsútskot. Inni í göngunum eru 4 steypt tæknirými og 2 við hlið vegskála utan ganga. Neyðarrými fyrir um 150 manns verða við hvert tæknirými inni göngunum. Vegur í gegnum göngin er 6,5 metra breiður milli steyptra upphækkaðra axla. Nýir vegir að göngunum Eskifjarðarmegin eru um 2 kílómetrar og Norðfjarðarmegin um 5,3 kílómetrar, samtals um 7,3 kílómetrar. Í tengslum við vegagerð að göngum voru byggðar nýjar brýr annars vegar 44 metra löng á Norðfjarðará og 58 metra löng á Eskifjarðará.
Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Innlent Fleiri fréttir Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent