Skortur á úrræðum og fræðslu varðandi höfuðhögg íþróttafólks hér á landi Nadine Guðrún Yaghi og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 10. nóvember 2017 23:30 Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir. Mynd/Daníel Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, fyrrverandi landsliðskona í fótbolta hefur á síðustu mánuðum glímt við slæmar afleiðingar eftir höfuðhögg og segir nauðsynlegt að setja á fót úrræði fyrir íþróttafólk í hennar stöðu. Hún hefur áhyggjur af þekkingarleysi þegar kemur að höfuðáverkum og segir að þó að ekki séu merki um áverka í fyrstu geti höfuðhögg haft alvarleg áhrif. Ólína fékk fótbolta í gagnaugað þann 15. maí á þessu ári þegar hún spilaði með KR gegn FH. „Mér bregður og sný mér hratt og þá kemur það sem kallast snúningsáverki á heilann,“ sagði Ólína í viðtali í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Þrátt fyrir að höggið hafi verið nokkuð vægt fékk Ólína heilahristing við þetta. Hún hélt þó áfram að spila fótbolta næstu mánuði þrátt fyrir slæm einkenni eins og ógleði, skapsveiflur og hljóð- og ljósfælni. Ólína spilaði tvo leiki í þessu ástandi en hætti svo enda var ástandið versnandi. „Íþróttafólk á oft erfitt með að viðurkenna þetta og leita sér aðstoðar.“ Hún segir að sig hafi aldrei grunað hversu mikil áhrif höfuðhögg gæti haft, þrátt fyrir að hafa spilað fótbolta í yfir tuttugu ár.Átti erfitt að vera í kringum börnin sín„Einbeitingarleysi, minnisleysi, mjög utan við mig, ég átti stundum erfitt með að finna orðin, ég ætlaði að segja eitthvað og þá bara kom ekkert og ég bara mundi þau ekki. Höfuðverkur og mikill þrýstingur í hausnum,“ segir Ólína um einkennin sín. „Ég á tvö lítil börn og mér fannst erfitt að vera í kringum þau þegar það voru mikil læti í þeim.“ Sjö mánuðir eru síðan Ólína fékk heilahristing og þó að einkennin séu betri er hún enn að hluta til í veikindaleyfi frá vinnu. Hún upplifði mikið skilningsleysi í þessu ferli. „Það var erfitt að finna einhverja aðila sem höfðu þekkingu á þessu og maður vissi í rauninni heldur ekki hverju maður væri að leita að.“ Það var þannig sem hún komst að því að það væru ekki nein úrræði fyrir íþróttafólk í þessari stöðu. Hún segist vita um marga sem glími við afleiðingar heilahristings. Þá viti fáir hvert eigi að leita. Að hennar mati þarf að setja upp eitthvað plan sem þessir einstaklingar geti fylgt „Við þurfum að ná til þessa hóps af því að einkenni þessa er bara hreinlega að draga sig í hlé, að einangra sig. Maður gerir það svolítið því manni er sagt að gera það. Hún telur að það þurfi líka meiri fræðslu innan íþróttaheimsins þannig að leikmenn segi frá einkennum sínum um leið, til að koma í veg fyrir varanlegar afleiðingar.Viðtalið við Ólínu má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan:Fleiri þurft að hætta vegna eftirkasta heilahristingsÞað eru mörg dæmi um höfuðmeiðsl í íþróttum hér á landi og er ekki alltaf brugðist rétt við. Handboltakonan Rakel Dögg Bragadóttir þurfti að leggja skóna á hilluna árið 2014 vegna höfuðmeiðsla en sneri svo aftur tveimur árum síðar og komst í landsliðið aftur. Ástæðan fyrir því að Rakel þurfti að hætta er sú að hún glímdi við erfið eftirköst heilahristings sem hún fékk á landsliðsæfingu. Meiðslin áttu sér stað þegar Rakel Dögg fékk skot í höfuð á landsliðsæfingu. Rakel Dögg í leik með Stjörnunni gegn Fram í úrslitum Íslandsmótsins á síðasta tímabili.vísir/eyþór„Fyrstu viðbrögð mín voru á þá leið að ég hlyti að vera í lagi – þetta var bara smá höfuðhögg. En þegar ég lít til baka átta mig ég á því hversu alvarlegt þetta var. Ég steinlá eftir og datt út í smástund. Þegar ég reyndi að reisa mig við þá hrundi ég aftur í gólfið,“ sagði hún eftir atvikið. Guðrún Sóley Gunnarsdóttir knattspyrnukona fékk höfuðhögg í fyrsta leik landsliðsins á lokakeppni EM árið 2009. Ekki var brugðist rétt við og kláraði leikinn og spilaði hún áfram á mótinu. „Ég fékk aðeins smá ógleði og yfirliðstilfinningu í hálfleik og þess vegna kom ég seint út. Það kom aldrei til greina að fara útaf eða koma ekki inn eftir hálfleikinn. Þetta gekk síðan vel í seinni hálfleik og þetta var ekki að trufla mig mjög mikið," sagði Guðrún Sóley í samtali við Vísi eftir þann leik. Í kjölfarið fékk hún fleiri heilahristinga og þurfti að hætta að spila fótbolta í nokkur ár.Guðrún Sóley GunnarsdóttirMYND/ÓSKARÓDaglega lífið raskaðistÓlína er ekki sú eina sem hefur gagnrýnt viðbrögð við höfuðmeiðslum hér á landi. Sara Hrund Helgadóttir fyrrum fyrirliði Grindavíkur í Pepsi-deild kvenna þurfti í haust hætta í fótbolta vegna höfuðmeiðsla. Hún glímir enn við eftirköstin af þessum höfuðhöggum og verður væntanlega lengi að jafna sig.Í pistli sem hún birti á Facebook í haust skrifaði hún meðal annars: „Sjötti heilahristingurinn staðreynd og stöðug barátta við höfuðverki í 8 ár vegna rangra viðbragða vegna höfuðhöggs því miður niðurstaðan. Fótbolti hefur verið líf mitt síðustu 20 árin og þess vegna lét ég þetta ekki stöðva mig enda hefur fótboltinn gefið mér svo mikið, meðal annars að fara til USA og upplifa drauminn minn.“Sara Hrund í leik með Grindavík í sumar.vísir/stefánHún ákvað að stoppa og hlusta á líkama sinn eftir að hún rotaðist í leik í ágúst á þessu ári þar sem hún hélt áfram að spila í rúmar 15 mínútur. „Eftir það hefur daglega lífið mitt raskast verulega. Á tveimur vikum fór ég frá því að spila heilan fótbolta leik án vandræða í 10 mínútna göngutúr með vandræðum.“ Nefndi hún þá einnig að viðbrögðum við höfuðmeiðslum hér á landi sé ábótavant og þau verði að taka alvarlega þótt áverkarnir séu ekki sýnilegir. „Ég vona að ég geti verið víti til varnaðar fyrir aðra og að viðbrögð þeirra sem standa að liðunum verði betri. Viðbrögð vegna höfuðhögga á Íslandi eru því miður ekki nógu góð og vona ég að fólk fari að taka þau alvarlega“ Hvatti hún alla sem fá höfuðhögg og finni fyrir einkennum að fara út af vellinum, afleiðingarnar gætu verið alvarlegar. Tengdar fréttir „Viðbrögð vegna höfuðhögga á Ísland eru því miður ekki nógu góð“ Sara Hrund Helgadóttir, leikmaður Grindavíkur í Pepsi-deild kvenna, hefur tekið sér frí frá fótbolta um óákveðinn tíma vegna höfuðmeiðsla. 1. september 2017 21:45 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Fleiri fréttir Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Sjá meira
Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, fyrrverandi landsliðskona í fótbolta hefur á síðustu mánuðum glímt við slæmar afleiðingar eftir höfuðhögg og segir nauðsynlegt að setja á fót úrræði fyrir íþróttafólk í hennar stöðu. Hún hefur áhyggjur af þekkingarleysi þegar kemur að höfuðáverkum og segir að þó að ekki séu merki um áverka í fyrstu geti höfuðhögg haft alvarleg áhrif. Ólína fékk fótbolta í gagnaugað þann 15. maí á þessu ári þegar hún spilaði með KR gegn FH. „Mér bregður og sný mér hratt og þá kemur það sem kallast snúningsáverki á heilann,“ sagði Ólína í viðtali í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Þrátt fyrir að höggið hafi verið nokkuð vægt fékk Ólína heilahristing við þetta. Hún hélt þó áfram að spila fótbolta næstu mánuði þrátt fyrir slæm einkenni eins og ógleði, skapsveiflur og hljóð- og ljósfælni. Ólína spilaði tvo leiki í þessu ástandi en hætti svo enda var ástandið versnandi. „Íþróttafólk á oft erfitt með að viðurkenna þetta og leita sér aðstoðar.“ Hún segir að sig hafi aldrei grunað hversu mikil áhrif höfuðhögg gæti haft, þrátt fyrir að hafa spilað fótbolta í yfir tuttugu ár.Átti erfitt að vera í kringum börnin sín„Einbeitingarleysi, minnisleysi, mjög utan við mig, ég átti stundum erfitt með að finna orðin, ég ætlaði að segja eitthvað og þá bara kom ekkert og ég bara mundi þau ekki. Höfuðverkur og mikill þrýstingur í hausnum,“ segir Ólína um einkennin sín. „Ég á tvö lítil börn og mér fannst erfitt að vera í kringum þau þegar það voru mikil læti í þeim.“ Sjö mánuðir eru síðan Ólína fékk heilahristing og þó að einkennin séu betri er hún enn að hluta til í veikindaleyfi frá vinnu. Hún upplifði mikið skilningsleysi í þessu ferli. „Það var erfitt að finna einhverja aðila sem höfðu þekkingu á þessu og maður vissi í rauninni heldur ekki hverju maður væri að leita að.“ Það var þannig sem hún komst að því að það væru ekki nein úrræði fyrir íþróttafólk í þessari stöðu. Hún segist vita um marga sem glími við afleiðingar heilahristings. Þá viti fáir hvert eigi að leita. Að hennar mati þarf að setja upp eitthvað plan sem þessir einstaklingar geti fylgt „Við þurfum að ná til þessa hóps af því að einkenni þessa er bara hreinlega að draga sig í hlé, að einangra sig. Maður gerir það svolítið því manni er sagt að gera það. Hún telur að það þurfi líka meiri fræðslu innan íþróttaheimsins þannig að leikmenn segi frá einkennum sínum um leið, til að koma í veg fyrir varanlegar afleiðingar.Viðtalið við Ólínu má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan:Fleiri þurft að hætta vegna eftirkasta heilahristingsÞað eru mörg dæmi um höfuðmeiðsl í íþróttum hér á landi og er ekki alltaf brugðist rétt við. Handboltakonan Rakel Dögg Bragadóttir þurfti að leggja skóna á hilluna árið 2014 vegna höfuðmeiðsla en sneri svo aftur tveimur árum síðar og komst í landsliðið aftur. Ástæðan fyrir því að Rakel þurfti að hætta er sú að hún glímdi við erfið eftirköst heilahristings sem hún fékk á landsliðsæfingu. Meiðslin áttu sér stað þegar Rakel Dögg fékk skot í höfuð á landsliðsæfingu. Rakel Dögg í leik með Stjörnunni gegn Fram í úrslitum Íslandsmótsins á síðasta tímabili.vísir/eyþór„Fyrstu viðbrögð mín voru á þá leið að ég hlyti að vera í lagi – þetta var bara smá höfuðhögg. En þegar ég lít til baka átta mig ég á því hversu alvarlegt þetta var. Ég steinlá eftir og datt út í smástund. Þegar ég reyndi að reisa mig við þá hrundi ég aftur í gólfið,“ sagði hún eftir atvikið. Guðrún Sóley Gunnarsdóttir knattspyrnukona fékk höfuðhögg í fyrsta leik landsliðsins á lokakeppni EM árið 2009. Ekki var brugðist rétt við og kláraði leikinn og spilaði hún áfram á mótinu. „Ég fékk aðeins smá ógleði og yfirliðstilfinningu í hálfleik og þess vegna kom ég seint út. Það kom aldrei til greina að fara útaf eða koma ekki inn eftir hálfleikinn. Þetta gekk síðan vel í seinni hálfleik og þetta var ekki að trufla mig mjög mikið," sagði Guðrún Sóley í samtali við Vísi eftir þann leik. Í kjölfarið fékk hún fleiri heilahristinga og þurfti að hætta að spila fótbolta í nokkur ár.Guðrún Sóley GunnarsdóttirMYND/ÓSKARÓDaglega lífið raskaðistÓlína er ekki sú eina sem hefur gagnrýnt viðbrögð við höfuðmeiðslum hér á landi. Sara Hrund Helgadóttir fyrrum fyrirliði Grindavíkur í Pepsi-deild kvenna þurfti í haust hætta í fótbolta vegna höfuðmeiðsla. Hún glímir enn við eftirköstin af þessum höfuðhöggum og verður væntanlega lengi að jafna sig.Í pistli sem hún birti á Facebook í haust skrifaði hún meðal annars: „Sjötti heilahristingurinn staðreynd og stöðug barátta við höfuðverki í 8 ár vegna rangra viðbragða vegna höfuðhöggs því miður niðurstaðan. Fótbolti hefur verið líf mitt síðustu 20 árin og þess vegna lét ég þetta ekki stöðva mig enda hefur fótboltinn gefið mér svo mikið, meðal annars að fara til USA og upplifa drauminn minn.“Sara Hrund í leik með Grindavík í sumar.vísir/stefánHún ákvað að stoppa og hlusta á líkama sinn eftir að hún rotaðist í leik í ágúst á þessu ári þar sem hún hélt áfram að spila í rúmar 15 mínútur. „Eftir það hefur daglega lífið mitt raskast verulega. Á tveimur vikum fór ég frá því að spila heilan fótbolta leik án vandræða í 10 mínútna göngutúr með vandræðum.“ Nefndi hún þá einnig að viðbrögðum við höfuðmeiðslum hér á landi sé ábótavant og þau verði að taka alvarlega þótt áverkarnir séu ekki sýnilegir. „Ég vona að ég geti verið víti til varnaðar fyrir aðra og að viðbrögð þeirra sem standa að liðunum verði betri. Viðbrögð vegna höfuðhögga á Íslandi eru því miður ekki nógu góð og vona ég að fólk fari að taka þau alvarlega“ Hvatti hún alla sem fá höfuðhögg og finni fyrir einkennum að fara út af vellinum, afleiðingarnar gætu verið alvarlegar.
Tengdar fréttir „Viðbrögð vegna höfuðhögga á Ísland eru því miður ekki nógu góð“ Sara Hrund Helgadóttir, leikmaður Grindavíkur í Pepsi-deild kvenna, hefur tekið sér frí frá fótbolta um óákveðinn tíma vegna höfuðmeiðsla. 1. september 2017 21:45 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Fleiri fréttir Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Sjá meira
„Viðbrögð vegna höfuðhögga á Ísland eru því miður ekki nógu góð“ Sara Hrund Helgadóttir, leikmaður Grindavíkur í Pepsi-deild kvenna, hefur tekið sér frí frá fótbolta um óákveðinn tíma vegna höfuðmeiðsla. 1. september 2017 21:45