Innlent

Norðfjarðargöngin opnuð

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
„Íbúar hér eru himinlifandi yfir að fá þessi göng,“ segir Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Langþráður áfangi í samgöngusögu Austfirðinga næst í dag með opnun Norðfjarðarganga.

Göngin sem eru 7,9 kílómetra löng stytta leiðina milli Neskaupstaðar og Eskifjarðar um fjóra kílómetra og leysa af erfiðan fjallveg um Oddskarð.

Mikil hátíðarhöld verða hjá heimamönnum alla helgina. Í gær skipulögðu íþróttafélögin Austri og Þróttur hlaup um göngin og tók fjöldi fólks þátt; ýmist á fæti, á hjólum eða brettum að sögn Páls Björgvins sem sjálfur hljóp í gegn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×