Keyptu lóðir og vilja opna heilsulind á Kársnesi árið 2020 Haraldur Guðmundsson skrifar 29. nóvember 2017 08:15 Eyþór Guðjónsson er framkvæmdastjóri Nature Resort sem hefur keypt lóðir á Kársnesi. „Ætlunin er að búa til heilsuparadís fyrir alla höfuðborgarbúa,“ segir Eyþór Guðjónsson, eigandi Skemmtigarðsins í Grafarvogi, sem hefur ásamt Jakobi Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Promens og VÍS, áform um baðstað, veitingahús, líkamsræktarstöð og aðra útivistartengda afþreyingu á 34 þúsund fermetra lóð vestast á athafnasvæði Kársness í Kópavogi. „Til lengri tíma mun verkefnið velta milljörðum en hins vegar ætlum við að taka eitt skref í einu og byggja upp af skynsemi og byrja á heilsulindinni, veitingastað, kaffihúsi, líkamsrækt og jógaaðstöðu og aðstöðu fyrir hjóla-, göngu- og aðra útivist,“ segir Eyþór aðspurður um heildarkostnað og bætir við að stefnt sé að opnun 2020.Jakob Sigurðsson er nú forstjóri breska félagsins Victrex plc.Einkahlutafélag Eyþórs og Jakobs, Nature Resort, keypti í ársbyrjun lóðirnar Vesturvör 42-48 af Kópavogsbæ. Þá kemur Gestur Þórisson, fyrrverandi framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Promens, einnig að verkefninu en hann og Jakob eru gamlir samstarfsmenn hjá plastframleiðslufyrirtækinu þar sem sá síðarnefndi var forstjóri á árunum 2011 til 2015. Í fundargerðum bæjarfélagsins hefur verið rætt um heilsulindarhótel en Eyþór segir ekki ákveðið hvort farið verði í slíka framkvæmd. „Við vorum að leita að lóð fyrir þetta og meðal annars í Gufunesi. Það gekk ekki eftir á þeim tíma en ætlunin er að búa til náttúruparadís fyrir alla höfuðborgarbúa og við höfum ekki ákveðið hvort við munum byggja hótel eða ekki. Við ætlum að byrja á heilsuparadís og sjá hvernig hún fer af stað áður en við tökum næstu skref. Hin eiginlega hönnun hefur ekki átt sér stað en hún byrjar eftir tvær vikur. Það er fyrst núna sem við getum ráðist í hana en það er bandarískt hönnunarfyrirtæki sem hefur sérhæft sig í verkefnum sem þessum sem kemur að hönnuninni og við erum á leiðinni út í byrjun desember,“ segir Eyþór. Bæjarráð Kópavogs samþykkti síðastliðinn fimmtudag tillögu um breytingu á deiliskipulagi landfyllingarinnar á Kársnesi. Eyþór segir þá félaga hafa horft til svæðisins í um tvö og hálft ár en hugmyndin um heilsulindina sé tíu ára gömul. „Á svona svæðum er alltaf verið að setja niður íbúðir og atvinnuhúsnæði en loksins kemur eitthvað sem gerir hverfið betra til að búa í. Fyrst átti að vera þarna stórskipahöfn og síðan skipasmíðastöð og það datt upp fyrir, en nú á að búa til paradís útivistar og heilsu,“ segir Eyþór og svarar aðspurður að engir aðrir fjárfestar séu komnir að borðinu enn sem komið er. „Við munum fá fjárfesta inn í þetta þegar rétti tíminn kemur og það er mikil spenna fyrir þessu. Þegar svæðið verður tilbúið verður það jafn mikil bæjarprýði og endurgerð hafnarinnar á Siglufirði sem er glæsileg í dag,“ segir Eyþór og vísar til uppbyggingar Róberts Guðfinnssonar athafnamanns á Siglufirði. Eyþór segir engin tengsl á milli fyrirhugaðrar uppbyggingar Nature Resort og áætlana Skúla Mogensen, forstjóra WOW air, um byggingu höfuðstöðva flugfélagsins og hótels á lóðinni við hliðina. Fréttablaðið fjallaði á mánudag um óánægju tveggja bæjarfulltrúa minnihlutans í Kópavogi varðandi áformin um deiliskipulagsbreytinguna. Gagnrýndu þeir að aðgengi almennings að strandlengju Kársness verði skert á 155 metra leið þar sem baðlaugarnar verða. „Þegar salan á lóðinni fór í gegnum bæjarstjórn greiddu allir flokkar atkvæði með henni. Við erum að fara að búa til baðstað og erum bundin af sundlaugareglugerð. Þannig að við verðum að gera þetta samkvæmt lögum en þarna verður allt opið og allir geta fengið þarna margs konar þjónustu,“ segir Eyþór. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Tengdar fréttir Vilja að íbúar geti gengið alla strandlengjuna Tveir bæjarfulltrúar minnihlutans í Kópavogi gagnrýndu á fundi bæjarráðs á fimmtudag áform um breytingu deiliskipulags landfyllingarinnar á Kársnesi þar sem byggja á heilsulindarhótel. 27. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
„Ætlunin er að búa til heilsuparadís fyrir alla höfuðborgarbúa,“ segir Eyþór Guðjónsson, eigandi Skemmtigarðsins í Grafarvogi, sem hefur ásamt Jakobi Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Promens og VÍS, áform um baðstað, veitingahús, líkamsræktarstöð og aðra útivistartengda afþreyingu á 34 þúsund fermetra lóð vestast á athafnasvæði Kársness í Kópavogi. „Til lengri tíma mun verkefnið velta milljörðum en hins vegar ætlum við að taka eitt skref í einu og byggja upp af skynsemi og byrja á heilsulindinni, veitingastað, kaffihúsi, líkamsrækt og jógaaðstöðu og aðstöðu fyrir hjóla-, göngu- og aðra útivist,“ segir Eyþór aðspurður um heildarkostnað og bætir við að stefnt sé að opnun 2020.Jakob Sigurðsson er nú forstjóri breska félagsins Victrex plc.Einkahlutafélag Eyþórs og Jakobs, Nature Resort, keypti í ársbyrjun lóðirnar Vesturvör 42-48 af Kópavogsbæ. Þá kemur Gestur Þórisson, fyrrverandi framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Promens, einnig að verkefninu en hann og Jakob eru gamlir samstarfsmenn hjá plastframleiðslufyrirtækinu þar sem sá síðarnefndi var forstjóri á árunum 2011 til 2015. Í fundargerðum bæjarfélagsins hefur verið rætt um heilsulindarhótel en Eyþór segir ekki ákveðið hvort farið verði í slíka framkvæmd. „Við vorum að leita að lóð fyrir þetta og meðal annars í Gufunesi. Það gekk ekki eftir á þeim tíma en ætlunin er að búa til náttúruparadís fyrir alla höfuðborgarbúa og við höfum ekki ákveðið hvort við munum byggja hótel eða ekki. Við ætlum að byrja á heilsuparadís og sjá hvernig hún fer af stað áður en við tökum næstu skref. Hin eiginlega hönnun hefur ekki átt sér stað en hún byrjar eftir tvær vikur. Það er fyrst núna sem við getum ráðist í hana en það er bandarískt hönnunarfyrirtæki sem hefur sérhæft sig í verkefnum sem þessum sem kemur að hönnuninni og við erum á leiðinni út í byrjun desember,“ segir Eyþór. Bæjarráð Kópavogs samþykkti síðastliðinn fimmtudag tillögu um breytingu á deiliskipulagi landfyllingarinnar á Kársnesi. Eyþór segir þá félaga hafa horft til svæðisins í um tvö og hálft ár en hugmyndin um heilsulindina sé tíu ára gömul. „Á svona svæðum er alltaf verið að setja niður íbúðir og atvinnuhúsnæði en loksins kemur eitthvað sem gerir hverfið betra til að búa í. Fyrst átti að vera þarna stórskipahöfn og síðan skipasmíðastöð og það datt upp fyrir, en nú á að búa til paradís útivistar og heilsu,“ segir Eyþór og svarar aðspurður að engir aðrir fjárfestar séu komnir að borðinu enn sem komið er. „Við munum fá fjárfesta inn í þetta þegar rétti tíminn kemur og það er mikil spenna fyrir þessu. Þegar svæðið verður tilbúið verður það jafn mikil bæjarprýði og endurgerð hafnarinnar á Siglufirði sem er glæsileg í dag,“ segir Eyþór og vísar til uppbyggingar Róberts Guðfinnssonar athafnamanns á Siglufirði. Eyþór segir engin tengsl á milli fyrirhugaðrar uppbyggingar Nature Resort og áætlana Skúla Mogensen, forstjóra WOW air, um byggingu höfuðstöðva flugfélagsins og hótels á lóðinni við hliðina. Fréttablaðið fjallaði á mánudag um óánægju tveggja bæjarfulltrúa minnihlutans í Kópavogi varðandi áformin um deiliskipulagsbreytinguna. Gagnrýndu þeir að aðgengi almennings að strandlengju Kársness verði skert á 155 metra leið þar sem baðlaugarnar verða. „Þegar salan á lóðinni fór í gegnum bæjarstjórn greiddu allir flokkar atkvæði með henni. Við erum að fara að búa til baðstað og erum bundin af sundlaugareglugerð. Þannig að við verðum að gera þetta samkvæmt lögum en þarna verður allt opið og allir geta fengið þarna margs konar þjónustu,“ segir Eyþór. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Tengdar fréttir Vilja að íbúar geti gengið alla strandlengjuna Tveir bæjarfulltrúar minnihlutans í Kópavogi gagnrýndu á fundi bæjarráðs á fimmtudag áform um breytingu deiliskipulags landfyllingarinnar á Kársnesi þar sem byggja á heilsulindarhótel. 27. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Vilja að íbúar geti gengið alla strandlengjuna Tveir bæjarfulltrúar minnihlutans í Kópavogi gagnrýndu á fundi bæjarráðs á fimmtudag áform um breytingu deiliskipulags landfyllingarinnar á Kársnesi þar sem byggja á heilsulindarhótel. 27. nóvember 2017 06:00