Þorgerður Katrín stækkar friðunarsvæði hvala á síðustu dögum starfsstjórnarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 28. nóvember 2017 15:26 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fráfarandi sjávarútvegsráðherra, breytti reglugerð um friðunarsvæði hvala í Faxaflóa í síðustu viku. Ný ríkisstjórn tekur að líkindum við völdum seinna í þessari viku. Vísir/Ernir Ákvörðun Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, fráfarandi sjávarútvegsráðherra, um að stækka friðunarsvæðu hvala í Faxaflóa er í anda þess sem forverar hennar í embætti úr flokkum sem eru að mynda ný stjórn hafa áður gert. Þorgerður Katrín segir ákvörðun sína frekar hjálplega en hitt fyrir nýja ríkisstjórn. Ráðherrann skrifaði undir reglugerð um stækkun friðunarsvæðisins í síðustu viku. Í samtali við Vísi segir Þorgerður Katrín að útlínur svæðisins séu nú þær sömu og Steingrímur J. Sigfússon dró upp rétt áður en hann yfirgaf ráðuneytið árið 2013. Sigurður Ingi Jóhannsson minnkaði svæðið aftur þegar hann tók við ráðuneytinu. „Ég hef verið þeirrar skoðunar að það eigi að stækka friðunarsvæði hvala í Faxaflóa. Við erum ekki að fara þangað að banna hvalveiðar en friðunarsvæði hvala verði stækkað hér, meðal annars með tilliti til ferðaþjónustu og ýmissa annarra þátta,“ segir Þorgerður Katrín sem vísar meðal annars til óheppilegra árekstra veiða og ferðaþjónustu.Þarf aðeins pólitískan kjark ef menn vilja snúa ákvörðuninni viðAthygli vekur að ákvörðunin er tekin þegar ný ríkisstjórn er í þann veginn að taka við ráðuneytinu. Þorgerður Katrín vísar hins vegar til fordæmis sem forverar hennar hafi sett. „Þetta er ekki í fyrsta sinn og ekki í annað sinn sem þetta er gert. Þetta er meðal annars gert vegna þess að þetta er afturkræft. Menn verða bara að hafa pólitískan kjark til að breyta þessu. Menn hafa gert það fram til þess,“ segir Þorgerður Katrín. Hún segir jafnframt að Viðreisn vinni nú að þingsályktunartillögu um endurmat á stefnu Íslands til hvalveiða. Í henni felist að hagsmunir sem tengjast veiðunum verði kortlagðir. Eins komi til greina að óska eftir sérstakri umræðu um hvalveiðar þegar nýtt þing kemur saman. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem sjávarútvegsráðherra tekur stóra ákvörðun rétt áður en ný ríkisstjórn tekur við völdum. Einar Kr. Guðfinnsson, þá fráfarand ráðherra Sjálfstæðisflokksins, sætti harðri gagnrýni fyrir að heimila veiðar á langreyðum rétt áður en minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna tók við völdum. Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Ákvörðun Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, fráfarandi sjávarútvegsráðherra, um að stækka friðunarsvæðu hvala í Faxaflóa er í anda þess sem forverar hennar í embætti úr flokkum sem eru að mynda ný stjórn hafa áður gert. Þorgerður Katrín segir ákvörðun sína frekar hjálplega en hitt fyrir nýja ríkisstjórn. Ráðherrann skrifaði undir reglugerð um stækkun friðunarsvæðisins í síðustu viku. Í samtali við Vísi segir Þorgerður Katrín að útlínur svæðisins séu nú þær sömu og Steingrímur J. Sigfússon dró upp rétt áður en hann yfirgaf ráðuneytið árið 2013. Sigurður Ingi Jóhannsson minnkaði svæðið aftur þegar hann tók við ráðuneytinu. „Ég hef verið þeirrar skoðunar að það eigi að stækka friðunarsvæði hvala í Faxaflóa. Við erum ekki að fara þangað að banna hvalveiðar en friðunarsvæði hvala verði stækkað hér, meðal annars með tilliti til ferðaþjónustu og ýmissa annarra þátta,“ segir Þorgerður Katrín sem vísar meðal annars til óheppilegra árekstra veiða og ferðaþjónustu.Þarf aðeins pólitískan kjark ef menn vilja snúa ákvörðuninni viðAthygli vekur að ákvörðunin er tekin þegar ný ríkisstjórn er í þann veginn að taka við ráðuneytinu. Þorgerður Katrín vísar hins vegar til fordæmis sem forverar hennar hafi sett. „Þetta er ekki í fyrsta sinn og ekki í annað sinn sem þetta er gert. Þetta er meðal annars gert vegna þess að þetta er afturkræft. Menn verða bara að hafa pólitískan kjark til að breyta þessu. Menn hafa gert það fram til þess,“ segir Þorgerður Katrín. Hún segir jafnframt að Viðreisn vinni nú að þingsályktunartillögu um endurmat á stefnu Íslands til hvalveiða. Í henni felist að hagsmunir sem tengjast veiðunum verði kortlagðir. Eins komi til greina að óska eftir sérstakri umræðu um hvalveiðar þegar nýtt þing kemur saman. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem sjávarútvegsráðherra tekur stóra ákvörðun rétt áður en ný ríkisstjórn tekur við völdum. Einar Kr. Guðfinnsson, þá fráfarand ráðherra Sjálfstæðisflokksins, sætti harðri gagnrýni fyrir að heimila veiðar á langreyðum rétt áður en minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna tók við völdum.
Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira