Stefna á opnun Kattakaffihússins fyrir jól Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. nóvember 2017 20:00 Ragnheiður Birgisdóttir og Gígja Sara Björnsson opna fyrsta íslenska kattakaffihúsið innan skamms. Gígja Sara Björnsson Gígja Sara Björnsson og Ragnheiður Birgisdóttir kattaeigendur og athafnakonur voru himinlifandi þegar Björt Ólafsdóttir, umhverfis-og auðlindaráðherra, undirritaði í lok október breytingu um hollustuhætti sem heimilar hunda og ketti á veitingastöðum. Þetta hafði mikla þýðingu fyrir konurnar því breytingin gerir þeim kleift að láta langþráðan draum raungerast. Gígja og Ragnheiður hafa gengið með þann draum í maganum að opna svokallað kattakaffihús en þau njóta sívaxandi vinsælda erlendis. Á ferðum kvennanna um heiminn rákust þær á slík kaffihús og heilluðust mjög af hugmyndinni. Stefnan er sett á opnun fyrir jól en Kattakaffihúsið er staðsett á Bergstaðastræti 10a. Rýmið er að sögn Gígju, lítið og notalegt. Þetta kom fyrst fram á vef Mbl.is. Hægt verður að ættleiða ketti KattakaffihússinsAðstandendur kaffihússins verða í nánu samstarfi við samtökin Villiketti og er kaffihúsið hugsað sem heimili fyrir ketti. „Það er alltaf verið að leita að litlum loðnum kettlingum og það eru bara svo margir kettir sem eru ennþá í heimilisleit þannig að þetta er hugsað þannig að fólk kynnist kisunni og kisan fólkinu og þá getur fólk ættleitt þá kisu sem því líst vel á,“ segir Gígja um hugmyndina að baki kaffihúsinu.Segir mal hafa góð áhrif á fólkKettirnir eru ekki þeir einu sem njóta góðs af kaffihúsinu sem er í býgerð því Gígja segir að margar rannsóknir sýni fram á að mal hafi róandi og góð áhrif á fólk. Umgengni við ketti hafi heilandi áhrif. „Við viljum hafa þetta huggulegt og kósí,“ segir Gígja sem bendir á að skammdegið reynist mörgum afar erfitt og einmitt þá sé gott að eiga stað sem fólk geti heimsótt og heyrt mal.Kisa Gígju, Sóleil, var tíður gestur á heimili Ragnheiðar, annars eiganda Kattakaffihússins, enda tók Ragnheiður alltaf vel á móti henni.Gígja Sara BjörnssonGígja bendir á að kaffihúsið sé sérstaklega kjörið fyrir fólk sem býr í húsnæði þar sem dýrahald er með öllu bannað. „Þetta er hugsað til þess að fólk fái að hitta dýr,“ segir Gígja sem bendir á að það sé afar hentugt að börn kynnist fyrst um sinn dýrum á kaffihúsinu til þess að læra að umgangast þau. Ragnheiður og Gígja kynntust fyrst í gegnum dóttur Ragnheiðar og vinkonu Gígju. „Við bjuggum í sama húsi, hún reddaði mér íbúð fyrir neðan hennar,“ segir Gígja en Sóleil, kötturinn hennar, var tíður gestur á heimili Ragnheiðar. Í samtali við Vísi í september sagði Björt Ólafsdóttir: „Við höfum kannski verið að banna hluti sem ættu að vera undir sjálfsákvörðunarrétti einstaklinganna komið. En auðvitað skiptir máli að við horfum á öll sjónarmið í þessum efnum og vegum og metum hvort við séum að sinna almannahag. Hvað þetta varðar, hvað veitingastaði varðar, ef veitingamenn vilja bjóða gæludýr gesta á staðnum velkomin þá ætlum við einfaldlega að leyfa það.“ Breytingin á reglugerðinni gildir um alla einkarekna veitingastaði. Vilji rekstraraðilar opna dyr sínar fyrir ferfætlingum þurfa þeir að tilkynna það til heilbrigðisnefndar en ekki þarf að biðja um sérstakt leyfi. Tengdar fréttir Gæludýr nú velkomin á veitingastaði Umhverfisráðherra undirritaði í dag breytingu á reglugerð um hollustuhætti um hunda og ketti á veitingastöðum. 26. október 2017 10:00 Mest lesið Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira
Gígja Sara Björnsson og Ragnheiður Birgisdóttir kattaeigendur og athafnakonur voru himinlifandi þegar Björt Ólafsdóttir, umhverfis-og auðlindaráðherra, undirritaði í lok október breytingu um hollustuhætti sem heimilar hunda og ketti á veitingastöðum. Þetta hafði mikla þýðingu fyrir konurnar því breytingin gerir þeim kleift að láta langþráðan draum raungerast. Gígja og Ragnheiður hafa gengið með þann draum í maganum að opna svokallað kattakaffihús en þau njóta sívaxandi vinsælda erlendis. Á ferðum kvennanna um heiminn rákust þær á slík kaffihús og heilluðust mjög af hugmyndinni. Stefnan er sett á opnun fyrir jól en Kattakaffihúsið er staðsett á Bergstaðastræti 10a. Rýmið er að sögn Gígju, lítið og notalegt. Þetta kom fyrst fram á vef Mbl.is. Hægt verður að ættleiða ketti KattakaffihússinsAðstandendur kaffihússins verða í nánu samstarfi við samtökin Villiketti og er kaffihúsið hugsað sem heimili fyrir ketti. „Það er alltaf verið að leita að litlum loðnum kettlingum og það eru bara svo margir kettir sem eru ennþá í heimilisleit þannig að þetta er hugsað þannig að fólk kynnist kisunni og kisan fólkinu og þá getur fólk ættleitt þá kisu sem því líst vel á,“ segir Gígja um hugmyndina að baki kaffihúsinu.Segir mal hafa góð áhrif á fólkKettirnir eru ekki þeir einu sem njóta góðs af kaffihúsinu sem er í býgerð því Gígja segir að margar rannsóknir sýni fram á að mal hafi róandi og góð áhrif á fólk. Umgengni við ketti hafi heilandi áhrif. „Við viljum hafa þetta huggulegt og kósí,“ segir Gígja sem bendir á að skammdegið reynist mörgum afar erfitt og einmitt þá sé gott að eiga stað sem fólk geti heimsótt og heyrt mal.Kisa Gígju, Sóleil, var tíður gestur á heimili Ragnheiðar, annars eiganda Kattakaffihússins, enda tók Ragnheiður alltaf vel á móti henni.Gígja Sara BjörnssonGígja bendir á að kaffihúsið sé sérstaklega kjörið fyrir fólk sem býr í húsnæði þar sem dýrahald er með öllu bannað. „Þetta er hugsað til þess að fólk fái að hitta dýr,“ segir Gígja sem bendir á að það sé afar hentugt að börn kynnist fyrst um sinn dýrum á kaffihúsinu til þess að læra að umgangast þau. Ragnheiður og Gígja kynntust fyrst í gegnum dóttur Ragnheiðar og vinkonu Gígju. „Við bjuggum í sama húsi, hún reddaði mér íbúð fyrir neðan hennar,“ segir Gígja en Sóleil, kötturinn hennar, var tíður gestur á heimili Ragnheiðar. Í samtali við Vísi í september sagði Björt Ólafsdóttir: „Við höfum kannski verið að banna hluti sem ættu að vera undir sjálfsákvörðunarrétti einstaklinganna komið. En auðvitað skiptir máli að við horfum á öll sjónarmið í þessum efnum og vegum og metum hvort við séum að sinna almannahag. Hvað þetta varðar, hvað veitingastaði varðar, ef veitingamenn vilja bjóða gæludýr gesta á staðnum velkomin þá ætlum við einfaldlega að leyfa það.“ Breytingin á reglugerðinni gildir um alla einkarekna veitingastaði. Vilji rekstraraðilar opna dyr sínar fyrir ferfætlingum þurfa þeir að tilkynna það til heilbrigðisnefndar en ekki þarf að biðja um sérstakt leyfi.
Tengdar fréttir Gæludýr nú velkomin á veitingastaði Umhverfisráðherra undirritaði í dag breytingu á reglugerð um hollustuhætti um hunda og ketti á veitingastöðum. 26. október 2017 10:00 Mest lesið Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira
Gæludýr nú velkomin á veitingastaði Umhverfisráðherra undirritaði í dag breytingu á reglugerð um hollustuhætti um hunda og ketti á veitingastöðum. 26. október 2017 10:00