Stór ágreiningsmál enn óafgreidd í stjórnarmyndunarviðræðum Heimir Már Pétursson skrifar 21. nóvember 2017 19:00 Ólíklegt er að ný ríkisstjórn taki við völdum fyrr en í næstu viku. Flokkarnir þrír eiga enn eftir að ná samkomulagi um nokkur stórmál, þeirra á meðal afstöðuna til framkvæmdar rammaáætlunar um vernd og nýtingu landsvæða. Boða verður stofnanir flokkanna saman til fundar með allt að tveggja sólahringa fyrirvara áður en til stjórnarmyndunar kemur. Formenn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafa undanfarna daga rætt við fulltrúa ýmissa hópa eins og Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambandsins. Í dag hittu þau að máli fulltrúa öryrkja og eldri borgara. Formennirnir eru öll sammála um að gangurinn í viðræðunum sé góður. „Við vorum núna að hitta fulltrúa Landsambands eldri borgara og Öryrkjabandalagsins til að fara aðeins yfir málefni þessara hópa og það samtal sem við vildum þá eiga við þessi heildarsamtök á komandi kjörtímabili ef okkur tekst að ná saman um málefnasamning. Þannig að við erum að leggja svolítið í það að sjá þetta svolítið fyrir. Hvernig við getum átt samtal og samráð um málefni þessarra stóru hópa í samfélaginu. Aðila vinnumarkaðrins, þessarra hópa og fleiri,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalagsins var ánægð með fundinn með formönnunum. Þar hafi bandalagið lagt áherslu á að staða öryrkja og langveikra í samfélaginu verði rétt við, með afnámi skerðina og hækkun frítekjumarks. „Það var bara vel tekið í okkar kröfur. Við áttum gott samtal þarna inni. Við ræddum líka um lögfestingu Notendastýrðrar persónulegrar þjónustu (NPA). Að það væri brýnt verkefni,“ sagði Þuríður Harpa. Það yrði góð jólagjöf ef Alþingi samþykkti frumvarp um NPA fyrir áramót. Um þetta var gerð sátt á Alþingi fyrir kosningar en Öryrkjar leggja einnig áherslu á fullgildingu viðauka Sameinuþjóðanna um réttindi fatlaðra. Þuríður sagðist ekki hafa ástæðu til að ætla annað en samstarf við væntanlega ríkisstjórn gæti orðið gott. „Mér sýnist að í dag sé fólk orðið tilbúið í samtal og eiga að samstarf og mér fannst það vera í deiglunni,“ segir Þuríður.Flokksráð VG boðað með tveggja daga fyrirvara Þegar formenn flokkanna þriggja hafa náð samkomulagi um stjórnarsáttmála þarf að kynna hann og samþiggja í stofnunum flokkanna. Fulltrúaráð Sjálfstæðismanna og miðstjórn Framsóknarflokksins geta komið saman með sólarhrings fyrirvara en boða þarf flokksráð Vinstri grænna saman með tveggja sólarhringa fyrirvara. Flokksráð Vinstri grænna hefur enn ekki verið boðað saman og því ólíktlegt að það fundi fyrir helgi. „Ég held að það verði ekki á fimmtudag, föstudag. Ég held að það verði eitthvað lengra í það. Við verður bara að sjá til. Það hefur verið ágætis gangur í þessu. Þetta eru þrír ólíkir flokkar. Við erum að nálgast í mjög stórum málum en það tekur tíma,“ segir Katrín. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir stöðuna skýrast á allra næstu dögum. En flokkarnir þurfa að afgreiða mörg ágreiningsmál eins og framkvæmd til dæmis rammaáætlunar, sem Bjarni segir mikilvægt að lögfest hafi verið á sínum tíma í sátt. „Mér finnst að okkur beri skylda til að reyna að varðveita þá sátt og þá grundvallarhugsun sem var lagt upp með þar. Að reyna að finna jafnvægi á milli verndar og nýtingar og gera þetta á faglegum forsendum. Stundum tekur það lengri tíma en maður hefði viljað. Þá getur verið að maður þurfi að setja inn í málið slatta af þolinmæði,“ segir Bjarni. Katrín segir VG leggja áherslu á þessi mál sem og loftlags- og jafnréttismál. „Ég er auðvitað að vinna í því að það verði viðhlítandi niðurstaða fyrir mína hreyfingu og þau málefni sem hún stendur fyrir. Ekki bara í þessum málum heldur öðrum.“ Þá segir Katrín ekki búið að semja um fjölda ráðuneyta og hvers flokks.Þannig að þið farið kannski í ráðherrakapalinn um helgina? „Ráðherrakapallinn verður síðastur,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Ólíklegt er að ný ríkisstjórn taki við völdum fyrr en í næstu viku. Flokkarnir þrír eiga enn eftir að ná samkomulagi um nokkur stórmál, þeirra á meðal afstöðuna til framkvæmdar rammaáætlunar um vernd og nýtingu landsvæða. Boða verður stofnanir flokkanna saman til fundar með allt að tveggja sólahringa fyrirvara áður en til stjórnarmyndunar kemur. Formenn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafa undanfarna daga rætt við fulltrúa ýmissa hópa eins og Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambandsins. Í dag hittu þau að máli fulltrúa öryrkja og eldri borgara. Formennirnir eru öll sammála um að gangurinn í viðræðunum sé góður. „Við vorum núna að hitta fulltrúa Landsambands eldri borgara og Öryrkjabandalagsins til að fara aðeins yfir málefni þessara hópa og það samtal sem við vildum þá eiga við þessi heildarsamtök á komandi kjörtímabili ef okkur tekst að ná saman um málefnasamning. Þannig að við erum að leggja svolítið í það að sjá þetta svolítið fyrir. Hvernig við getum átt samtal og samráð um málefni þessarra stóru hópa í samfélaginu. Aðila vinnumarkaðrins, þessarra hópa og fleiri,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalagsins var ánægð með fundinn með formönnunum. Þar hafi bandalagið lagt áherslu á að staða öryrkja og langveikra í samfélaginu verði rétt við, með afnámi skerðina og hækkun frítekjumarks. „Það var bara vel tekið í okkar kröfur. Við áttum gott samtal þarna inni. Við ræddum líka um lögfestingu Notendastýrðrar persónulegrar þjónustu (NPA). Að það væri brýnt verkefni,“ sagði Þuríður Harpa. Það yrði góð jólagjöf ef Alþingi samþykkti frumvarp um NPA fyrir áramót. Um þetta var gerð sátt á Alþingi fyrir kosningar en Öryrkjar leggja einnig áherslu á fullgildingu viðauka Sameinuþjóðanna um réttindi fatlaðra. Þuríður sagðist ekki hafa ástæðu til að ætla annað en samstarf við væntanlega ríkisstjórn gæti orðið gott. „Mér sýnist að í dag sé fólk orðið tilbúið í samtal og eiga að samstarf og mér fannst það vera í deiglunni,“ segir Þuríður.Flokksráð VG boðað með tveggja daga fyrirvara Þegar formenn flokkanna þriggja hafa náð samkomulagi um stjórnarsáttmála þarf að kynna hann og samþiggja í stofnunum flokkanna. Fulltrúaráð Sjálfstæðismanna og miðstjórn Framsóknarflokksins geta komið saman með sólarhrings fyrirvara en boða þarf flokksráð Vinstri grænna saman með tveggja sólarhringa fyrirvara. Flokksráð Vinstri grænna hefur enn ekki verið boðað saman og því ólíktlegt að það fundi fyrir helgi. „Ég held að það verði ekki á fimmtudag, föstudag. Ég held að það verði eitthvað lengra í það. Við verður bara að sjá til. Það hefur verið ágætis gangur í þessu. Þetta eru þrír ólíkir flokkar. Við erum að nálgast í mjög stórum málum en það tekur tíma,“ segir Katrín. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir stöðuna skýrast á allra næstu dögum. En flokkarnir þurfa að afgreiða mörg ágreiningsmál eins og framkvæmd til dæmis rammaáætlunar, sem Bjarni segir mikilvægt að lögfest hafi verið á sínum tíma í sátt. „Mér finnst að okkur beri skylda til að reyna að varðveita þá sátt og þá grundvallarhugsun sem var lagt upp með þar. Að reyna að finna jafnvægi á milli verndar og nýtingar og gera þetta á faglegum forsendum. Stundum tekur það lengri tíma en maður hefði viljað. Þá getur verið að maður þurfi að setja inn í málið slatta af þolinmæði,“ segir Bjarni. Katrín segir VG leggja áherslu á þessi mál sem og loftlags- og jafnréttismál. „Ég er auðvitað að vinna í því að það verði viðhlítandi niðurstaða fyrir mína hreyfingu og þau málefni sem hún stendur fyrir. Ekki bara í þessum málum heldur öðrum.“ Þá segir Katrín ekki búið að semja um fjölda ráðuneyta og hvers flokks.Þannig að þið farið kannski í ráðherrakapalinn um helgina? „Ráðherrakapallinn verður síðastur,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira