Björgunarsveitir koma fólki til bjargar á Holtavörðuheiði Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. nóvember 2017 07:14 Frá kafaldsbyl á Holtavörðuheiði. STEINGRÍMUR ÞÓRÐARSON Björgunarsveitir af Norðurlandi og af Vesturlandi eru nú að aðstoða fólk í þónokkkrum föstum bílum á Holtavörðuheiði, í slæmu veðri og þar er allt kolófært. Norðansveitirnar voru kallaðar út upp úr miðnætti og hinar sveitirnar undir morgun. Fréttastofu er ekki kunnugt um slys í þessum tilvikum og ekki er nánar vitað um líðan fólksins í bílunum. Fólk sem ætlar að vera á faraldsfæti í dag er beðið að athuga veðurspá og færð á vegum áður en það heldur af stað.Á vef Vegagerðinnar segir:Hálka er á Höfuðborgarsvæðinu og hálka og skafrenningur á Sandskeiði, Hellisheiði og Lyngdalsheiði og þæfingsfærð á Mosfellsheiði. Hálka er mjög víða á Suðurlandi. Á Vesturlandi er hálka eða snjóþekja á vegum og ófært á Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og Fróðárheiði. Mjög hvasst er á sunnanverðu Snæfellsnesi. Það er snjóþekja eða hálka á sunnanverðum Vestfjörðum og skafrenningur á fjallvegum. Ófært er á Klettshálsi og Hjallahálsi. Einnig er ófært á Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum og slæmt veður. Þungfært er í Ísafjarðardjúpi á Drangsnesvegi og á Innstrandavegi. Á Norðurlandi vestra er snjóþekja eða hálka á vegum og lokað yfir Þverárfjall. Þæfingsfærð er í Skagafirði og á Siglufjarðarvegi að Ketilási. Verið er að kanna ástand á Siglufjarðarvegi og Ólafsfjarðarvegi m.t.t. snjóflóðahættu. Norðaustanlands er hálka eða snjóþekja og töluverð snjókoma á Melrakkssléttu og Langanesi. Þungfært er í Hófaskarði. Hálka eða snjóþekja er á vegum á Austurlandi og hálka eða hálkublettir með Suðausturströndinni frá Höfn og áfram suður. 500 tonn af snjóÞá er Siglufjarðarvegur enn ófær eftir að stórt snjóflóð féll á hann udir kvöld í gær, skammt vestan við Strákagöng. Í gærkvöldi féll svo stórt flóð á veginn um Ólafsfjarðarmúla og lokaði honum og Súðavíkurhlíð var svo lokað á miðnætti vegna snjóflóðahættu og féll þar flóð í nótt. Flóðin á Siglufjarðarvegi og í Ólafsfjarðarmúla mælast 2,5 stig, sem þýðir að 100 til 500 tonn af snjó hafi fallið fram. Slík flóð geta hæglega kaffært heilu bílana og valdið tjóni á mannvirkjum en engin mun hafa verið á ferð á þessum slóðum þegar flóðin féllu. Aðstæður til að opna vegina á ný verða kannaðar í birtingu. Veðurstofan segir að töluverð snjóflóðahætta sé á utanverðum Tröllaskaga, norðanverðum Vestfjörðum og nokkur hætta á Austfjörðum, en áfram er spáð snjókomu og skafrenningi á þessum slóðum næstu daga.Gul viðvörun er í gildi fyrir allt landið.VeðurstofanAllt landið gult Veðurstofan spáir hvassviðri eðs stormi um allt land í dag og víða snjókomu og skafrenningi. Gul viðvörun er í gildi fyrir allt landið og segir Veðurstofan útlit sé fyrir slæmt ferðaveður, annað hvort í stífum vindi með ofankomu eða vegna varasamra vindstrengja. Fólk er því hvatt til að kynna sér aðstæður vel áður en lagt er í ferðir um þjóðvegina. Á þetta við bæði um fjallvegi og á láglendi. Þegar líður á daginn má búast við að vindhviður geti farið upp í allt á 40 metra á sekúndu suðaustanlands, einkum í Öræfum. Spáin er áfram slæm næstu daga þannig að búast má við að færð spillist víða. Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Innlent Ummæli Trumps lofi ekki góðu Innlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Traustið við frostmark Innlent Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála Innlent Fleiri fréttir Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Ummæli Trumps lofi ekki góðu Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Leita til Íslands að nýjum stjóra eftir skrautlega uppsögn Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Sjá meira
Björgunarsveitir af Norðurlandi og af Vesturlandi eru nú að aðstoða fólk í þónokkkrum föstum bílum á Holtavörðuheiði, í slæmu veðri og þar er allt kolófært. Norðansveitirnar voru kallaðar út upp úr miðnætti og hinar sveitirnar undir morgun. Fréttastofu er ekki kunnugt um slys í þessum tilvikum og ekki er nánar vitað um líðan fólksins í bílunum. Fólk sem ætlar að vera á faraldsfæti í dag er beðið að athuga veðurspá og færð á vegum áður en það heldur af stað.Á vef Vegagerðinnar segir:Hálka er á Höfuðborgarsvæðinu og hálka og skafrenningur á Sandskeiði, Hellisheiði og Lyngdalsheiði og þæfingsfærð á Mosfellsheiði. Hálka er mjög víða á Suðurlandi. Á Vesturlandi er hálka eða snjóþekja á vegum og ófært á Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og Fróðárheiði. Mjög hvasst er á sunnanverðu Snæfellsnesi. Það er snjóþekja eða hálka á sunnanverðum Vestfjörðum og skafrenningur á fjallvegum. Ófært er á Klettshálsi og Hjallahálsi. Einnig er ófært á Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum og slæmt veður. Þungfært er í Ísafjarðardjúpi á Drangsnesvegi og á Innstrandavegi. Á Norðurlandi vestra er snjóþekja eða hálka á vegum og lokað yfir Þverárfjall. Þæfingsfærð er í Skagafirði og á Siglufjarðarvegi að Ketilási. Verið er að kanna ástand á Siglufjarðarvegi og Ólafsfjarðarvegi m.t.t. snjóflóðahættu. Norðaustanlands er hálka eða snjóþekja og töluverð snjókoma á Melrakkssléttu og Langanesi. Þungfært er í Hófaskarði. Hálka eða snjóþekja er á vegum á Austurlandi og hálka eða hálkublettir með Suðausturströndinni frá Höfn og áfram suður. 500 tonn af snjóÞá er Siglufjarðarvegur enn ófær eftir að stórt snjóflóð féll á hann udir kvöld í gær, skammt vestan við Strákagöng. Í gærkvöldi féll svo stórt flóð á veginn um Ólafsfjarðarmúla og lokaði honum og Súðavíkurhlíð var svo lokað á miðnætti vegna snjóflóðahættu og féll þar flóð í nótt. Flóðin á Siglufjarðarvegi og í Ólafsfjarðarmúla mælast 2,5 stig, sem þýðir að 100 til 500 tonn af snjó hafi fallið fram. Slík flóð geta hæglega kaffært heilu bílana og valdið tjóni á mannvirkjum en engin mun hafa verið á ferð á þessum slóðum þegar flóðin féllu. Aðstæður til að opna vegina á ný verða kannaðar í birtingu. Veðurstofan segir að töluverð snjóflóðahætta sé á utanverðum Tröllaskaga, norðanverðum Vestfjörðum og nokkur hætta á Austfjörðum, en áfram er spáð snjókomu og skafrenningi á þessum slóðum næstu daga.Gul viðvörun er í gildi fyrir allt landið.VeðurstofanAllt landið gult Veðurstofan spáir hvassviðri eðs stormi um allt land í dag og víða snjókomu og skafrenningi. Gul viðvörun er í gildi fyrir allt landið og segir Veðurstofan útlit sé fyrir slæmt ferðaveður, annað hvort í stífum vindi með ofankomu eða vegna varasamra vindstrengja. Fólk er því hvatt til að kynna sér aðstæður vel áður en lagt er í ferðir um þjóðvegina. Á þetta við bæði um fjallvegi og á láglendi. Þegar líður á daginn má búast við að vindhviður geti farið upp í allt á 40 metra á sekúndu suðaustanlands, einkum í Öræfum. Spáin er áfram slæm næstu daga þannig að búast má við að færð spillist víða.
Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Innlent Ummæli Trumps lofi ekki góðu Innlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Traustið við frostmark Innlent Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála Innlent Fleiri fréttir Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Ummæli Trumps lofi ekki góðu Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Leita til Íslands að nýjum stjóra eftir skrautlega uppsögn Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Sjá meira