Boða þyngri refsistefnu við sölu og innflutningi Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 30. nóvember 2017 06:00 Málefnasamningur nýrrar ríkisstjórnar var samþykktur í gær. Vísir/Ernir Tekjuafgangur verður 10 milljörðum lægri en stefnt var að í fjárlagafrumvarpinu sem lagt var fram í október síðastliðnum, samkvæmt málefnasamningi verðandi ríkisstjórnar. Þessir tíu milljarðar verða að langstærstum hluta nýttir til heilbrigðismála. Meðal þess sem fram kemur í málefnasamningnum sem Vinstri græn, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur samþykktu í gær eru áform um afnám verðtryggingar í áföngum, móttaka fleiri flóttamanna, áhersla á uppbyggingu í samgöngumálum, bæði á suðvesturhorninu og landsbyggðinni. Sporna á gegn launamun kynjanna með nýjum skilyrðum í ársreikningagerð fyrirtækja og kanna kosti þess að beita aðgangsstýringu í ferðaþjónustu. Þá verður ekki af hækkun virðisaukaskatts á greinina sem síðasta ríkisstjórn stefndi á. Hinsegin málefni eru í fyrsta sinn nefnd í stjórnarsáttmála með áherslu á kynrænt sjálfræði. Ný ríkisstjórn hyggst herða refsingar fyrir sölu og innflutning fíkniefna en draga úr refsingum fyrir vörslu neysluskammta. Löggæsla verður efld, réttarstaða þolenda kynferðisofbeldis bætt og aðstoð til þeirra betur tryggð.Loftslagsmálin eru fyrirferðarmikil í málefnasamningnum. Þótt Parísarsamkomulagði verði leiðarljós er markmiðið að ganga enn lengra og ná kolefnishlutleysi árið 2040. Meðal aðgerða til að stuðla að þessum markmiðum er að tvöfalda kolefnisgjaldið strax og hækka það svo áfram í samræmi við áætlun í loftslagsmálum. Ný ríkisstjórn stefnir einnig að því að ná meðaltali OECD í fjármögnun háskóla á árinu 2020. Meðal breytinga á námslánakerfinu verða nýmæli sem stuðla eiga að því að fólk setjist að á landsbyggðinni. Ríkisfjármálin eru fyrirferðarmikil í sáttmálanum, bæði vegna komandi kjaraviðræðna en einnig vegna áherslu flokkanna á tekjur ríkisins af ríkiseignum og endurskipulagningu fjármálakerfisins. Aðild að ESB er ekki á dagskrá nýrrar stjórnar og ekki er minnst á aðild að Atlantshafsbandalaginu en Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur hafa ætíð verið á öndverðum meiði í afstöðu sinni til þess. Í samningnum er hins vegar vísað til þjóðaröryggisstefnunnar sem Alþingi hefur samþykkt og þar kemur fram að aðildin að NATO sé hornsteinn varna landsins. Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Tekjuafgangur verður 10 milljörðum lægri en stefnt var að í fjárlagafrumvarpinu sem lagt var fram í október síðastliðnum, samkvæmt málefnasamningi verðandi ríkisstjórnar. Þessir tíu milljarðar verða að langstærstum hluta nýttir til heilbrigðismála. Meðal þess sem fram kemur í málefnasamningnum sem Vinstri græn, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur samþykktu í gær eru áform um afnám verðtryggingar í áföngum, móttaka fleiri flóttamanna, áhersla á uppbyggingu í samgöngumálum, bæði á suðvesturhorninu og landsbyggðinni. Sporna á gegn launamun kynjanna með nýjum skilyrðum í ársreikningagerð fyrirtækja og kanna kosti þess að beita aðgangsstýringu í ferðaþjónustu. Þá verður ekki af hækkun virðisaukaskatts á greinina sem síðasta ríkisstjórn stefndi á. Hinsegin málefni eru í fyrsta sinn nefnd í stjórnarsáttmála með áherslu á kynrænt sjálfræði. Ný ríkisstjórn hyggst herða refsingar fyrir sölu og innflutning fíkniefna en draga úr refsingum fyrir vörslu neysluskammta. Löggæsla verður efld, réttarstaða þolenda kynferðisofbeldis bætt og aðstoð til þeirra betur tryggð.Loftslagsmálin eru fyrirferðarmikil í málefnasamningnum. Þótt Parísarsamkomulagði verði leiðarljós er markmiðið að ganga enn lengra og ná kolefnishlutleysi árið 2040. Meðal aðgerða til að stuðla að þessum markmiðum er að tvöfalda kolefnisgjaldið strax og hækka það svo áfram í samræmi við áætlun í loftslagsmálum. Ný ríkisstjórn stefnir einnig að því að ná meðaltali OECD í fjármögnun háskóla á árinu 2020. Meðal breytinga á námslánakerfinu verða nýmæli sem stuðla eiga að því að fólk setjist að á landsbyggðinni. Ríkisfjármálin eru fyrirferðarmikil í sáttmálanum, bæði vegna komandi kjaraviðræðna en einnig vegna áherslu flokkanna á tekjur ríkisins af ríkiseignum og endurskipulagningu fjármálakerfisins. Aðild að ESB er ekki á dagskrá nýrrar stjórnar og ekki er minnst á aðild að Atlantshafsbandalaginu en Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur hafa ætíð verið á öndverðum meiði í afstöðu sinni til þess. Í samningnum er hins vegar vísað til þjóðaröryggisstefnunnar sem Alþingi hefur samþykkt og þar kemur fram að aðildin að NATO sé hornsteinn varna landsins.
Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira