Forystuhrúturinn Nikulás vill engan forleik við skyldustörfin Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. nóvember 2017 07:00 Nikulás þykir einkar virðulegur. Hann er vakandi fyrir flestu sem fram fer í kringum hann. Fréttablaðið/Anton Brink Það færist sífellt í vöxt að sauðfjárbændur fái sér forystufé til að hafa í hjörðinni en forystufé hefur verið til á Íslandi frá upphafi byggðar. Það er í eðli forystufjár að fara á undan í fjárhópi og féð er mjög glöggt á veður og veðrabrigði enda vill það helst ekki fara út úr húsi ef von er á vondu veðri. Það þykir mikilvægt að varðveita íslenskt forystufé enda er það einstakur stofn í heiminum. Til að koma til móts við bændur eru Sauðfjársæðingastöðvarnar á Suðurlandi og Vesturlandi með tvo forystuhrúta á stöðvunum til liðsinnis við varðveislu forystufjár. Annar þeirra er nýr á stöð en það er Nikulás sem er svartarnhöfðóttur, sokkóttur og hyrndur. Hann er frá Brakanda í Hörgárdal en þar má finna eina stærstu hjörð af hreinræktuðu forystufé á landinu í dag. „Nikulás er hávaxinn og virðulegur og ber höfuðið hátt og hefur vakandi auga á öllu sem fram fer í kringum hann,“ segir meðal annars í nýrri Hrútaskrá sem var að koma út.Guðmundur Jóhannsson hefur verið ritstjóri Hrútaskrárinnar í 20 ár. Fréttablaðið/Magnús HlynurÞá kemur fram að hrúturinn hefur sýnt ótvíræða forystueiginleika á heimabúi og er þægur og rólegur í umgengni en þó varkár og ekki mikið fyrir klapp og kjass, nema rétt sé að honum farið og hann þekki sinn „húsbónda“. Hinn forystuhrúturinn sem bændum gefst líka kostur á að nota heitir Gils og er á Sauðfjársæðingastöð Vesturlands skammt frá Borgarnesi. Gils hefur verið notaður áður en hann er frá bænum Gróustöðum í Gilsfirði. Hrútaskráin, sem er víðlesin af sauðfjárbændum á þessum tíma árs, fagnar 20 ára afmæli í ár. Ritstjóri hennar frá upphafi hefur verið Guðmundur Jóhannsson, ráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. Í nýju skránni eru 45 hrútar víða af landinu sem bændur geta pantað sæði úr. „Já, þetta er langvinsælasta blaðið fyrir hver jól hjá bændum, enda geta þeir séð ljósmyndir og lýsingar á öllum hrútunum. Það er síðan þeirra að velja sæðið úr hrútunum og láta sæða ærnar sínar. Við gerum ráð fyrir að það verði teknir um þrjátíu þúsund sæðisskammtar úr hrútunum á tímabilinu 1. desember til 21. desember,“ segir Guðmundur aðspurður um vinsældir Hrútaskrárinnar. Sæðingar hefjast hjá sauðfjársæðingastöðvunum á Suðurlandi og Vesturlandi föstudaginn 1. desember. Sæðisskammturinn kostar þúsund krónur en eftir því sem fleiri skammtar eru keyptir lækkar verðið smátt og smátt. Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Sjá meira
Það færist sífellt í vöxt að sauðfjárbændur fái sér forystufé til að hafa í hjörðinni en forystufé hefur verið til á Íslandi frá upphafi byggðar. Það er í eðli forystufjár að fara á undan í fjárhópi og féð er mjög glöggt á veður og veðrabrigði enda vill það helst ekki fara út úr húsi ef von er á vondu veðri. Það þykir mikilvægt að varðveita íslenskt forystufé enda er það einstakur stofn í heiminum. Til að koma til móts við bændur eru Sauðfjársæðingastöðvarnar á Suðurlandi og Vesturlandi með tvo forystuhrúta á stöðvunum til liðsinnis við varðveislu forystufjár. Annar þeirra er nýr á stöð en það er Nikulás sem er svartarnhöfðóttur, sokkóttur og hyrndur. Hann er frá Brakanda í Hörgárdal en þar má finna eina stærstu hjörð af hreinræktuðu forystufé á landinu í dag. „Nikulás er hávaxinn og virðulegur og ber höfuðið hátt og hefur vakandi auga á öllu sem fram fer í kringum hann,“ segir meðal annars í nýrri Hrútaskrá sem var að koma út.Guðmundur Jóhannsson hefur verið ritstjóri Hrútaskrárinnar í 20 ár. Fréttablaðið/Magnús HlynurÞá kemur fram að hrúturinn hefur sýnt ótvíræða forystueiginleika á heimabúi og er þægur og rólegur í umgengni en þó varkár og ekki mikið fyrir klapp og kjass, nema rétt sé að honum farið og hann þekki sinn „húsbónda“. Hinn forystuhrúturinn sem bændum gefst líka kostur á að nota heitir Gils og er á Sauðfjársæðingastöð Vesturlands skammt frá Borgarnesi. Gils hefur verið notaður áður en hann er frá bænum Gróustöðum í Gilsfirði. Hrútaskráin, sem er víðlesin af sauðfjárbændum á þessum tíma árs, fagnar 20 ára afmæli í ár. Ritstjóri hennar frá upphafi hefur verið Guðmundur Jóhannsson, ráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. Í nýju skránni eru 45 hrútar víða af landinu sem bændur geta pantað sæði úr. „Já, þetta er langvinsælasta blaðið fyrir hver jól hjá bændum, enda geta þeir séð ljósmyndir og lýsingar á öllum hrútunum. Það er síðan þeirra að velja sæðið úr hrútunum og láta sæða ærnar sínar. Við gerum ráð fyrir að það verði teknir um þrjátíu þúsund sæðisskammtar úr hrútunum á tímabilinu 1. desember til 21. desember,“ segir Guðmundur aðspurður um vinsældir Hrútaskrárinnar. Sæðingar hefjast hjá sauðfjársæðingastöðvunum á Suðurlandi og Vesturlandi föstudaginn 1. desember. Sæðisskammturinn kostar þúsund krónur en eftir því sem fleiri skammtar eru keyptir lækkar verðið smátt og smátt.
Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Sjá meira