Ríkisstjórnin með 78 prósenta stuðning Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. desember 2017 02:00 Þó svo að Katrín Jakobsdóttir sé undrandi og glöð segir hún mikilvægt að ríkisstjórnin standi undir þeim væntingum sem til hennar eru gerðar. vísir/stefán Næstum átta af hverjum tíu sem afstöðu taka í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis, eða 78 prósent, segjast styðja ríkisstjórnina. En 22 prósent segjast ekki styðja hana. Ekki virðist vera munur á afstöðu til ríkisstjórnarinnar eftir kyni. Hins vegar er nokkur munur þegar horft er til aldurs. Þannig segjast 85 prósent kjósenda í aldurshópnum 50 ára og eldri styðja ríkisstjórnina en 15 prósent styðja hana ekki. Aftur á móti segjast einungis 73 prósent í aldurshópnum 18-49 ára styðja hana á meðan 27 prósent segjast ekki styðja hana. Gallup birtir á vef sínum ítarlegar upplýsingar um stuðning við ríkisstjórnir síðustu tvo áratugina. Samkvæmt þeim upplýsingum mælist engin ríkisstjórn með viðlíka stuðning á þessari öld, ef undanskilin er ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar sem mældist 83 prósent mánuði eftir alþingiskosningarnar 2007.Úr niðurstöðum könnunar Fréttablaðsins„Ég er auðvitað bæði undrandi og glöð með þennan stuðning og þakklát fyrir þann meðbyr sem við fáum í upphafi,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna. Katrín segir að niðurstaða könnunarinnar breyti því ekki að hún sé fyrst og fremst að hugsa um verkefnin fram undan. „Þótt gott sé að fá meðbyr í upphafi þá kallar þetta á enn ríkari kröfur um að standa undir þeim væntingum sem fólk hefur,“ segir Katrín. Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærsti flokkur landsins í skoðanakönnuninni með rúmlega 26 prósenta fylgi. Vinstri græn eru næststærsti flokkurinn með 23,5 prósent og Samfylkingin er svo þriðji stærsti flokkurinn með rúmlega 13 prósent. Framsóknarflokkurinn fengi síðan rúmlega 11 prósenta fylgi, Píratar tæplega átta prósent og Miðflokkurinn rúmlega sjö prósent. Þá er Viðreisn með tæplega fimm prósenta fylgi og Flokkur fólksins með slétt fjögur prósent.Fjöldi þngsæta eftir flokkum og skipting þeirra.Yrðu þetta niðurstöður kosninga myndi Sjálfstæðisflokkurinn fá 19 þingmenn kjörna, Vinstri græn myndu fá 17 og Framsóknarflokkurinn átta. Samfylkingin myndi verða stærsti stjórnarandstöðuþingflokkurinn með níu þingmenn. Píratar og Miðflokkurinn myndu hafa fimm menn hvor þingflokkur. Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunarinnar myndi þingflokkum fækka úr átta í sex ef kosið væri í dag því hvorki Viðreisn né Flokkur fólksins myndu fá kjörna þingmenn. Þetta eru fyrstu niðurstöður skoðanakönnunar sem birtar eru á fylgi flokka eftir að skrifað var undir stjórnarsáttmála ríkisstjórnar VG, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Hann var undirritaður á fimmtudag í síðustu viku og á föstudaginn tóku nýir ráðherrar við lyklavöldum í ráðuneytum sínum. Fyrsti fundur Alþingis eftir kosningar verður fimmtudaginn 14. desember, það er í næstu viku. Þann dag verður Alþingi sett að undangenginni guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Um kvöldið flytur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra stefnuræðu sína. Venju samkvæmt verður fjárlagafrumvarpið fyrsta málið sem lagt verður fyrir þingið. Þá verður jafnframt lagt fram frumvarp til fjáraukalaga þessa árs. Búist er við því að Alþingi fundi milli jóla og nýárs. Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur en VG eru á mikilli siglingu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Næstum átta af hverjum tíu sem afstöðu taka í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis, eða 78 prósent, segjast styðja ríkisstjórnina. En 22 prósent segjast ekki styðja hana. Ekki virðist vera munur á afstöðu til ríkisstjórnarinnar eftir kyni. Hins vegar er nokkur munur þegar horft er til aldurs. Þannig segjast 85 prósent kjósenda í aldurshópnum 50 ára og eldri styðja ríkisstjórnina en 15 prósent styðja hana ekki. Aftur á móti segjast einungis 73 prósent í aldurshópnum 18-49 ára styðja hana á meðan 27 prósent segjast ekki styðja hana. Gallup birtir á vef sínum ítarlegar upplýsingar um stuðning við ríkisstjórnir síðustu tvo áratugina. Samkvæmt þeim upplýsingum mælist engin ríkisstjórn með viðlíka stuðning á þessari öld, ef undanskilin er ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar sem mældist 83 prósent mánuði eftir alþingiskosningarnar 2007.Úr niðurstöðum könnunar Fréttablaðsins„Ég er auðvitað bæði undrandi og glöð með þennan stuðning og þakklát fyrir þann meðbyr sem við fáum í upphafi,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna. Katrín segir að niðurstaða könnunarinnar breyti því ekki að hún sé fyrst og fremst að hugsa um verkefnin fram undan. „Þótt gott sé að fá meðbyr í upphafi þá kallar þetta á enn ríkari kröfur um að standa undir þeim væntingum sem fólk hefur,“ segir Katrín. Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærsti flokkur landsins í skoðanakönnuninni með rúmlega 26 prósenta fylgi. Vinstri græn eru næststærsti flokkurinn með 23,5 prósent og Samfylkingin er svo þriðji stærsti flokkurinn með rúmlega 13 prósent. Framsóknarflokkurinn fengi síðan rúmlega 11 prósenta fylgi, Píratar tæplega átta prósent og Miðflokkurinn rúmlega sjö prósent. Þá er Viðreisn með tæplega fimm prósenta fylgi og Flokkur fólksins með slétt fjögur prósent.Fjöldi þngsæta eftir flokkum og skipting þeirra.Yrðu þetta niðurstöður kosninga myndi Sjálfstæðisflokkurinn fá 19 þingmenn kjörna, Vinstri græn myndu fá 17 og Framsóknarflokkurinn átta. Samfylkingin myndi verða stærsti stjórnarandstöðuþingflokkurinn með níu þingmenn. Píratar og Miðflokkurinn myndu hafa fimm menn hvor þingflokkur. Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunarinnar myndi þingflokkum fækka úr átta í sex ef kosið væri í dag því hvorki Viðreisn né Flokkur fólksins myndu fá kjörna þingmenn. Þetta eru fyrstu niðurstöður skoðanakönnunar sem birtar eru á fylgi flokka eftir að skrifað var undir stjórnarsáttmála ríkisstjórnar VG, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Hann var undirritaður á fimmtudag í síðustu viku og á föstudaginn tóku nýir ráðherrar við lyklavöldum í ráðuneytum sínum. Fyrsti fundur Alþingis eftir kosningar verður fimmtudaginn 14. desember, það er í næstu viku. Þann dag verður Alþingi sett að undangenginni guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Um kvöldið flytur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra stefnuræðu sína. Venju samkvæmt verður fjárlagafrumvarpið fyrsta málið sem lagt verður fyrir þingið. Þá verður jafnframt lagt fram frumvarp til fjáraukalaga þessa árs. Búist er við því að Alþingi fundi milli jóla og nýárs. Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur en VG eru á mikilli siglingu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira