Vatnsdæla – gjöf sem getur breytt heiminum Guðni Elísson skrifar 2. desember 2017 19:01 Á síðu Unicef, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, leynist þýðingarmesta jólagjöfin sem Íslendingar geta gefið börnunum sínum í ár. Innan um allar sönnu og góðu gjafirnar sem hægt er að kaupa á síðu samtakanna, s.s. hlý teppi, vatnshreinsitöflur, skóladót, moskítónet og bóluefni, leynist ein sem er mikilsvert að setja í víðara samhengi. Fyrir aðeins 51.850 kr. er hægt að færa litlu þorpi vatnsdælu og breyta þannig strax lífi íbúanna í nágrenninu. Eins og kemur fram á síðu Unicef tryggir vatnsdælan aðgang að hreinu vatni og bætir „verulega líf kvenna og barna á staðnum“, því það fellur gjarnan í þeirra hlut að sækja vatn fyrir heimilið, oft langar leiðir. Vatnsburðurinn kemur niður á skólagöngu barnanna og skerðir þann tíma sem þau hafa til heimanáms og leiks. Af þessum sökum breytir sú sem gefur vatnsdælu framtíðinni í þorpinu líka. Líf ótal fólks tekur aðra stefnu og heldur áfram að vaxa og dafna löngu eftir að hún er búin að gleyma gjöfinni góðu sem gefin var um árið. En sá sem gefur vatnsdælu getur með gjöfinni einnig haft bein áhrif á framtíð sinna eigin barna. Í bókinni Drawdown. The Most Comprehensive Plan Ever Proposed to Reverse Global Warming (Penguin 2016) tekur stór hópur sérfræðinga saman eitthundrað þýðingarmestu aðgerðirnar sem hægt er að fara í til þess að stemma stigu við hættulegum loftslagsbreytingum. Margt í niðurstöðunum kom á óvart, jafnvel í hópi þeirra sem hafa lengi verið inni í loftslagsumræðunni. Líklega eru fáir hlutir eins þýðingarmiklir í baráttunni við loftslagsbreytingar eins og menntun stúlkna í þróunarlöndunum og skipulagðar getnaðarvarnir. Af hundrað þýðingarmestu aðgerðunum sem við getum farið í skipa þessar tvær sjötta og sjöunda sæti. Sérfræðingateymið sem vann að gerð bókarinnar áætlar að um 120 gígatonn af koltvísýringi sparist ef farið er í raunverulegar aðgerðir sem lúta að því að efla menntun kvenna, en órofa tengsl eru á milli fjölskyldustærðar og menntunarstigs. Þetta sést best á því að munurinn á konu sem hefur lokið grunnskólanámi og konu sem hefur ekki notið nokkurrar skólagöngu mælist í kringum fjögur til fimm börn og fólksfjölgunin er mest á þeim svæðum þar sem menntunarskilyrði kvenna eru síst. Svo hlutirnir séu settir í samhengi, áætlar sami sérfræðingahópur að rafbílavæðing heimsins skili 4 gígatonnum í sparnað, eða 30 sinnum minni árangri og setur þá aðgerð í 49. sæti. Þeir einstaklingar sem gefa vatnsdælu hrinda af stað ferli sem endar ekki við jaðar litla þorpsins þar sem dælunni er komið fyrir og árangurinn af gjöfinni skilar sér ekki allur strax. Menntum konur í þróunarríkjum með því að tryggja fólkinu þeirra vatn og leggjum um leið eitthvað að mörkum til þess að tryggja velferð okkar eigin barna. 51.850 kr. er ekki mikill peningur í stóra samhenginu, en samt umtalsverð fjárhæð fyrir margan, eigi hann að reiða hana fram einn. En ef fyrirtæki og hópar taka sig saman getum við sem þjóð látið dælurnar ganga.Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Á síðu Unicef, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, leynist þýðingarmesta jólagjöfin sem Íslendingar geta gefið börnunum sínum í ár. Innan um allar sönnu og góðu gjafirnar sem hægt er að kaupa á síðu samtakanna, s.s. hlý teppi, vatnshreinsitöflur, skóladót, moskítónet og bóluefni, leynist ein sem er mikilsvert að setja í víðara samhengi. Fyrir aðeins 51.850 kr. er hægt að færa litlu þorpi vatnsdælu og breyta þannig strax lífi íbúanna í nágrenninu. Eins og kemur fram á síðu Unicef tryggir vatnsdælan aðgang að hreinu vatni og bætir „verulega líf kvenna og barna á staðnum“, því það fellur gjarnan í þeirra hlut að sækja vatn fyrir heimilið, oft langar leiðir. Vatnsburðurinn kemur niður á skólagöngu barnanna og skerðir þann tíma sem þau hafa til heimanáms og leiks. Af þessum sökum breytir sú sem gefur vatnsdælu framtíðinni í þorpinu líka. Líf ótal fólks tekur aðra stefnu og heldur áfram að vaxa og dafna löngu eftir að hún er búin að gleyma gjöfinni góðu sem gefin var um árið. En sá sem gefur vatnsdælu getur með gjöfinni einnig haft bein áhrif á framtíð sinna eigin barna. Í bókinni Drawdown. The Most Comprehensive Plan Ever Proposed to Reverse Global Warming (Penguin 2016) tekur stór hópur sérfræðinga saman eitthundrað þýðingarmestu aðgerðirnar sem hægt er að fara í til þess að stemma stigu við hættulegum loftslagsbreytingum. Margt í niðurstöðunum kom á óvart, jafnvel í hópi þeirra sem hafa lengi verið inni í loftslagsumræðunni. Líklega eru fáir hlutir eins þýðingarmiklir í baráttunni við loftslagsbreytingar eins og menntun stúlkna í þróunarlöndunum og skipulagðar getnaðarvarnir. Af hundrað þýðingarmestu aðgerðunum sem við getum farið í skipa þessar tvær sjötta og sjöunda sæti. Sérfræðingateymið sem vann að gerð bókarinnar áætlar að um 120 gígatonn af koltvísýringi sparist ef farið er í raunverulegar aðgerðir sem lúta að því að efla menntun kvenna, en órofa tengsl eru á milli fjölskyldustærðar og menntunarstigs. Þetta sést best á því að munurinn á konu sem hefur lokið grunnskólanámi og konu sem hefur ekki notið nokkurrar skólagöngu mælist í kringum fjögur til fimm börn og fólksfjölgunin er mest á þeim svæðum þar sem menntunarskilyrði kvenna eru síst. Svo hlutirnir séu settir í samhengi, áætlar sami sérfræðingahópur að rafbílavæðing heimsins skili 4 gígatonnum í sparnað, eða 30 sinnum minni árangri og setur þá aðgerð í 49. sæti. Þeir einstaklingar sem gefa vatnsdælu hrinda af stað ferli sem endar ekki við jaðar litla þorpsins þar sem dælunni er komið fyrir og árangurinn af gjöfinni skilar sér ekki allur strax. Menntum konur í þróunarríkjum með því að tryggja fólkinu þeirra vatn og leggjum um leið eitthvað að mörkum til þess að tryggja velferð okkar eigin barna. 51.850 kr. er ekki mikill peningur í stóra samhenginu, en samt umtalsverð fjárhæð fyrir margan, eigi hann að reiða hana fram einn. En ef fyrirtæki og hópar taka sig saman getum við sem þjóð látið dælurnar ganga.Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun