Íbúar vilja bætur vegna hótels við Snorrabraut Garðar Örn Úlfarsson skrifar 2. desember 2017 07:00 Nýbyggingin umlykur gömlu mjólkurstöðina á Snorrabraut 54 á tvo vegu. Minjastofnun segir aðlögun forms og hæðar nýju byggingarinnar að eldri byggingum og götumyndum vera útfærða á sannfærandi hátt. Mynd/+Arkitektar Ný bygging á allt að fjórum hæðum mun umlykja gömlu mjólkurstöðina á Snorrabraut 54 nái óskir nýs eiganda sem birtast í deiliskipulagstillögu fram að ganga. Það er félagið Snorrabragur ehf. sem átt hefur Snorrabraut 54 frá því í september síðastliðnum. Eigandi næstu fimmtán árin þar á undan var Söngskólinn í Reykjavík. „Við erum of fátæk til að eiga svona dýra eign,“ útskýrði Garðar Cortes, skólastjóri Söngskólans, í viðtali við Fréttablaðið í júlí. Skólinn hafi verið skuldum vafinn. „Það eru alls konar hugmyndir uppi á borði,“ sagði Hilmar Kristinsson í júlí en félagið sem keypti er í eigu hans og eiginkonu hans, Rannveigar Einarsdóttur. Þau reka Hótel Sandholt á Laugavegi. Samkvæmt tillögunni sem nú er til meðferðar verður leyft að rífa einnar hæðar bakhús á lóðinni og byggja 4.450 fermetra byggingu á tveimur til fjórum hæðum. Það verði skilgreint fyrir hótel eða íbúðir baka til og verslun og þjónustu við Snorrabrautina. Leyft byggingarmagn á lóðinni í heild mun meira en fjórfaldast.Gera á upp glugga gömlu mjólkurstöðvarinnar og færa til upprunalegs horfs. Nýbygging er handa álmtrésins sem er friðað.Mynd/+ArkitektarHæð byggingarinnar er sögð miðast við að ekki falli skuggi inn í hinn nýja sundlaugargarð Sundhallar Reykjavíkur eftir klukkan níu á jafndægrum að vori og hausti og eftir klukkan tíu frá 13. október til 13. febrúar. Bílakjallari er undir byggingunni sem hægt verður að tengja við gömlu mjólkurstöðina. „Þrátt fyrir verulega aukið byggingarmagn á lóðinni heldur gamla mjólkurstöðin reisn sinni og ásýnd í götumyndum Snorrabrautar og Bergþórugötu,“ segir í áliti Minjastofnunar sem gert er fyrir Pál Hjaltason hjá +Arkitektum sem vinna deiliskipulagstillöguna. „Minjastofnun fagnar hugmyndum um endurgerð ytra borðs mjólkurstöðvarinnar í anda upphaflegrar hönnunar í tengslum við uppbyggingu á reitnum,“ segir enn fremur í álitinu. Meðlimir húsfélagsins á Snorrabraut 56 segjast hins vegar hafa verið blekktir með teikningum sem þeim voru sendar frá borgaryfirvöldum. „Samkvæmt nýjum upplýsingum er húsið við Snorrabraut sem átti að vera þriggja hæða nú orðið fjögurra hæða og ris og bakhúsin sem áttu að vera tveggja hæða eru orðin þriggja hæða og ris,“ segir í bréfi húsfélagsins. Þá bendir húsfélagið á að aðkeyrsla að bílakjallara nýja hússins verði aðeins nokkra metra frá svefnherbergisgluggum sjö íbúða. „Þar má búast við bílaumferð meira og minna allan sólarhringinn sem truflar svefn íbúa og mengar andrúmsloft,“ segja nágrannarnir og krefjast þess að aðkoman verði færð. Ónæði verði af sprengingum í klöpp á framkvæmdatímanum. Allt sé þetta heilsuspillandi. „Líklegt er að íbúðirnar falli í verði og að erfitt verði að selja þær,“ segir húsfélagið. Farið verði fram á bætur ef ekki verði orðið við kröfum um breytingar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veður Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Innlent Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Innlent Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira
Ný bygging á allt að fjórum hæðum mun umlykja gömlu mjólkurstöðina á Snorrabraut 54 nái óskir nýs eiganda sem birtast í deiliskipulagstillögu fram að ganga. Það er félagið Snorrabragur ehf. sem átt hefur Snorrabraut 54 frá því í september síðastliðnum. Eigandi næstu fimmtán árin þar á undan var Söngskólinn í Reykjavík. „Við erum of fátæk til að eiga svona dýra eign,“ útskýrði Garðar Cortes, skólastjóri Söngskólans, í viðtali við Fréttablaðið í júlí. Skólinn hafi verið skuldum vafinn. „Það eru alls konar hugmyndir uppi á borði,“ sagði Hilmar Kristinsson í júlí en félagið sem keypti er í eigu hans og eiginkonu hans, Rannveigar Einarsdóttur. Þau reka Hótel Sandholt á Laugavegi. Samkvæmt tillögunni sem nú er til meðferðar verður leyft að rífa einnar hæðar bakhús á lóðinni og byggja 4.450 fermetra byggingu á tveimur til fjórum hæðum. Það verði skilgreint fyrir hótel eða íbúðir baka til og verslun og þjónustu við Snorrabrautina. Leyft byggingarmagn á lóðinni í heild mun meira en fjórfaldast.Gera á upp glugga gömlu mjólkurstöðvarinnar og færa til upprunalegs horfs. Nýbygging er handa álmtrésins sem er friðað.Mynd/+ArkitektarHæð byggingarinnar er sögð miðast við að ekki falli skuggi inn í hinn nýja sundlaugargarð Sundhallar Reykjavíkur eftir klukkan níu á jafndægrum að vori og hausti og eftir klukkan tíu frá 13. október til 13. febrúar. Bílakjallari er undir byggingunni sem hægt verður að tengja við gömlu mjólkurstöðina. „Þrátt fyrir verulega aukið byggingarmagn á lóðinni heldur gamla mjólkurstöðin reisn sinni og ásýnd í götumyndum Snorrabrautar og Bergþórugötu,“ segir í áliti Minjastofnunar sem gert er fyrir Pál Hjaltason hjá +Arkitektum sem vinna deiliskipulagstillöguna. „Minjastofnun fagnar hugmyndum um endurgerð ytra borðs mjólkurstöðvarinnar í anda upphaflegrar hönnunar í tengslum við uppbyggingu á reitnum,“ segir enn fremur í álitinu. Meðlimir húsfélagsins á Snorrabraut 56 segjast hins vegar hafa verið blekktir með teikningum sem þeim voru sendar frá borgaryfirvöldum. „Samkvæmt nýjum upplýsingum er húsið við Snorrabraut sem átti að vera þriggja hæða nú orðið fjögurra hæða og ris og bakhúsin sem áttu að vera tveggja hæða eru orðin þriggja hæða og ris,“ segir í bréfi húsfélagsins. Þá bendir húsfélagið á að aðkeyrsla að bílakjallara nýja hússins verði aðeins nokkra metra frá svefnherbergisgluggum sjö íbúða. „Þar má búast við bílaumferð meira og minna allan sólarhringinn sem truflar svefn íbúa og mengar andrúmsloft,“ segja nágrannarnir og krefjast þess að aðkoman verði færð. Ónæði verði af sprengingum í klöpp á framkvæmdatímanum. Allt sé þetta heilsuspillandi. „Líklegt er að íbúðirnar falli í verði og að erfitt verði að selja þær,“ segir húsfélagið. Farið verði fram á bætur ef ekki verði orðið við kröfum um breytingar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veður Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Innlent Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Innlent Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira