Norskur verktaki vill byggja risahótel á Húsavíkurhöfða Baldur Guðmundsson skrifar 27. desember 2017 06:00 Hótelið sem Fakta Bygg vill klára árið 2021 mun verða við Húsavíkurvita, skammt frá sjóböðunum eða nyrst í bænum. Ferðaþjónusta Norskt byggingafyrirtæki undirbýr byggingu 180 til 200 herbergja hótels á Húsavík. Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti fyrir jól að taka frá lóð fyrir hótelið á meðan fyrirtækið þróar hugmyndir sínar að uppbyggingu. Hótelið myndi tvöfalda fjölda gistirýma í bænum og væri því risastórt á mælikvarða sveitarfélagsins. Örlygur Hnefill Örlygsson, forseti sveitarstjórnar, segir að fyrirtækið Sjóböð ehf., sem vinnur að uppbyggingu sjóbaða við Húsavíkurvita, á næstu lóð við fyrirhugað hótel, hafi átt forgang að lóðinni um hríð en að sá frestur hafi runnið út. Tvö erindi hafi í kjölfarið borist sveitarstjórn vegna lóðarinnar; annað frá Sjóböðum um framlengingu á forgangi en hin frá Fakta Bygg, norska fyrirtækinu.Örlygur Hnefill Örlygsson, forseti sveitarstjórnar Norðurþings.Að sögn Örlygs var Sjóböðunum og Fakta Bygg boðið til fundar þar sem hugmyndir þeirra voru viðraðar og ræddar. Í ljós hafi komið að hugmyndir Norðmannanna hafi verið lengra á veg komnar og að vonir þeirra um að laga starfsemina að rekstri Sjóbaðanna hafi fallið vel í kramið hjá fulltrúum sveitarfélagsins. Húsvíkingurinn Kristján Eymundsson, sem býr í Noregi og er framkvæmdastjóri Fakta Bygg, segir að um tveggja til þriggja milljarða króna framkvæmd geti orðið að ræða, fáist fjárfestar að verkefninu. Hann tekur fram að verkið sé á byrjunarstigi. Fyrirtækið hafi sett sér áætlun um framgang verkefnisins til vorsins 2019 en að hönnunarvinna hefjist eftir áramótin. Kristján segir að fyrirtækið, sem hefur um 50 manns í vinnu og veltir um hálfum öðrum milljarði árlega, eigi eftir að gera markaðsgreiningar og finna heppilega rekstraraðila hótelsins. Aðspurður segir hann, að ef allt gangi eftir sé raunhæft að framkvæmdir hefjist 2019 og að hótelið verði tekið í notkun árið 2021. Framkvæmdastjórinn vill sjá breytingar í ferðamálum á Íslandi, sem stuðli að því að dreifa ferðamönnum betur um landið. „Það er stórt atriði fyrir Íslendinga yfirhöfuð. Þetta svæði þarna fyrir norðan hefur mikla möguleika á að taka við fleiri ferðamönnum.“ Hann segir að nýting þeirra hótelherbergja sem fyrir eru á svæðinu sé 80 til 90 prósent yfir háannatímann en fari niður í 16 til 17 prósent í desember og janúar. Á því þurfi að finna lausnir. Í því samhengi nefnir Kristján hugmyndir um að byggja hótelið upp þannig að það falli vel til ráðstefnuhalds. Það verði því bæði túrista- og ráðstefnuhótel. Markmiðið sé þá að laða til sín erlendar ráðstefnur til að bæta nýtinguna yfir dimmustu mánuðina. Hann bendir á að Fosshótel sé búið 110 herbergjum og saman geti Húsvíkingar því boðið upp á ríflega 300 hótelherbergi. Bærinn gæti því tekið á móti nokkuð stórum ráðstefnum. Þess má geta að auk þess eru nokkur smærri gistiheimili í bænum. „Við erum mjög bjartsýnir eins og er og við höfum fengið jákvæð viðbrögð,“ segir Kristján. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Sjá meira
Ferðaþjónusta Norskt byggingafyrirtæki undirbýr byggingu 180 til 200 herbergja hótels á Húsavík. Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti fyrir jól að taka frá lóð fyrir hótelið á meðan fyrirtækið þróar hugmyndir sínar að uppbyggingu. Hótelið myndi tvöfalda fjölda gistirýma í bænum og væri því risastórt á mælikvarða sveitarfélagsins. Örlygur Hnefill Örlygsson, forseti sveitarstjórnar, segir að fyrirtækið Sjóböð ehf., sem vinnur að uppbyggingu sjóbaða við Húsavíkurvita, á næstu lóð við fyrirhugað hótel, hafi átt forgang að lóðinni um hríð en að sá frestur hafi runnið út. Tvö erindi hafi í kjölfarið borist sveitarstjórn vegna lóðarinnar; annað frá Sjóböðum um framlengingu á forgangi en hin frá Fakta Bygg, norska fyrirtækinu.Örlygur Hnefill Örlygsson, forseti sveitarstjórnar Norðurþings.Að sögn Örlygs var Sjóböðunum og Fakta Bygg boðið til fundar þar sem hugmyndir þeirra voru viðraðar og ræddar. Í ljós hafi komið að hugmyndir Norðmannanna hafi verið lengra á veg komnar og að vonir þeirra um að laga starfsemina að rekstri Sjóbaðanna hafi fallið vel í kramið hjá fulltrúum sveitarfélagsins. Húsvíkingurinn Kristján Eymundsson, sem býr í Noregi og er framkvæmdastjóri Fakta Bygg, segir að um tveggja til þriggja milljarða króna framkvæmd geti orðið að ræða, fáist fjárfestar að verkefninu. Hann tekur fram að verkið sé á byrjunarstigi. Fyrirtækið hafi sett sér áætlun um framgang verkefnisins til vorsins 2019 en að hönnunarvinna hefjist eftir áramótin. Kristján segir að fyrirtækið, sem hefur um 50 manns í vinnu og veltir um hálfum öðrum milljarði árlega, eigi eftir að gera markaðsgreiningar og finna heppilega rekstraraðila hótelsins. Aðspurður segir hann, að ef allt gangi eftir sé raunhæft að framkvæmdir hefjist 2019 og að hótelið verði tekið í notkun árið 2021. Framkvæmdastjórinn vill sjá breytingar í ferðamálum á Íslandi, sem stuðli að því að dreifa ferðamönnum betur um landið. „Það er stórt atriði fyrir Íslendinga yfirhöfuð. Þetta svæði þarna fyrir norðan hefur mikla möguleika á að taka við fleiri ferðamönnum.“ Hann segir að nýting þeirra hótelherbergja sem fyrir eru á svæðinu sé 80 til 90 prósent yfir háannatímann en fari niður í 16 til 17 prósent í desember og janúar. Á því þurfi að finna lausnir. Í því samhengi nefnir Kristján hugmyndir um að byggja hótelið upp þannig að það falli vel til ráðstefnuhalds. Það verði því bæði túrista- og ráðstefnuhótel. Markmiðið sé þá að laða til sín erlendar ráðstefnur til að bæta nýtinguna yfir dimmustu mánuðina. Hann bendir á að Fosshótel sé búið 110 herbergjum og saman geti Húsvíkingar því boðið upp á ríflega 300 hótelherbergi. Bærinn gæti því tekið á móti nokkuð stórum ráðstefnum. Þess má geta að auk þess eru nokkur smærri gistiheimili í bænum. „Við erum mjög bjartsýnir eins og er og við höfum fengið jákvæð viðbrögð,“ segir Kristján.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Sjá meira