Ferðamenn felmtri slegnir vegna lundaáts á veitingahúsum Jakob Bjarnar skrifar 7. nóvember 2018 14:08 Páll Ásgeir hyggst mæla með því við ferðamenn að þeir sniðgangi þá staði þar sem lundi er á matseðlinum. En, það á við um Fiskmarkaðinn og Grillmarkaðinn, staði Hrefnu Sætran. Páll Ásgeir Ásgeirsson segir ferðamönnum oft illa brugðið þá er þeir komast að því að lundi er etinn með bestu lyst á Íslandi. „Já, ég er starfandi leiðsögumaður og verð oft var við undrun ferðamanna á lundaáti. Margir þeirra vita að flestir villtir fuglar eiga undir högg að sækja og finnst því siðlaust að borða þá. Aðrir spyrja einfaldlega hvernig getið þið drepið og borðað svona mikið krútt eins og lundann,“ segir Páll Ásgeir í samtali við Vísi.Lundinn í útrýmingarhættu Hann segir lundann þjóðarfugl Íslendinga, þann fugl sem hefur einna hæstan krúttstuðul í augum erlendra ferðamanna. „Ég hitti marga ferðamenn sem spyrja mig út í það hvernig það megi vera að enn finnist lundi á matseðlum veitingahúsa því þeir vita að sjófuglum heimsins fer fækkandi.“ Og gott betur, staðreynd málsins er sú að lundinn hefur verið á lista IUCN yfir tegundir í hættu frá 2015. Fyrr á þessu ári setti svo Birdlife International lundann á lista yfir tegundir í útrýmingarhættu. Páll Ásgeir, sem er gamall blaðamaður, lét ekki sitja við orðin góm og greinir frá því á Facebooksíðu sinni að hann hafi kannað málið lauslega og komið hafi á daginn að tveir vinsælustu veitingarstaðir í Reykjavík, Grillmarkaðurinn og Fiskmarkaðurinn bjóða báðir upp á lunda. Báðir staðirnir eru í eigu Hrefnu Sætran. Hvetur ferðamenn til að sniðganga lundastaðina „Ég hringdi í þá báða og spurði hvort þeim þætti siðlegt að hafa tegundir í útrýmingarhættu á matseðli sínum. Viðmælendur mínir vissu ekki til þess að nein áform væru um breytingar og höfðu reyndar lítið frétt af ástandi lundastofnsins.“ Páll Ásgeir segir að sér finnist að íslenskir veitingastaðir eigi ekki að selja kjöt af tegundum í útrýmingarhættu og að hann muni hvetja þá ferðamenn sem ég hitti til þess að sniðganga þá staði sem það gera. „Mér finnst bæði ósiðlegt og heimskulegt af veitingastöðum að styðja við lundaveiði með þessum hætti. Því fyrr sem hún leggst af því betra.“ Hrefna segir veiðarnar löglegar (Uppfært 15:20) Hrefna Sætran hefur nú svarað Páli Ásgeiri og gerir það á Facebookvegg hins síðarnefnda. Hún segir að lögum samkvæmt megi veiða lunda 46 daga á ári á tímabilinu 1. júlí til 15. ágúst. „Það er ekki bannað. Við kaupum lundann á því tímabili sem má veiða hann. Það eru fjölmargir veitingastaðir sem bjóða upp á lunda í Reykjavík og eflaust mun fleiri hringinn í kringum landið svo ég skil ekki af hverju þú ert að taka fram mína staði. Á meðan það má veiða hann þá held ég að hann verði bara áfram á matseðlum eins og hann hefur verið síðustu áratugi sama hvort það sé á mínum stöðum eða einhverjum öðrum. Það væri frekar fyrir þig að reyna fá lundann friðaðan.“ Dýr Ferðamennska á Íslandi Neytendur Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Sjá meira
Páll Ásgeir Ásgeirsson segir ferðamönnum oft illa brugðið þá er þeir komast að því að lundi er etinn með bestu lyst á Íslandi. „Já, ég er starfandi leiðsögumaður og verð oft var við undrun ferðamanna á lundaáti. Margir þeirra vita að flestir villtir fuglar eiga undir högg að sækja og finnst því siðlaust að borða þá. Aðrir spyrja einfaldlega hvernig getið þið drepið og borðað svona mikið krútt eins og lundann,“ segir Páll Ásgeir í samtali við Vísi.Lundinn í útrýmingarhættu Hann segir lundann þjóðarfugl Íslendinga, þann fugl sem hefur einna hæstan krúttstuðul í augum erlendra ferðamanna. „Ég hitti marga ferðamenn sem spyrja mig út í það hvernig það megi vera að enn finnist lundi á matseðlum veitingahúsa því þeir vita að sjófuglum heimsins fer fækkandi.“ Og gott betur, staðreynd málsins er sú að lundinn hefur verið á lista IUCN yfir tegundir í hættu frá 2015. Fyrr á þessu ári setti svo Birdlife International lundann á lista yfir tegundir í útrýmingarhættu. Páll Ásgeir, sem er gamall blaðamaður, lét ekki sitja við orðin góm og greinir frá því á Facebooksíðu sinni að hann hafi kannað málið lauslega og komið hafi á daginn að tveir vinsælustu veitingarstaðir í Reykjavík, Grillmarkaðurinn og Fiskmarkaðurinn bjóða báðir upp á lunda. Báðir staðirnir eru í eigu Hrefnu Sætran. Hvetur ferðamenn til að sniðganga lundastaðina „Ég hringdi í þá báða og spurði hvort þeim þætti siðlegt að hafa tegundir í útrýmingarhættu á matseðli sínum. Viðmælendur mínir vissu ekki til þess að nein áform væru um breytingar og höfðu reyndar lítið frétt af ástandi lundastofnsins.“ Páll Ásgeir segir að sér finnist að íslenskir veitingastaðir eigi ekki að selja kjöt af tegundum í útrýmingarhættu og að hann muni hvetja þá ferðamenn sem ég hitti til þess að sniðganga þá staði sem það gera. „Mér finnst bæði ósiðlegt og heimskulegt af veitingastöðum að styðja við lundaveiði með þessum hætti. Því fyrr sem hún leggst af því betra.“ Hrefna segir veiðarnar löglegar (Uppfært 15:20) Hrefna Sætran hefur nú svarað Páli Ásgeiri og gerir það á Facebookvegg hins síðarnefnda. Hún segir að lögum samkvæmt megi veiða lunda 46 daga á ári á tímabilinu 1. júlí til 15. ágúst. „Það er ekki bannað. Við kaupum lundann á því tímabili sem má veiða hann. Það eru fjölmargir veitingastaðir sem bjóða upp á lunda í Reykjavík og eflaust mun fleiri hringinn í kringum landið svo ég skil ekki af hverju þú ert að taka fram mína staði. Á meðan það má veiða hann þá held ég að hann verði bara áfram á matseðlum eins og hann hefur verið síðustu áratugi sama hvort það sé á mínum stöðum eða einhverjum öðrum. Það væri frekar fyrir þig að reyna fá lundann friðaðan.“
Dýr Ferðamennska á Íslandi Neytendur Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Sjá meira