Enn of algengt að hinsegin fólk verði fyrir ofbeldi Hersir Aron Ólafsson skrifar 9. janúar 2018 20:10 Enn er allt of algengt að hinsegin fólk verði fyrir ofbeldi og aðkasti hér á landi. Þetta segir formaður Samtakanna ´78. Íslendingar séu oft of uppteknir af því hvað allt gangi vel og forðist að horfast í augu við vandamálin. Ungur maður sem var kýldur um helgina fyrir það eitt að vera hommi segir að auka þurfi fræðslu. Úlfar Viktor Björnsson var á gangi í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt síðasta sunnudags þegar maður vatt sér upp að honum og spurði hvort hann væri hommi. „Ég segi já. Ég hef aldrei skammast mín fyrir það. Og þá fæ ég bara kjaftshögg, beint í andlitið,“ segir Úlfar. Úlfar skrifaði færslu um atvikið á Facebook sem vakið hefur mikla athygli. Þar kveðst hann m.a. vera svekktur út í samfélagið, segir að umræðan sé hálfpartinn stöðnuð og litið sé framhjá atvikum af þessu tagi.Íslendingar uppteknir af hinu góða María Helga Guðmundsdóttir, formaður Samtakanna ´78, segir að taka megi undir þessi skrif Úlfars. Þannig séu Íslendingar oft á tíðum of uppteknir af því að hér sé allt svo fordómalaust og langt á veg komið, svo að gjarnan gleymist að horfast í augu við vandamál sem sannarlega séu til staðar. „Ég held að ef við höldum of fast í það að við séum bara góð, séum bara fordómalaus, þá geti orðið erfitt fyrir fólk að segja frá. Það er nógu erfitt fyrir fólk að segja frá því að það hafi orðið fyrir ofbeldi án þess að vera einhvern veginn líka að skemma ímyndina eða vera eina manneskjan sem hefur orðið fyrir ofbeldi, því það gerir enginn neitt ljótt,“ segir María Helga. María Helga segir að slík atvik eigi sér stað nokkuð reglulega. Það sé því langt í frá liðin tíð að fólk verði fyrir ofbeldi og aðkasti fyrir að vera hinsegin. „Nýleg dæmi eru til dæmis ungur strákur sem fékk skilaboð á Facebook um að hann ætti bara að drepa sig því hann væri bara helvítis hommi.“ Hún segir hins vegar nokkuð erfitt að hafa yfirsýn yfir ofbeldisbrot sem sérstaklega beinist gegn hinsegin fólki enda sé engin hatursglæpalöggjöf hér á landi. Slík brot falli því í sama flokk og öll önnur ofbeldisbrot.Kallar eftir fræðslu Úlfar Viktor hefur ekki kært manninn sem réðst á hann til lögreglu og segir ekki víst að hann láti verða af því. Hann kallar hins vegar eftir aukinni fræðslu um hinsegin málefni, enda birtist fordómar enn í mörgum birtingarmyndum. Þannig lifi niðrandi orð á borð við faggi enn góðu lífi í skólum og félagsmiðstöðvum. „Fordómar eru rosalega lúmskir og ekkert endilega sjáanlegir. Þeir náttúrulega þrífast best í þöggun. Þess vegna er mikilvægt að við séum meðvituð um þetta.“ Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira
Enn er allt of algengt að hinsegin fólk verði fyrir ofbeldi og aðkasti hér á landi. Þetta segir formaður Samtakanna ´78. Íslendingar séu oft of uppteknir af því hvað allt gangi vel og forðist að horfast í augu við vandamálin. Ungur maður sem var kýldur um helgina fyrir það eitt að vera hommi segir að auka þurfi fræðslu. Úlfar Viktor Björnsson var á gangi í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt síðasta sunnudags þegar maður vatt sér upp að honum og spurði hvort hann væri hommi. „Ég segi já. Ég hef aldrei skammast mín fyrir það. Og þá fæ ég bara kjaftshögg, beint í andlitið,“ segir Úlfar. Úlfar skrifaði færslu um atvikið á Facebook sem vakið hefur mikla athygli. Þar kveðst hann m.a. vera svekktur út í samfélagið, segir að umræðan sé hálfpartinn stöðnuð og litið sé framhjá atvikum af þessu tagi.Íslendingar uppteknir af hinu góða María Helga Guðmundsdóttir, formaður Samtakanna ´78, segir að taka megi undir þessi skrif Úlfars. Þannig séu Íslendingar oft á tíðum of uppteknir af því að hér sé allt svo fordómalaust og langt á veg komið, svo að gjarnan gleymist að horfast í augu við vandamál sem sannarlega séu til staðar. „Ég held að ef við höldum of fast í það að við séum bara góð, séum bara fordómalaus, þá geti orðið erfitt fyrir fólk að segja frá. Það er nógu erfitt fyrir fólk að segja frá því að það hafi orðið fyrir ofbeldi án þess að vera einhvern veginn líka að skemma ímyndina eða vera eina manneskjan sem hefur orðið fyrir ofbeldi, því það gerir enginn neitt ljótt,“ segir María Helga. María Helga segir að slík atvik eigi sér stað nokkuð reglulega. Það sé því langt í frá liðin tíð að fólk verði fyrir ofbeldi og aðkasti fyrir að vera hinsegin. „Nýleg dæmi eru til dæmis ungur strákur sem fékk skilaboð á Facebook um að hann ætti bara að drepa sig því hann væri bara helvítis hommi.“ Hún segir hins vegar nokkuð erfitt að hafa yfirsýn yfir ofbeldisbrot sem sérstaklega beinist gegn hinsegin fólki enda sé engin hatursglæpalöggjöf hér á landi. Slík brot falli því í sama flokk og öll önnur ofbeldisbrot.Kallar eftir fræðslu Úlfar Viktor hefur ekki kært manninn sem réðst á hann til lögreglu og segir ekki víst að hann láti verða af því. Hann kallar hins vegar eftir aukinni fræðslu um hinsegin málefni, enda birtist fordómar enn í mörgum birtingarmyndum. Þannig lifi niðrandi orð á borð við faggi enn góðu lífi í skólum og félagsmiðstöðvum. „Fordómar eru rosalega lúmskir og ekkert endilega sjáanlegir. Þeir náttúrulega þrífast best í þöggun. Þess vegna er mikilvægt að við séum meðvituð um þetta.“
Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira