Sautján metra hvalur dauður í Hvalsnesi Hersir Aron Ólafsson skrifar 8. janúar 2018 20:00 Sautján metra langan hval rak á land rétt utan við Sandgerði í gær. Dýrið var óvenju magurt, en líffræðingur segir sjaldgæft að slíkar skepnur endi dauðar á þurru landi. Það voru Víkurfréttir sem sögðu fyrst frá því í gærkvöldi að ljósmyndari hefði gengið fram á dauða langreyði í fjörunni við Hvalsnes á Suðurnesjum. Langreyður er næststærsta hvaltegund sem fyrir finnst, en þeir geta náð lengd nokkuð yfir 20 metrum og þyngd upp á um eða yfir 70 tonn. Til samanburðar má nefna að til að ná slíkri þyngd þarf um 70 smábíla af gerðinni Kia Picanto. Sölvi Rúnar Vignisson er líffræðingur hjá Þekkingarsetri Suðurnesja, en hann tók fyrstur manna sýni úr hvalnum í gær. Ekki liggur fyrir hvers vegna dýrið endaði í fjörunni, en Hafrannsóknarstofnun mun nú rannsaka atvikið. Sölvi segir hins vegar ekki víst að unnt verði að komast að orsök þess að skepnan drapst. Þó liggur fyrir að langreyðurin, sem er kvendýr, er aðeins um 17 metrar á lengd og langt undir meðalþyngd slíkrar skepnu. Hann segir því ljóst að ástand hennar hafi verið afar slæmt. Plastmengun í höfum heimsins hefur verið talsvert til umræðu undanfarin misseri og er talin orsök dauða fjölmargra sjávardýra. Sölvi segir þó alls ekki víst að svo sé í þessu tilfelli. Þannig éti skíðishvalir á borð við langreyði fyrst of fremst ljósátur og minni sjávardýr og þ.a.l. berist að jafnaði minna af plastefnum í líkama þeirra en tannhvala. Ekki liggur fyrir hvað gert verður við hræ skepnunnar, en Sölvi segir það geta gagnast talsvert við vísindarannsóknir. Þannig sé, þrátt fyrir nafngiftina Hvalsnes, afar óalgengt að langreyði reki á land með þessum hætti. Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
Sautján metra langan hval rak á land rétt utan við Sandgerði í gær. Dýrið var óvenju magurt, en líffræðingur segir sjaldgæft að slíkar skepnur endi dauðar á þurru landi. Það voru Víkurfréttir sem sögðu fyrst frá því í gærkvöldi að ljósmyndari hefði gengið fram á dauða langreyði í fjörunni við Hvalsnes á Suðurnesjum. Langreyður er næststærsta hvaltegund sem fyrir finnst, en þeir geta náð lengd nokkuð yfir 20 metrum og þyngd upp á um eða yfir 70 tonn. Til samanburðar má nefna að til að ná slíkri þyngd þarf um 70 smábíla af gerðinni Kia Picanto. Sölvi Rúnar Vignisson er líffræðingur hjá Þekkingarsetri Suðurnesja, en hann tók fyrstur manna sýni úr hvalnum í gær. Ekki liggur fyrir hvers vegna dýrið endaði í fjörunni, en Hafrannsóknarstofnun mun nú rannsaka atvikið. Sölvi segir hins vegar ekki víst að unnt verði að komast að orsök þess að skepnan drapst. Þó liggur fyrir að langreyðurin, sem er kvendýr, er aðeins um 17 metrar á lengd og langt undir meðalþyngd slíkrar skepnu. Hann segir því ljóst að ástand hennar hafi verið afar slæmt. Plastmengun í höfum heimsins hefur verið talsvert til umræðu undanfarin misseri og er talin orsök dauða fjölmargra sjávardýra. Sölvi segir þó alls ekki víst að svo sé í þessu tilfelli. Þannig éti skíðishvalir á borð við langreyði fyrst of fremst ljósátur og minni sjávardýr og þ.a.l. berist að jafnaði minna af plastefnum í líkama þeirra en tannhvala. Ekki liggur fyrir hvað gert verður við hræ skepnunnar, en Sölvi segir það geta gagnast talsvert við vísindarannsóknir. Þannig sé, þrátt fyrir nafngiftina Hvalsnes, afar óalgengt að langreyði reki á land með þessum hætti.
Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira