Borgnesingar vilja fá Latabæjargarð í plássið Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. janúar 2018 06:00 Latibær hefur ratað í leikhús, sjónvarp og verið gerður að borðspili. Nú er stefnt að skemmtigarði. vísir/andi marinó „Þetta er nú bara rétt að komast inn á teikniborðið,“ segir Helga Halldórsdóttir, íbúi í Borgarnesi. Helga fer fyrir félagi sem stefnir að því að koma á koppinn skemmtigarði sem byggir á grunnhugmyndinni um Latabæ. Í Lögbirtingablaðinu á dögunum birtist tilkynning um skráningu hlutafélagsins Upplifunargarður Borgarnesi ehf. en tilgangur þess, að því er fram kemur í tilkynningunni, er „[u]ppbygging afþreyingar í ferðaþjónustu í Borgarnesi og nágrenni, byggt á grunnhugmyndinni um Latabæ.“ Latabæ kannast flestir Íslendingar við en árið 1991 kom út barnabókin Áfram Latibær! eftir Magnús Scheving þolfimikappa og síðar íþróttamann ársins. Sagan segir frá Sollu stirðu, Sigga sæta, Nenna níska og öðrum íbúum Latabæjar en líf þeirra tekur stakkaskiptum eftir að Íþróttaálfurinn birtist í bænum og rífur þá úr letirútínu sinni. Sagan rataði síðar í leikhús og að endingu voru gerðir sjónvarpsþættir um bæjarbúa. „Verkefnið er til skoðunar hjá hópi fólks sem hefur áhuga á að koma einhverju á laggirnar sem byggt er á hugmyndafræði Magnúsar Scheving,“ segir Helga. „Magnús er auðvitað Borgnesingur og hefur sterkar rætur hingað heim í hérað.“ Hópurinn fékk á dögunum þriggja milljóna króna styrk úr uppbyggingarsjóði Vesturlands en styrkveitingin var grundvöllur fyrir stofnun félagsins. „Á næstu dögum munum við ráða verkefnastjóra, sem gert er ráð fyrir að starfi í sex mánuði hið minnsta, til að kanna möguleg staðsetningu og útfærslur fyrir garðinn auk þess að kanna áhuga fjárfesta á verkefninu,“ segir Helga. Helga segir að upphafsmaðurinn Magnús komi meðal annars að vinnunni og að slíkt muni miklu. Hann hafi skapað sér nafn út fyrir landsteinana auk þess sem Latibær sé auðvitað þekkt merki á erlendri grund. „Næstu sex mánuðir eru meðgöngutími og síðan verður að skýrast í júlí hver næstu skref hjá okkur verða. Það veltur auðvitað að stærstum hluta á áhuga fjárfesta og annarra sem leitað verður til varðandi aðkomu að verkefninu,“ segir Helga. Líkt og áður segir er verkefnið á algjöru frumstigi og því óljóst hvenær garðurinn gæti verið opnaður ef hann nær á það stig. „Fyrir mitt leyti þá mætti það ekki taka meira en þrjú til fimm ár að koma þessu í gagnið,“ segir Helga. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Sjá meira
„Þetta er nú bara rétt að komast inn á teikniborðið,“ segir Helga Halldórsdóttir, íbúi í Borgarnesi. Helga fer fyrir félagi sem stefnir að því að koma á koppinn skemmtigarði sem byggir á grunnhugmyndinni um Latabæ. Í Lögbirtingablaðinu á dögunum birtist tilkynning um skráningu hlutafélagsins Upplifunargarður Borgarnesi ehf. en tilgangur þess, að því er fram kemur í tilkynningunni, er „[u]ppbygging afþreyingar í ferðaþjónustu í Borgarnesi og nágrenni, byggt á grunnhugmyndinni um Latabæ.“ Latabæ kannast flestir Íslendingar við en árið 1991 kom út barnabókin Áfram Latibær! eftir Magnús Scheving þolfimikappa og síðar íþróttamann ársins. Sagan segir frá Sollu stirðu, Sigga sæta, Nenna níska og öðrum íbúum Latabæjar en líf þeirra tekur stakkaskiptum eftir að Íþróttaálfurinn birtist í bænum og rífur þá úr letirútínu sinni. Sagan rataði síðar í leikhús og að endingu voru gerðir sjónvarpsþættir um bæjarbúa. „Verkefnið er til skoðunar hjá hópi fólks sem hefur áhuga á að koma einhverju á laggirnar sem byggt er á hugmyndafræði Magnúsar Scheving,“ segir Helga. „Magnús er auðvitað Borgnesingur og hefur sterkar rætur hingað heim í hérað.“ Hópurinn fékk á dögunum þriggja milljóna króna styrk úr uppbyggingarsjóði Vesturlands en styrkveitingin var grundvöllur fyrir stofnun félagsins. „Á næstu dögum munum við ráða verkefnastjóra, sem gert er ráð fyrir að starfi í sex mánuði hið minnsta, til að kanna möguleg staðsetningu og útfærslur fyrir garðinn auk þess að kanna áhuga fjárfesta á verkefninu,“ segir Helga. Helga segir að upphafsmaðurinn Magnús komi meðal annars að vinnunni og að slíkt muni miklu. Hann hafi skapað sér nafn út fyrir landsteinana auk þess sem Latibær sé auðvitað þekkt merki á erlendri grund. „Næstu sex mánuðir eru meðgöngutími og síðan verður að skýrast í júlí hver næstu skref hjá okkur verða. Það veltur auðvitað að stærstum hluta á áhuga fjárfesta og annarra sem leitað verður til varðandi aðkomu að verkefninu,“ segir Helga. Líkt og áður segir er verkefnið á algjöru frumstigi og því óljóst hvenær garðurinn gæti verið opnaður ef hann nær á það stig. „Fyrir mitt leyti þá mætti það ekki taka meira en þrjú til fimm ár að koma þessu í gagnið,“ segir Helga.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Sjá meira