Leikið var í Laugardalshöll en Augnablik tók því silfur í bæði karla- og kvennaflokki.
Í karlaflokki var spennan heldur meiri, Augnablik komst yfir snemma leiks og jafnaði metin í 3-3 um tíma en Vængir Júpiters skoruðu seinustu þrjú mörk leiksins og tryggðu sér um leið sigurinn.
Í kvennaflokki var spennan lítil, Álftanes sem komst með naumindum í úrslitaleikinn eftir 5-4 sigur gegn Sindra mætti Breiðablik/Augnablik sem vann í gær 14-0 sigur gegn Sindra.
Það var hinsvegar engin spenna í úrslitaleiknum og náði Álftanes snemma 4-0 forskoti sem endaði með 7-0 sigri.
Íslandsmeistarar í futsal 2018 Það er svoleiðis! pic.twitter.com/6sDAkXPa2w
— Vængir Júpíters (@FCvaengir) January 7, 2018
Vængir Júpíters eru Íslandsmeistar innanhúss í meistaraflokki karla og Álftanes í meistaraflokki kvenna!
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 7, 2018
Til hamingju! pic.twitter.com/JzxwcSgpe7