Landsliðskonan Sandra María Jessen hefur verið lánuð frá Íslandsmeisturum Þórs/KA til tékkneska liðsins Slavia Prag. Félagið greindi frá þessu í dag.
Framherjinn var fyrirliði Íslandsmeistaranna í sumar og kemur aftur norður áður en tímabilið byrjar á Íslandi, en hún verður úti til loka apríl.
Þetta er í annað sinn sem Sandra María prófar fyrir sér erlendis en hún fór til Bayer Leverkusen í byrjun árs 2016 og fram til Íslandsmóts.
Lánssamningurinn hefur verið í vinnslu í nokkurn tíma en Sandra skrifaði undir í dag.
Slavia Prag mætti Stjörnunni í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í vetur, en það var tékkneskur stuðningsmaður Prag sem býr á Íslandi sem lét liðið vita af Söndru Maríu.
