Skora á íslensk yfirvöld að leiðrétta mismunun gagnvart foreldrum langveika barna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. janúar 2018 21:00 Umhyggja, félag langveikra barna, skorar á yfirvöld að leiðrétta tafarlaust þá mismunun sem félagið segir viðgangast gagnvart foreldrum sem þurfa að vera frá vinnumarkaði vegna veikinda barna sinna. Ráðherra segir ábendingarnar eiga fullan rétt á sér og málið verði væntanlega tekið til skoðunar á næstunni. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við mæður tveggja langveikra stúlkna sem segja regluverkið í kringum foreldragreiðslur vera meingallað. Önnur þeirra neyðist til að vinna ekki neitt svo hún fái greiðslurnar og hin fær engar greiðslur þar sem hún kýs að vinna í hlutastarfi. Foreldrum sem fá tekjutengdar foreldragreiðslur er heimilt að vinna í minnkuðu starfshlutfalli samhliða greiðslum en samkvæmt lögum standa tekjutengdar greiðslur aðeins til boða í sex mánuði að hámarki. Foreldrar sem kjósa að vinna í hlutastarfi eða stunda nám samhliða ummönnun veikra barna sinna verða þannig af öllum greiðslum sem ekki falla innan ramma tekjutengingar. „Ég lýsi í rauninni fullum skilningi á þessum baráttumálum sem að þessi samtök eru að berjast fyrir,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra í samtali við Stöð 2.Ekki síður jafnréttismál kynjanna Að sögn Ásmundar var sett af stað vinna við endurskoðun laga um foreldragreiðslur árið 2015 og fljótlega kunni að draga til tíðinda. „Ég held að það sé bara að koma áfangaskýrsla núna á næstu vikum og ég fái hana kynnta núna vonandi í þessari viku eða næstu.“ Í áskorun sinni vakti Umhyggja einnig athygli á því að ekki sé síður um jafnréttismál að ræða enda séu það í flestum tilfellum mæður sem hætta í vinnu til að sinna börnunum. Sumar þeirra séu árum saman utan vinnumarkaðar og fari á mis við ýmis tækifæri á vinnumarkaði. Þá búi þær við skert lífeyrisréttindi þar sem óheimilt er að greiða í lífeyrissjóð af grunngreiðslunum. „Það eru mæðurnar sem oftar eru heima með langveikum börnum og ég held að það sé bara mikilvægt að við tökum þessar athugasemdir til skoðunar samhliða því sem að við fáum niðurstöðu úr þessari endurskoðunarvinnu,“ segir Ásmundur. Tengdar fréttir Foreldrar langveikra barna fá desemberuppbót Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur undirritað reglugerð sem kveður á um að foreldrar barna sem eru langveik eða alvarlega fötluð fái greidda desemberuppbót, að hámarki 53.123 kr. 29. desember 2017 07:08 Foreldrar langveikra og alvarlega fatlaðra barna fá nú desemberuppbót Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur undirritað reglugerð þess efnis að foreldrar barna sem eru langveik eða alvarlega fötluð fái greidda desemberuppbót, að hámarki 53.123 kr. 28. desember 2017 18:29 Segja regluverk um foreldragreiðslur meingallað: „Við þurfum úrlausn okkar mála strax“ Mæður langveikra stúlkna segja regluverkið í kring um foreldragreiðslur vera meingallað. Önnur neyðist til að vinna ekki neitt svo hún fái greiðslurnar og hin fær engar greiðslur þar sem hún kýs að vinna í hlutastarfi. Þær segja sorglegt og ósanngjarnt að svona sé komið fram við foreldra langveikra barna. Þær geti ekki beðið endalaust eftir breytingum enda óvissa um líftíma stúlkna þeirra. 2. janúar 2018 20:00 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Umhyggja, félag langveikra barna, skorar á yfirvöld að leiðrétta tafarlaust þá mismunun sem félagið segir viðgangast gagnvart foreldrum sem þurfa að vera frá vinnumarkaði vegna veikinda barna sinna. Ráðherra segir ábendingarnar eiga fullan rétt á sér og málið verði væntanlega tekið til skoðunar á næstunni. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við mæður tveggja langveikra stúlkna sem segja regluverkið í kringum foreldragreiðslur vera meingallað. Önnur þeirra neyðist til að vinna ekki neitt svo hún fái greiðslurnar og hin fær engar greiðslur þar sem hún kýs að vinna í hlutastarfi. Foreldrum sem fá tekjutengdar foreldragreiðslur er heimilt að vinna í minnkuðu starfshlutfalli samhliða greiðslum en samkvæmt lögum standa tekjutengdar greiðslur aðeins til boða í sex mánuði að hámarki. Foreldrar sem kjósa að vinna í hlutastarfi eða stunda nám samhliða ummönnun veikra barna sinna verða þannig af öllum greiðslum sem ekki falla innan ramma tekjutengingar. „Ég lýsi í rauninni fullum skilningi á þessum baráttumálum sem að þessi samtök eru að berjast fyrir,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra í samtali við Stöð 2.Ekki síður jafnréttismál kynjanna Að sögn Ásmundar var sett af stað vinna við endurskoðun laga um foreldragreiðslur árið 2015 og fljótlega kunni að draga til tíðinda. „Ég held að það sé bara að koma áfangaskýrsla núna á næstu vikum og ég fái hana kynnta núna vonandi í þessari viku eða næstu.“ Í áskorun sinni vakti Umhyggja einnig athygli á því að ekki sé síður um jafnréttismál að ræða enda séu það í flestum tilfellum mæður sem hætta í vinnu til að sinna börnunum. Sumar þeirra séu árum saman utan vinnumarkaðar og fari á mis við ýmis tækifæri á vinnumarkaði. Þá búi þær við skert lífeyrisréttindi þar sem óheimilt er að greiða í lífeyrissjóð af grunngreiðslunum. „Það eru mæðurnar sem oftar eru heima með langveikum börnum og ég held að það sé bara mikilvægt að við tökum þessar athugasemdir til skoðunar samhliða því sem að við fáum niðurstöðu úr þessari endurskoðunarvinnu,“ segir Ásmundur.
Tengdar fréttir Foreldrar langveikra barna fá desemberuppbót Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur undirritað reglugerð sem kveður á um að foreldrar barna sem eru langveik eða alvarlega fötluð fái greidda desemberuppbót, að hámarki 53.123 kr. 29. desember 2017 07:08 Foreldrar langveikra og alvarlega fatlaðra barna fá nú desemberuppbót Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur undirritað reglugerð þess efnis að foreldrar barna sem eru langveik eða alvarlega fötluð fái greidda desemberuppbót, að hámarki 53.123 kr. 28. desember 2017 18:29 Segja regluverk um foreldragreiðslur meingallað: „Við þurfum úrlausn okkar mála strax“ Mæður langveikra stúlkna segja regluverkið í kring um foreldragreiðslur vera meingallað. Önnur neyðist til að vinna ekki neitt svo hún fái greiðslurnar og hin fær engar greiðslur þar sem hún kýs að vinna í hlutastarfi. Þær segja sorglegt og ósanngjarnt að svona sé komið fram við foreldra langveikra barna. Þær geti ekki beðið endalaust eftir breytingum enda óvissa um líftíma stúlkna þeirra. 2. janúar 2018 20:00 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Foreldrar langveikra barna fá desemberuppbót Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur undirritað reglugerð sem kveður á um að foreldrar barna sem eru langveik eða alvarlega fötluð fái greidda desemberuppbót, að hámarki 53.123 kr. 29. desember 2017 07:08
Foreldrar langveikra og alvarlega fatlaðra barna fá nú desemberuppbót Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur undirritað reglugerð þess efnis að foreldrar barna sem eru langveik eða alvarlega fötluð fái greidda desemberuppbót, að hámarki 53.123 kr. 28. desember 2017 18:29
Segja regluverk um foreldragreiðslur meingallað: „Við þurfum úrlausn okkar mála strax“ Mæður langveikra stúlkna segja regluverkið í kring um foreldragreiðslur vera meingallað. Önnur neyðist til að vinna ekki neitt svo hún fái greiðslurnar og hin fær engar greiðslur þar sem hún kýs að vinna í hlutastarfi. Þær segja sorglegt og ósanngjarnt að svona sé komið fram við foreldra langveikra barna. Þær geti ekki beðið endalaust eftir breytingum enda óvissa um líftíma stúlkna þeirra. 2. janúar 2018 20:00