Metmengun þrátt fyrir aðvaranir – hvað nú? Hrund Ólöf Andradóttir skrifar 4. janúar 2018 07:00 Óhófleg notkun flugelda olli umhverfisslysi á höfuðborgarsvæðinu. Met svifryksmengun sem samsvaraði 90 földum heilsuverndarmörkum mældist stuttu eftir áramót við Dalsmára í Kópavogi. Mengunin flokkaðist sem hættuleg í marga klukkutíma um nóttina skv. fimm þrepa loftgæðastaðli (e. Air Quality Index). Á annan tug manna leituðu á bráðamóttöku vegna andþyngsla. Þetta er í annað sinn í röð sem mjög há svifryksmengun mælist um áramót, þrátt fyrir víðtæka umfjöllun um yfirvofandi mengunarslys.Er „fullkomlega óábyrgt stjórnleysi“ frábært? Erlendir gestir lýstu flugeldagleðinni sem „sturlaðri sýningu“, „fullkomlega óábyrgt“ og „við vorum mjög hrifin“ í kvöldfréttum RÚV á nýárskvöld. Einnig var nefnt að „flugeldarnir þutu upp úr öllum áttum“, „svo mikil óreiða“, „við vorum eiginlega skelfingu lostin“ og „að í Bandaríkjunum væri búið að stöðva þetta fyrir að vera hættulegt og stjórnlaust“. Meðan algert stjórnleysi getur verið skemmtileg tilbreyting fyrir ferðamenn sem heimsækja landið einu sinni á ævinni, gegnir það sama fyrir íbúana sem upplifa tilheyrandi mengunarský og rusl árlega? Hvert gramm af mengun sem losað er í umhverfið er baggi fyrir framtíðarkynslóðir. Sumir telja að þetta sé jú bara dropi í hafið, bara einn dagur á ári, en þegar droparnir frá hverjum ármótum, bílaumferð og öðrum mengunaruppsprettum leggjast saman yfir áratugina þá kemur að því að „margt smátt gerir eitt stórt“, eins og máltakið segir. Langvarandi innöndun mengunar er mesta umhverfisvandamál heimsins skv. Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni.Aðgerðir eru nauðsynlegar Ef við viljum standa undir nafni að vera hreint land, með fyrirmyndar umhverfisgæði, þá þurfum við að sýna það í verki. Svifryksmælingarnar í höfuðborginni sl. tvenn áramót eru ákall um að grípa inn í og takmarka flugeldaskot. Það verður að leita leiða fyrir sjálfbæra áramótagleði sem reynir eftir fremsta megni að þjóna sem breiðustu hagsmunum og ná sem mestri sátt. Sem dæmi mætti stofna nefnd sem ynni tillögur sem styðji við stefnumótun stjórnvalda „hreint loft til framtíðar“ sem kom út sl. nóvember. Nefndin yrði skipuð að fulltrúum hagmunaðila s.s. Landsbjörg, fagfólks í umhverfismálum og heilsuvernd, svo og fulltrúa ferðaþjónustu, íbúa, og þjóðfélagshópa viðkvæma fyrir loftmengun eins og barna, aldraðra og lungnasjúklinga.Víðtæk samræða Góð lausn er grunduð á víðtækri samræðu sem tekur á mörgum sjónarhornum. Svara þarf spurningum eins og: Eru flugeldar venjuleg heimilisvara eða sértæk vara? Hversu miklu magni af flugeldum má skjóta upp? Hverjir eiga að skjóta flugeldum? Hvar, hvenær og hversu lengi ætti að skjóta flugeldum? Hvernig getum við aukið gegnsæi á efnainnihald flugelda? Hvernig eiga björgunarsveitirnar að fjármagna sig? Með því að draga úr mengun má auka umhverfisgæði, sem bæði dregur úr sjúkdómum vegna mengunar og stuðlar að vellíðan í þjóðfélaginu. Höfundur er prófessor í umhverfisverkfræði við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Skoðun Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Sjá meira
Óhófleg notkun flugelda olli umhverfisslysi á höfuðborgarsvæðinu. Met svifryksmengun sem samsvaraði 90 földum heilsuverndarmörkum mældist stuttu eftir áramót við Dalsmára í Kópavogi. Mengunin flokkaðist sem hættuleg í marga klukkutíma um nóttina skv. fimm þrepa loftgæðastaðli (e. Air Quality Index). Á annan tug manna leituðu á bráðamóttöku vegna andþyngsla. Þetta er í annað sinn í röð sem mjög há svifryksmengun mælist um áramót, þrátt fyrir víðtæka umfjöllun um yfirvofandi mengunarslys.Er „fullkomlega óábyrgt stjórnleysi“ frábært? Erlendir gestir lýstu flugeldagleðinni sem „sturlaðri sýningu“, „fullkomlega óábyrgt“ og „við vorum mjög hrifin“ í kvöldfréttum RÚV á nýárskvöld. Einnig var nefnt að „flugeldarnir þutu upp úr öllum áttum“, „svo mikil óreiða“, „við vorum eiginlega skelfingu lostin“ og „að í Bandaríkjunum væri búið að stöðva þetta fyrir að vera hættulegt og stjórnlaust“. Meðan algert stjórnleysi getur verið skemmtileg tilbreyting fyrir ferðamenn sem heimsækja landið einu sinni á ævinni, gegnir það sama fyrir íbúana sem upplifa tilheyrandi mengunarský og rusl árlega? Hvert gramm af mengun sem losað er í umhverfið er baggi fyrir framtíðarkynslóðir. Sumir telja að þetta sé jú bara dropi í hafið, bara einn dagur á ári, en þegar droparnir frá hverjum ármótum, bílaumferð og öðrum mengunaruppsprettum leggjast saman yfir áratugina þá kemur að því að „margt smátt gerir eitt stórt“, eins og máltakið segir. Langvarandi innöndun mengunar er mesta umhverfisvandamál heimsins skv. Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni.Aðgerðir eru nauðsynlegar Ef við viljum standa undir nafni að vera hreint land, með fyrirmyndar umhverfisgæði, þá þurfum við að sýna það í verki. Svifryksmælingarnar í höfuðborginni sl. tvenn áramót eru ákall um að grípa inn í og takmarka flugeldaskot. Það verður að leita leiða fyrir sjálfbæra áramótagleði sem reynir eftir fremsta megni að þjóna sem breiðustu hagsmunum og ná sem mestri sátt. Sem dæmi mætti stofna nefnd sem ynni tillögur sem styðji við stefnumótun stjórnvalda „hreint loft til framtíðar“ sem kom út sl. nóvember. Nefndin yrði skipuð að fulltrúum hagmunaðila s.s. Landsbjörg, fagfólks í umhverfismálum og heilsuvernd, svo og fulltrúa ferðaþjónustu, íbúa, og þjóðfélagshópa viðkvæma fyrir loftmengun eins og barna, aldraðra og lungnasjúklinga.Víðtæk samræða Góð lausn er grunduð á víðtækri samræðu sem tekur á mörgum sjónarhornum. Svara þarf spurningum eins og: Eru flugeldar venjuleg heimilisvara eða sértæk vara? Hversu miklu magni af flugeldum má skjóta upp? Hverjir eiga að skjóta flugeldum? Hvar, hvenær og hversu lengi ætti að skjóta flugeldum? Hvernig getum við aukið gegnsæi á efnainnihald flugelda? Hvernig eiga björgunarsveitirnar að fjármagna sig? Með því að draga úr mengun má auka umhverfisgæði, sem bæði dregur úr sjúkdómum vegna mengunar og stuðlar að vellíðan í þjóðfélaginu. Höfundur er prófessor í umhverfisverkfræði við HÍ.
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar