Yfir 250 ferðalangar leituðu í fjöldahjálparmiðstöðina í Vík Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. janúar 2018 23:30 Rauði krossinn opnaði fjöldahjálparmiðstöð í íþróttahúsinu í Vík í kvöld. Vísir Þjóðvegur 1 hefur verið opnaður á ný en lokað var frá Markarfljóti að Vík í Mýrdal vegna veðurs. Meira en 250 ferðalangar leituðu í fjöldahjálparmiðstöð Rauða krossins sem opnuð var í íþróttahúsinu í Vík klukkan 19:30 í dag. Stanslaus straumur var inn í hjálparmiðstöðina í kvöld og mikill fjöldi bíla fyrir utan. Vegurinn undir Eyjafjöllum var opnaður að nýju eftir að snjóruðningstæki fóru um hann og ruddu burtu sköflum sem þar höfðu myndast. Enn er þó hálka og hálkublettir á svæðinu samkvæmt vef Vegagerðarinnar. Rauði krossinn var með búnað til að taka á móti 30 manns á staðnum og því gátu ekki allir fengið teppi eða bedda til að liggja á, þar sem fjöldinn var svo gríðarlega mikill. „Við höfum getað boðið upp á kaffi og kex,“ segir Ragnheiður Högnadóttir sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum sem stödd er í fjöldahjálparstöðinni í íþróttahúsinu í Vík. Hún segir að allt hafi gengið vel og ferðalangarnir allir fegnir að fá húsaskjól í storminum.Frá íþróttahúsinu í Vík í kvöld þar sem meira en 250 ferðalangar biðu þess að veðrið yrði betra.VísirBjörgunarsveit flutti seint í kvöld 50 einstaklinga frá hjálparmiðstöðinni á gistiheimili fyrir utan Vík. „Við vorum svo heppin að eigendur opnuðu gistiheimili sem er ekki opið núna svo við gátum komið barnafjölskyldum þangað, sem var dásamlegt. Yndislegt að fólk bregðist svona vel við,“ segir Ragnheiður. Fólkið var bara að bíða af sér veðrið og voru allir mjög afslappaðir samkvæmt Ragnheiði. Enginn kom slasaður í hjálparmiðstöðina og þurfti ekki að veita fólkinu aðhlynningu. Fjöldi bíla var fyrir utan íþróttahúsið í Vík í kvöld, þar af margir bílaleigubílar.VísirFlestir héldu áfram ferðalagi sínu eftir að Þjóðvegur 1 var opnaður á ný eða eru að koma sér af stað núna en einhverjir ætla að bíða þangað til á morgun. „Það eru flestir farnir en það eru nokkrir sem leggja ekki í að keyra í nóttinni og veðrinu. Það eru um tuttugu sem ætla að gista hérna hjá okkur í nótt.“ Barnafjölskyldurnar ætla allar að gista á gistiheimilinu í nótt. Ragnheiður er ótrúlega ánægð með kvöldið og segir að „Það gekk mjög vel, þetta var alveg ótrúlegur fjöldi af fólki. Þetta endaði allt vel.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Samgöngur Veður Tengdar fréttir Fjöldahjálparstöð opnuð í Vík í Mýrdal Öll gistiúrræði eru full á svæðinu svo íþróttahúsið hefur verið opnað fyrir ferðalanga. 2. janúar 2018 19:36 „Við höfum ekki teppi og bedda fyrir alla en það fá allir húsaskjól“ Yfir hundrað ferðalangar eru nú í fjöldahjálparstöðinni í Vík. 2. janúar 2018 20:21 Veginum undir Eyjafjöllum lokað vegna óveðurs Samkvæmt ábendingu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar blæst talsvert syðst á landinu og í Öræfum. 2. janúar 2018 15:18 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Þjóðvegur 1 hefur verið opnaður á ný en lokað var frá Markarfljóti að Vík í Mýrdal vegna veðurs. Meira en 250 ferðalangar leituðu í fjöldahjálparmiðstöð Rauða krossins sem opnuð var í íþróttahúsinu í Vík klukkan 19:30 í dag. Stanslaus straumur var inn í hjálparmiðstöðina í kvöld og mikill fjöldi bíla fyrir utan. Vegurinn undir Eyjafjöllum var opnaður að nýju eftir að snjóruðningstæki fóru um hann og ruddu burtu sköflum sem þar höfðu myndast. Enn er þó hálka og hálkublettir á svæðinu samkvæmt vef Vegagerðarinnar. Rauði krossinn var með búnað til að taka á móti 30 manns á staðnum og því gátu ekki allir fengið teppi eða bedda til að liggja á, þar sem fjöldinn var svo gríðarlega mikill. „Við höfum getað boðið upp á kaffi og kex,“ segir Ragnheiður Högnadóttir sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum sem stödd er í fjöldahjálparstöðinni í íþróttahúsinu í Vík. Hún segir að allt hafi gengið vel og ferðalangarnir allir fegnir að fá húsaskjól í storminum.Frá íþróttahúsinu í Vík í kvöld þar sem meira en 250 ferðalangar biðu þess að veðrið yrði betra.VísirBjörgunarsveit flutti seint í kvöld 50 einstaklinga frá hjálparmiðstöðinni á gistiheimili fyrir utan Vík. „Við vorum svo heppin að eigendur opnuðu gistiheimili sem er ekki opið núna svo við gátum komið barnafjölskyldum þangað, sem var dásamlegt. Yndislegt að fólk bregðist svona vel við,“ segir Ragnheiður. Fólkið var bara að bíða af sér veðrið og voru allir mjög afslappaðir samkvæmt Ragnheiði. Enginn kom slasaður í hjálparmiðstöðina og þurfti ekki að veita fólkinu aðhlynningu. Fjöldi bíla var fyrir utan íþróttahúsið í Vík í kvöld, þar af margir bílaleigubílar.VísirFlestir héldu áfram ferðalagi sínu eftir að Þjóðvegur 1 var opnaður á ný eða eru að koma sér af stað núna en einhverjir ætla að bíða þangað til á morgun. „Það eru flestir farnir en það eru nokkrir sem leggja ekki í að keyra í nóttinni og veðrinu. Það eru um tuttugu sem ætla að gista hérna hjá okkur í nótt.“ Barnafjölskyldurnar ætla allar að gista á gistiheimilinu í nótt. Ragnheiður er ótrúlega ánægð með kvöldið og segir að „Það gekk mjög vel, þetta var alveg ótrúlegur fjöldi af fólki. Þetta endaði allt vel.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Samgöngur Veður Tengdar fréttir Fjöldahjálparstöð opnuð í Vík í Mýrdal Öll gistiúrræði eru full á svæðinu svo íþróttahúsið hefur verið opnað fyrir ferðalanga. 2. janúar 2018 19:36 „Við höfum ekki teppi og bedda fyrir alla en það fá allir húsaskjól“ Yfir hundrað ferðalangar eru nú í fjöldahjálparstöðinni í Vík. 2. janúar 2018 20:21 Veginum undir Eyjafjöllum lokað vegna óveðurs Samkvæmt ábendingu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar blæst talsvert syðst á landinu og í Öræfum. 2. janúar 2018 15:18 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Fjöldahjálparstöð opnuð í Vík í Mýrdal Öll gistiúrræði eru full á svæðinu svo íþróttahúsið hefur verið opnað fyrir ferðalanga. 2. janúar 2018 19:36
„Við höfum ekki teppi og bedda fyrir alla en það fá allir húsaskjól“ Yfir hundrað ferðalangar eru nú í fjöldahjálparstöðinni í Vík. 2. janúar 2018 20:21
Veginum undir Eyjafjöllum lokað vegna óveðurs Samkvæmt ábendingu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar blæst talsvert syðst á landinu og í Öræfum. 2. janúar 2018 15:18