Lífið

María Lilja og Orri Páll orðin hjón

Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar
Parið hefur verið trúlofað frá 2015.
Parið hefur verið trúlofað frá 2015. vísir
Fjölmiðlakonan María Lilja Þrastardóttir og Orri Páll Dýrason, trommuleikari Sigur Rósar, gengu í það heilaga í dag. Parið hefur verið trúlofað frá því í desember 2015 en þau hófu að rugla saman reitum sínum í ársbyrjun 2015.

Orri Páll hefur átt í nógu að snúast undanfarna daga en tónlistarhátíðin Norður og niður, sem er hugarfóstur Sigur Rósar, fór fram í Hörpu á milli jóla og nýaárs og laðaði að þúsundir tónleikagesta.

María Lilja og Orri Páll fagna hjónavígslunni á Bryggjunni Brugghúsi í góðra vina hópi. Eins og sjá má á meðfylgjandi Instagram-færslum ríkir mikið stuð í veislunni.

Mæja Orri

A post shared by Hörður Sveinsson (@hordursveinsson) on

#mæjorri

A post shared by Hörður Sveinsson (@hordursveinsson) on

Ágætis byrjun á árinu...

A post shared by Bogi Bjarnason (@bogibjarnason) on






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.