Viðskipti innlent

Íbúðaverð lækkar og leigumarkaður minnkar

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Vísbendingar eru um að færri séu á leigurmarkaði en áður ef marka má niðurstöður könnunar Íbúðalánasjóðs.
Vísbendingar eru um að færri séu á leigurmarkaði en áður ef marka má niðurstöður könnunar Íbúðalánasjóðs. Vísir/Vilhelm
Íbúðaverða á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,7 prósent milli mánaða undir lok síðasta árs og var það „í fyrsta skipti sem lækkun mælist milli mánaða síðan í apríl 2015.“ Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs sem birtist í dag. Þar kemur einnig fram að vísbendingar séu um að leigumarkaður fari minnkandi.

Þar segir ennfremur að hlutfall þeirra viðskipta með íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu sem eiga sér stað undir ásettu verði hefur aukist upp á síðkastið. Um 78 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu seldust undir ásettu verði í nóvember síðastlinum - „en jafn hátt hlutfall hefur ekki sést síðan í upphafi árs 2016.“

Er það mat Íbúðalánasjóðs að það sé til marks um að „aukin ró virðist því vera að færast yfir fasteignamarkaðinn eftir mikla uppsveiflu á fyrri hluta síðasta árs.“ 

Í skýrslunni má einnig finna umfjöllun um byggingarmarkaðinn þar sem stærðum og gerðum nýbygginga eru gerð skil. Skýrsluna má lesa í heild sinni hér: Húsnæðismarkaðurinn - janúar 2018, en þar má að sama skapi finna ítarlega umfjöllun um stöðu eignasafns Íbúðalánasjóðs. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×