Fótbolti

Höggmyndir af landsliðinu fyrir utan Laugardalsvöll

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Verður víkingaklappið gert ódauðlegt í timbri?
Verður víkingaklappið gert ódauðlegt í timbri? Vísir/Eyþór
Höggmyndir af íslensku landsliðsmönnunum að taka víkingaklappið gættu prýtt Laugardalsvöll ef hugmyndir Jóhanns Sigmarssonar verða að veruleika.

Listamaðurinn Jóhann sagði frá áætlunum sínum í samtali við fótbolta.net en hann vill gera 11 landsliðsmenn úr drumbum úr Reykjavíkurhöfn. Hann hefur rætt hugmyndina við KSÍ sem er að skoða fjármögnun á verkefninu.

„Landsliðsmennirnir eru hetjurnar okkar í dag. Þetta yrðu höggmyndir í fullri stærð og þetta yrði gert úr yfir hundrað ára gömlum drumbum. Ég set þá saman og bý til skúlptúra úr því,“ sagði Jóhann.

Ef af hugmyndinn verður ætlar Jóhann að sýna höggmyndirnar á listasýningu í höfuðstöðvum Unesco í París en svo yrðu þær fluttar til Íslands og er draumur Jóhanns að þær verði fyrir utan Laugardalsvöll í framtíðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×