Stal bikartitlinum í Slóvakíu: Þetta var svo dramatískt Benedikt Bóas skrifar 23. janúar 2018 14:45 Lið Good Angels fagnaði titlinum um helgina að vonum vel og innilega. visir.is/Good Angels „Það eru smá tilfinningar í gangi núna því ég var að skutla mömmu og stelpunni minni á flugvöllinn. Ég hef aldrei verið svona lengi frá dóttur minni en ég verð tíu daga ein og hún því með pabba sínum – sem er kannski bara gott því að hún var orðin svolítið háð mér,“ segir Helena Sverrisdóttir, ein besta körfuboltakona landsins. Helena varð um helgina bikarmeistari með liði sínu, Good Angels Kosice, eftir spennandi leik þar sem úrslitin réðust á síðustu sekúndunum. „Það mætti alveg segja að við höfum stolið þessum sigri. Við vorum fimm stigum undir lengi vel þangað til rúmar tvær mínútur voru eftir. Þá komumst við yfir en síðustu sekúndurnar voru svolítið klikkaðar. Þær skora þegar 12 sekúndur eru eftir og komast yfir og mikil spenna. Við náðum að skora þegar tvær sekúndur voru eftir og unnum leikinn með einu stigi. Ég var alveg pínu lengi að melta þennan leik því mér fannst við ekki spila nægilega vel til að geta unnið hann. Þetta var svo dramatískt. Þær hentu boltanum út af þannig að við fengum séns og nýttum hann. Dæmið snerist við frá því í fyrra, þá var sigrinum stolið af Good Angels og þetta var því ágætis hefnd.“ Kosice er um 250 þúsund manna borg í austanverðri Slóvakíu sem Helena þekkir vel til enda spilaði hún með liðinu 2011-2013. Hún vissi því vel hvað hún var að fara út í þegar hún ákvað að taka smá sprett í deildinni en hún mun koma heim 1. febrúar og klára tímabilið með Haukum.vísir/gettyÖll fjölskyldan fór með, Finnur Atli Magnússon, sem einnig leikur með Haukum, og dóttir þeirra. „Finnur var hér úti alveg til 10. janúar en fór þá heim út af körfunni og vinnunni. Mamma kom þá og hljóp í skarðið. Það eru sex ár síðan ég var hérna og það eru enn þrjár stelpur sem voru með mér í liðinu. Það var vel tekið á móti mér og ég þekki enn marga. Það var auðvelt og þægilegt að komast inn í hlutina og það er vel hugsað um mann. Ég var að koma með fjölskylduna mína og það var ekkert mál. Við fengum bíl og íbúð og allt sem dóttirin þurfti. Það var vel passað upp á okkur.“ Helena segir að hún hafi ekkert endilega verið að leita eftir því að fara aftur út. Hún vildi allavega ekki fara bara til þess eins að fara enda Haukar í toppbaráttunni í Domino's-deild kvenna og spennandi hlutir að gerast í körfuboltanum í Hafnarfirði. „Eigandi liðsins er besti vinur umboðsmannsins míns þannig að ég treysti þeim og svo vissi ég að allt er tipptopp hérna.Helena og Finnur að njóta lífsins saman. Þau telja niður dagana að 1. febrúar.Það var líka erfitt að fara frá Haukum á miðju tímabili. Það er búið að ganga vel hjá okkur. Ég var eiginlega fengin til að komast í 8-liða úrslit Evrópukeppninnar sem tókst en fyrsti leikurinn er á fimmtudag. Svona tækifæri bjóðast auðvitað ekki á hverjum degi. Ég spila leikinn 31. janúar og flýg beint heim daginn eftir. Ég lét vita að ég ætlaði að klára tímabilið með Haukum.“ Helena segir að hún hafi ekkert endilega sett atvinnumannsdrauminn á hilluna því ef eitthvað spennandi kæmi upp myndi hún alltaf skoða það hið minnsta. Aðspurð hvort þau körfuboltaparið fái ekki tilboð um að leika með karla- og kvennaliði einhvers staðar segir hún að það gæti vel verið að Finnur hafi opnað á þær dyr. „Hann spilaði með B-liði hérna úti og sló í gegn þannig að það er aldrei að vita.“ Körfubolti Mest lesið „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Fótbolti Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna Fótbolti Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Íslenski boltinn Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Enski boltinn Dansarinn fær aldrei aftur að mæta á NFL-leik Sport Ólympíumeistari í bann til ársins 2031 Sport „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Handbolti Fleiri fréttir Martin má ekki koma Keflavík til bjargar „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Sjáðu stoðsendingarnar hjá Elvari í metleiknum Hver skiptir svo til nýjum Audi E-tron út fyrir sjö ára gamlan jeppa? Davis meiddist strax í fyrsta leik „Þeir þekkja hann ekki og það er aðalvesenið“ Körfuboltakvöld: Hvaða lið komast í úrslitakeppnina? Elvar sló stoðsendingamet grísku úrvalsdeildarinnar Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 78-55 | Ekki góður endir á undankeppninni Martin stoðsendingahæstur í öruggum sigri „Meiri ró og betri ára yfir Grindavík“ með Jeremy Pargo Besta frumraunin síðan Kevin Durant kom til Golden State Féll á læknisskoðun og verður ekki leikmaður Lakers Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Sjá meira
„Það eru smá tilfinningar í gangi núna því ég var að skutla mömmu og stelpunni minni á flugvöllinn. Ég hef aldrei verið svona lengi frá dóttur minni en ég verð tíu daga ein og hún því með pabba sínum – sem er kannski bara gott því að hún var orðin svolítið háð mér,“ segir Helena Sverrisdóttir, ein besta körfuboltakona landsins. Helena varð um helgina bikarmeistari með liði sínu, Good Angels Kosice, eftir spennandi leik þar sem úrslitin réðust á síðustu sekúndunum. „Það mætti alveg segja að við höfum stolið þessum sigri. Við vorum fimm stigum undir lengi vel þangað til rúmar tvær mínútur voru eftir. Þá komumst við yfir en síðustu sekúndurnar voru svolítið klikkaðar. Þær skora þegar 12 sekúndur eru eftir og komast yfir og mikil spenna. Við náðum að skora þegar tvær sekúndur voru eftir og unnum leikinn með einu stigi. Ég var alveg pínu lengi að melta þennan leik því mér fannst við ekki spila nægilega vel til að geta unnið hann. Þetta var svo dramatískt. Þær hentu boltanum út af þannig að við fengum séns og nýttum hann. Dæmið snerist við frá því í fyrra, þá var sigrinum stolið af Good Angels og þetta var því ágætis hefnd.“ Kosice er um 250 þúsund manna borg í austanverðri Slóvakíu sem Helena þekkir vel til enda spilaði hún með liðinu 2011-2013. Hún vissi því vel hvað hún var að fara út í þegar hún ákvað að taka smá sprett í deildinni en hún mun koma heim 1. febrúar og klára tímabilið með Haukum.vísir/gettyÖll fjölskyldan fór með, Finnur Atli Magnússon, sem einnig leikur með Haukum, og dóttir þeirra. „Finnur var hér úti alveg til 10. janúar en fór þá heim út af körfunni og vinnunni. Mamma kom þá og hljóp í skarðið. Það eru sex ár síðan ég var hérna og það eru enn þrjár stelpur sem voru með mér í liðinu. Það var vel tekið á móti mér og ég þekki enn marga. Það var auðvelt og þægilegt að komast inn í hlutina og það er vel hugsað um mann. Ég var að koma með fjölskylduna mína og það var ekkert mál. Við fengum bíl og íbúð og allt sem dóttirin þurfti. Það var vel passað upp á okkur.“ Helena segir að hún hafi ekkert endilega verið að leita eftir því að fara aftur út. Hún vildi allavega ekki fara bara til þess eins að fara enda Haukar í toppbaráttunni í Domino's-deild kvenna og spennandi hlutir að gerast í körfuboltanum í Hafnarfirði. „Eigandi liðsins er besti vinur umboðsmannsins míns þannig að ég treysti þeim og svo vissi ég að allt er tipptopp hérna.Helena og Finnur að njóta lífsins saman. Þau telja niður dagana að 1. febrúar.Það var líka erfitt að fara frá Haukum á miðju tímabili. Það er búið að ganga vel hjá okkur. Ég var eiginlega fengin til að komast í 8-liða úrslit Evrópukeppninnar sem tókst en fyrsti leikurinn er á fimmtudag. Svona tækifæri bjóðast auðvitað ekki á hverjum degi. Ég spila leikinn 31. janúar og flýg beint heim daginn eftir. Ég lét vita að ég ætlaði að klára tímabilið með Haukum.“ Helena segir að hún hafi ekkert endilega sett atvinnumannsdrauminn á hilluna því ef eitthvað spennandi kæmi upp myndi hún alltaf skoða það hið minnsta. Aðspurð hvort þau körfuboltaparið fái ekki tilboð um að leika með karla- og kvennaliði einhvers staðar segir hún að það gæti vel verið að Finnur hafi opnað á þær dyr. „Hann spilaði með B-liði hérna úti og sló í gegn þannig að það er aldrei að vita.“
Körfubolti Mest lesið „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Fótbolti Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna Fótbolti Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Íslenski boltinn Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Enski boltinn Dansarinn fær aldrei aftur að mæta á NFL-leik Sport Ólympíumeistari í bann til ársins 2031 Sport „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Handbolti Fleiri fréttir Martin má ekki koma Keflavík til bjargar „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Sjáðu stoðsendingarnar hjá Elvari í metleiknum Hver skiptir svo til nýjum Audi E-tron út fyrir sjö ára gamlan jeppa? Davis meiddist strax í fyrsta leik „Þeir þekkja hann ekki og það er aðalvesenið“ Körfuboltakvöld: Hvaða lið komast í úrslitakeppnina? Elvar sló stoðsendingamet grísku úrvalsdeildarinnar Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 78-55 | Ekki góður endir á undankeppninni Martin stoðsendingahæstur í öruggum sigri „Meiri ró og betri ára yfir Grindavík“ með Jeremy Pargo Besta frumraunin síðan Kevin Durant kom til Golden State Féll á læknisskoðun og verður ekki leikmaður Lakers Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Sjá meira