Stal bikartitlinum í Slóvakíu: Þetta var svo dramatískt Benedikt Bóas skrifar 23. janúar 2018 14:45 Lið Good Angels fagnaði titlinum um helgina að vonum vel og innilega. visir.is/Good Angels „Það eru smá tilfinningar í gangi núna því ég var að skutla mömmu og stelpunni minni á flugvöllinn. Ég hef aldrei verið svona lengi frá dóttur minni en ég verð tíu daga ein og hún því með pabba sínum – sem er kannski bara gott því að hún var orðin svolítið háð mér,“ segir Helena Sverrisdóttir, ein besta körfuboltakona landsins. Helena varð um helgina bikarmeistari með liði sínu, Good Angels Kosice, eftir spennandi leik þar sem úrslitin réðust á síðustu sekúndunum. „Það mætti alveg segja að við höfum stolið þessum sigri. Við vorum fimm stigum undir lengi vel þangað til rúmar tvær mínútur voru eftir. Þá komumst við yfir en síðustu sekúndurnar voru svolítið klikkaðar. Þær skora þegar 12 sekúndur eru eftir og komast yfir og mikil spenna. Við náðum að skora þegar tvær sekúndur voru eftir og unnum leikinn með einu stigi. Ég var alveg pínu lengi að melta þennan leik því mér fannst við ekki spila nægilega vel til að geta unnið hann. Þetta var svo dramatískt. Þær hentu boltanum út af þannig að við fengum séns og nýttum hann. Dæmið snerist við frá því í fyrra, þá var sigrinum stolið af Good Angels og þetta var því ágætis hefnd.“ Kosice er um 250 þúsund manna borg í austanverðri Slóvakíu sem Helena þekkir vel til enda spilaði hún með liðinu 2011-2013. Hún vissi því vel hvað hún var að fara út í þegar hún ákvað að taka smá sprett í deildinni en hún mun koma heim 1. febrúar og klára tímabilið með Haukum.vísir/gettyÖll fjölskyldan fór með, Finnur Atli Magnússon, sem einnig leikur með Haukum, og dóttir þeirra. „Finnur var hér úti alveg til 10. janúar en fór þá heim út af körfunni og vinnunni. Mamma kom þá og hljóp í skarðið. Það eru sex ár síðan ég var hérna og það eru enn þrjár stelpur sem voru með mér í liðinu. Það var vel tekið á móti mér og ég þekki enn marga. Það var auðvelt og þægilegt að komast inn í hlutina og það er vel hugsað um mann. Ég var að koma með fjölskylduna mína og það var ekkert mál. Við fengum bíl og íbúð og allt sem dóttirin þurfti. Það var vel passað upp á okkur.“ Helena segir að hún hafi ekkert endilega verið að leita eftir því að fara aftur út. Hún vildi allavega ekki fara bara til þess eins að fara enda Haukar í toppbaráttunni í Domino's-deild kvenna og spennandi hlutir að gerast í körfuboltanum í Hafnarfirði. „Eigandi liðsins er besti vinur umboðsmannsins míns þannig að ég treysti þeim og svo vissi ég að allt er tipptopp hérna.Helena og Finnur að njóta lífsins saman. Þau telja niður dagana að 1. febrúar.Það var líka erfitt að fara frá Haukum á miðju tímabili. Það er búið að ganga vel hjá okkur. Ég var eiginlega fengin til að komast í 8-liða úrslit Evrópukeppninnar sem tókst en fyrsti leikurinn er á fimmtudag. Svona tækifæri bjóðast auðvitað ekki á hverjum degi. Ég spila leikinn 31. janúar og flýg beint heim daginn eftir. Ég lét vita að ég ætlaði að klára tímabilið með Haukum.“ Helena segir að hún hafi ekkert endilega sett atvinnumannsdrauminn á hilluna því ef eitthvað spennandi kæmi upp myndi hún alltaf skoða það hið minnsta. Aðspurð hvort þau körfuboltaparið fái ekki tilboð um að leika með karla- og kvennaliði einhvers staðar segir hún að það gæti vel verið að Finnur hafi opnað á þær dyr. „Hann spilaði með B-liði hérna úti og sló í gegn þannig að það er aldrei að vita.“ Körfubolti Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Dagskráin í dag: Toppslagur í NBA, lokaumferð NFL, Grindavík og margt fleira Sport Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Allt er fertugum LeBron fært Körfubolti Fleiri fréttir Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Sjá meira
„Það eru smá tilfinningar í gangi núna því ég var að skutla mömmu og stelpunni minni á flugvöllinn. Ég hef aldrei verið svona lengi frá dóttur minni en ég verð tíu daga ein og hún því með pabba sínum – sem er kannski bara gott því að hún var orðin svolítið háð mér,“ segir Helena Sverrisdóttir, ein besta körfuboltakona landsins. Helena varð um helgina bikarmeistari með liði sínu, Good Angels Kosice, eftir spennandi leik þar sem úrslitin réðust á síðustu sekúndunum. „Það mætti alveg segja að við höfum stolið þessum sigri. Við vorum fimm stigum undir lengi vel þangað til rúmar tvær mínútur voru eftir. Þá komumst við yfir en síðustu sekúndurnar voru svolítið klikkaðar. Þær skora þegar 12 sekúndur eru eftir og komast yfir og mikil spenna. Við náðum að skora þegar tvær sekúndur voru eftir og unnum leikinn með einu stigi. Ég var alveg pínu lengi að melta þennan leik því mér fannst við ekki spila nægilega vel til að geta unnið hann. Þetta var svo dramatískt. Þær hentu boltanum út af þannig að við fengum séns og nýttum hann. Dæmið snerist við frá því í fyrra, þá var sigrinum stolið af Good Angels og þetta var því ágætis hefnd.“ Kosice er um 250 þúsund manna borg í austanverðri Slóvakíu sem Helena þekkir vel til enda spilaði hún með liðinu 2011-2013. Hún vissi því vel hvað hún var að fara út í þegar hún ákvað að taka smá sprett í deildinni en hún mun koma heim 1. febrúar og klára tímabilið með Haukum.vísir/gettyÖll fjölskyldan fór með, Finnur Atli Magnússon, sem einnig leikur með Haukum, og dóttir þeirra. „Finnur var hér úti alveg til 10. janúar en fór þá heim út af körfunni og vinnunni. Mamma kom þá og hljóp í skarðið. Það eru sex ár síðan ég var hérna og það eru enn þrjár stelpur sem voru með mér í liðinu. Það var vel tekið á móti mér og ég þekki enn marga. Það var auðvelt og þægilegt að komast inn í hlutina og það er vel hugsað um mann. Ég var að koma með fjölskylduna mína og það var ekkert mál. Við fengum bíl og íbúð og allt sem dóttirin þurfti. Það var vel passað upp á okkur.“ Helena segir að hún hafi ekkert endilega verið að leita eftir því að fara aftur út. Hún vildi allavega ekki fara bara til þess eins að fara enda Haukar í toppbaráttunni í Domino's-deild kvenna og spennandi hlutir að gerast í körfuboltanum í Hafnarfirði. „Eigandi liðsins er besti vinur umboðsmannsins míns þannig að ég treysti þeim og svo vissi ég að allt er tipptopp hérna.Helena og Finnur að njóta lífsins saman. Þau telja niður dagana að 1. febrúar.Það var líka erfitt að fara frá Haukum á miðju tímabili. Það er búið að ganga vel hjá okkur. Ég var eiginlega fengin til að komast í 8-liða úrslit Evrópukeppninnar sem tókst en fyrsti leikurinn er á fimmtudag. Svona tækifæri bjóðast auðvitað ekki á hverjum degi. Ég spila leikinn 31. janúar og flýg beint heim daginn eftir. Ég lét vita að ég ætlaði að klára tímabilið með Haukum.“ Helena segir að hún hafi ekkert endilega sett atvinnumannsdrauminn á hilluna því ef eitthvað spennandi kæmi upp myndi hún alltaf skoða það hið minnsta. Aðspurð hvort þau körfuboltaparið fái ekki tilboð um að leika með karla- og kvennaliði einhvers staðar segir hún að það gæti vel verið að Finnur hafi opnað á þær dyr. „Hann spilaði með B-liði hérna úti og sló í gegn þannig að það er aldrei að vita.“
Körfubolti Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Dagskráin í dag: Toppslagur í NBA, lokaumferð NFL, Grindavík og margt fleira Sport Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Allt er fertugum LeBron fært Körfubolti Fleiri fréttir Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Sjá meira