Sykurleysið er bragðgott 22. janúar 2018 11:00 ,,Þetta er í sjötta árið sem ég stend fyrir þessari áskorun sem nýtur alltaf jafn mikilla vinsælda,“ segir Júlía Magnúsdóttir heilsumarkþjálfi. MYND/ANTON BRINK Júlía Magnúsdóttir, heilsumarkþjálfi og hráfæðiskokkur, stendur fyrir ókeypis fjórtán daga sykurlausri áskorunin sem hefst í dag, mánudaginn 22. janúar. Öllum er frjálst að taka þátt og skrá sig á lifdutilfulls.is. „Þetta er sjötta árið sem ég stend fyrir þessari áskorun sem nýtur alltaf jafnmikilla vinsælda. Nú þegar eru rúmlega 25.000 manns búnir að skrá sig til leiks en þátttakendur fá sendar ókeypis uppskriftir og innkaupalista, alls fimm uppskriftir fyrir hvora viku, sem eiga að slá á sykurlöngunina.“Ekkert vesen Hún segir að þegar flestir hugsi um sykurleysi verði þeir eins og litlir krakkar sem vilja ekki sleppa nammipokanum. „Með áskoruninni langar mig að sanna að sykurleysið er bragðgott og ekkert vesen. Ég skora á alla að vera með því það er engu að tapa. Aftur á móti er ávinningurinn mikill og hafa fyrri þátttakendur talað um t.d. meiri orku, bættan svefn, meiri alhliða vellíðan og að hafa losnað við 3-5 aukakíló. Ávinningurinn er ólíkur eftir hverjum og einum en það er alveg ljóst að allir hagnast á því að taka unna sykurinn úr mataræðinu. Það eina sem ég bið um eru 10 mínútur aukalega á dag í eldhúsinu til að gera ómótstæðilega góða uppskrift sem hjálpar til við að minnka sykurlöngun og auka orkuna.“Júlía Magnúsdóttir tók mataræðið í gegn fyrir sjö árum þegar hún uppgötvaði að heilsa hennar væri á hraðri niðurleið.Tók sig í gegnSjálf breytti Júlía mataræði sínu fyrir sjö árum og tók lífsstílinn í gegn þegar hún uppgötvaði að heilsa hennar væri á hraðri niðurleið. „Ég var orðin mjög slæm af iðraólgu, orkuleysi og síþreytu og var mjög háð sykri. Auk þess greindist ég með latan skjaldkirtil sem ekki bætti ástandið.“ Með breyttu mataræði tók líf hennar 180 gráðu viðsnúning að eigin sögn. „Ég trúði varla þeirri vellíðan og orku sem fylgdi í kjölfarið. Á sama tíma varð ég heilluð af heilsufræðum og gerðist í kjölfarið heilsumarkþjálfi og næringar- og lífsstílsráðgjafi og seinna meir hráfæðiskokkur.“ Fyrir þá sem þekkja ekki hráfæði er það hugtak yfir hráa og óunna fæðu sem ekki hefur verið elduð. „Fæðan er fyrir vikið sérlega næringarrík. Hita má hráefnin allt að 40-45 gráður en þannig fara næringarefnin ekki til spillis. Vegna kuldans hér á landi kýs ég að nota hráfæði í bland við eldaðan mat og mæli með því fyrir flesta aðra líka, enda raunhæf og fjölbreytt leið í matargerð.“ Júlía gefur hér lesendum Fréttablaðsins þrjár auðveldar og hollar uppskriftir. Nánari upplýsingar um Júlíu og námskeið hennar má finna lifdutilfulls.is auk þess sem fylgjast má með henni á Facebook, Snapchat (lifdutilfulls) og Instagram.Klikkuð vegan BLT samlokaLífrænt súrdeigsbrauð 1 eggaldin, skorið í strimla 3 hvítlaukar saxaðir 2 msk. ólífuolía 1 sítróna kreist 2 tsk. paprika 2 tsk. kóríander 1 tsk. chiliduft Salt og pipar Daiya ostur í sneiðum eða vegan smurostur (notið geitaost eða mozzarella-ost ef þið kjósið í stað vegan) Handfylli klettasalat 1 tómatur Fersk basilíka Skerið eggaldin í strimla. Hrærið saman í kryddblönduna og veltið eggaldininu upp úr því. Grillið eða steikið á pönnu í 5-7 mín. eða þar til eggaldinið er orðið mjúkt. Fyrir fljótlegri samloku má sleppa eggaldininu. Smyrjið tvær súrdeigsbrauðsneiðar með osti. Raðið á aðra sneiðina ferskri basilíku, tómatsneiðum, grilluðu eggaldin, klettasalati og lokið samlokunni. Best er að grilla samlokuna örlítið í samlokugrilli en samlokan er einnig góð köld.Vanillu- og myntudraumur er dásamlegur drykkur.Vanillu- og myntudraumur Uppskrift fyrir 2Vanillumjólk 2 bollar (1 dós) kókosmjólk Nokkrir vanilludropar eða stevía með vanillubragðiMyntuþeytingur 1 bolli möndlu- eða kókosmjólk 2 handfylli spínat 1 banani 4 msk. chia-fræ, útbleytt 8 myntulauf 1 msk. hemp-fræ Hrærið allt saman í vanillumjólkina í blandara. Hellið í tvö glös eða glerflöskur til að geyma. Setjið næst hráefni fyrir myntuþeytinginn í blandarann og hrærið. Hellið yfir glösin og hrærið með skeið fyrir fallega áferð.Fræmix1 bolli möndlur, hnetur eða fræ ¼ bolli þurrkaðir ávextir ¼ bolli sykurlaust súkkulaði, brotið niður eða saxað Hrærið saman í blöndu. Geymið í glerkrukku og stelist í þegar sykurlöngunin lætur finna fyrir sér. Heilsa Matur Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
Júlía Magnúsdóttir, heilsumarkþjálfi og hráfæðiskokkur, stendur fyrir ókeypis fjórtán daga sykurlausri áskorunin sem hefst í dag, mánudaginn 22. janúar. Öllum er frjálst að taka þátt og skrá sig á lifdutilfulls.is. „Þetta er sjötta árið sem ég stend fyrir þessari áskorun sem nýtur alltaf jafnmikilla vinsælda. Nú þegar eru rúmlega 25.000 manns búnir að skrá sig til leiks en þátttakendur fá sendar ókeypis uppskriftir og innkaupalista, alls fimm uppskriftir fyrir hvora viku, sem eiga að slá á sykurlöngunina.“Ekkert vesen Hún segir að þegar flestir hugsi um sykurleysi verði þeir eins og litlir krakkar sem vilja ekki sleppa nammipokanum. „Með áskoruninni langar mig að sanna að sykurleysið er bragðgott og ekkert vesen. Ég skora á alla að vera með því það er engu að tapa. Aftur á móti er ávinningurinn mikill og hafa fyrri þátttakendur talað um t.d. meiri orku, bættan svefn, meiri alhliða vellíðan og að hafa losnað við 3-5 aukakíló. Ávinningurinn er ólíkur eftir hverjum og einum en það er alveg ljóst að allir hagnast á því að taka unna sykurinn úr mataræðinu. Það eina sem ég bið um eru 10 mínútur aukalega á dag í eldhúsinu til að gera ómótstæðilega góða uppskrift sem hjálpar til við að minnka sykurlöngun og auka orkuna.“Júlía Magnúsdóttir tók mataræðið í gegn fyrir sjö árum þegar hún uppgötvaði að heilsa hennar væri á hraðri niðurleið.Tók sig í gegnSjálf breytti Júlía mataræði sínu fyrir sjö árum og tók lífsstílinn í gegn þegar hún uppgötvaði að heilsa hennar væri á hraðri niðurleið. „Ég var orðin mjög slæm af iðraólgu, orkuleysi og síþreytu og var mjög háð sykri. Auk þess greindist ég með latan skjaldkirtil sem ekki bætti ástandið.“ Með breyttu mataræði tók líf hennar 180 gráðu viðsnúning að eigin sögn. „Ég trúði varla þeirri vellíðan og orku sem fylgdi í kjölfarið. Á sama tíma varð ég heilluð af heilsufræðum og gerðist í kjölfarið heilsumarkþjálfi og næringar- og lífsstílsráðgjafi og seinna meir hráfæðiskokkur.“ Fyrir þá sem þekkja ekki hráfæði er það hugtak yfir hráa og óunna fæðu sem ekki hefur verið elduð. „Fæðan er fyrir vikið sérlega næringarrík. Hita má hráefnin allt að 40-45 gráður en þannig fara næringarefnin ekki til spillis. Vegna kuldans hér á landi kýs ég að nota hráfæði í bland við eldaðan mat og mæli með því fyrir flesta aðra líka, enda raunhæf og fjölbreytt leið í matargerð.“ Júlía gefur hér lesendum Fréttablaðsins þrjár auðveldar og hollar uppskriftir. Nánari upplýsingar um Júlíu og námskeið hennar má finna lifdutilfulls.is auk þess sem fylgjast má með henni á Facebook, Snapchat (lifdutilfulls) og Instagram.Klikkuð vegan BLT samlokaLífrænt súrdeigsbrauð 1 eggaldin, skorið í strimla 3 hvítlaukar saxaðir 2 msk. ólífuolía 1 sítróna kreist 2 tsk. paprika 2 tsk. kóríander 1 tsk. chiliduft Salt og pipar Daiya ostur í sneiðum eða vegan smurostur (notið geitaost eða mozzarella-ost ef þið kjósið í stað vegan) Handfylli klettasalat 1 tómatur Fersk basilíka Skerið eggaldin í strimla. Hrærið saman í kryddblönduna og veltið eggaldininu upp úr því. Grillið eða steikið á pönnu í 5-7 mín. eða þar til eggaldinið er orðið mjúkt. Fyrir fljótlegri samloku má sleppa eggaldininu. Smyrjið tvær súrdeigsbrauðsneiðar með osti. Raðið á aðra sneiðina ferskri basilíku, tómatsneiðum, grilluðu eggaldin, klettasalati og lokið samlokunni. Best er að grilla samlokuna örlítið í samlokugrilli en samlokan er einnig góð köld.Vanillu- og myntudraumur er dásamlegur drykkur.Vanillu- og myntudraumur Uppskrift fyrir 2Vanillumjólk 2 bollar (1 dós) kókosmjólk Nokkrir vanilludropar eða stevía með vanillubragðiMyntuþeytingur 1 bolli möndlu- eða kókosmjólk 2 handfylli spínat 1 banani 4 msk. chia-fræ, útbleytt 8 myntulauf 1 msk. hemp-fræ Hrærið allt saman í vanillumjólkina í blandara. Hellið í tvö glös eða glerflöskur til að geyma. Setjið næst hráefni fyrir myntuþeytinginn í blandarann og hrærið. Hellið yfir glösin og hrærið með skeið fyrir fallega áferð.Fræmix1 bolli möndlur, hnetur eða fræ ¼ bolli þurrkaðir ávextir ¼ bolli sykurlaust súkkulaði, brotið niður eða saxað Hrærið saman í blöndu. Geymið í glerkrukku og stelist í þegar sykurlöngunin lætur finna fyrir sér.
Heilsa Matur Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira