Enginn borgar reikninga bara með brosinu Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 20. janúar 2018 09:00 Hrafnhildur ver nú meiri tíma á bakkanum þar sem hún þjálfar unga og efnilega krakka hjá SH. fréttablaðið/Hanna Líf afreksíþróttamanns í einstaklingsíþróttum á Íslandi er ekki alltaf dans á rósum. Það þekkir Hrafnhildur Lúthersdóttir, ein af okkar allra bestu sundkonum fyrr og síðar. Hún tilkynnti í vikunni að hún væri hætt en staða hennar innan sundheimsins er þannig að hún er sú fimmta besta í Evrópu í bringusundinu og á topp 10 í heiminum. Hún hefur átt geggjaðan feril, algjörlega magnaðan. Hún tilkynnti ákvörðun sína á þakkargjörðarhátíð sem hún hélt í Hafnarfirði ásamt Ingibjörgu Jónsdóttur á sunnudaginn þar sem þær stöllur þökkuðu hverjum og einum sem hefur stutt þær. Þar kom fram í máli Klaus Jurgen Ohk, sem þjálfaði þær lengi, að þær hefðu synt um 46 þúsund kílómetra á æfingum hjá honum. Það er svipað og að synda kringum jörðina.Kominn uppúr eftir magnað sund á Ólympíuleikunum í Rio í Brasilíu, ánægð og kát. Fréttablaðið/Anton Brink„Við vildum gefa þeim sem hafa gengið í gegnum þetta allt með okkur viðurkenningar. Við höfum fengið fullt af viðurkenningum sjálfar og nú var komið að okkur að þakka fyrir. Þarna voru samankomnar fjölskyldur og vinir, dómarar og þjálfarar og fulltrúar frá Hafnarfjarðarbæ sem hafa stutt vel við bakið á okkur í gegnum tíðina. Við vorum með heimabakað en það dugði,“ segir Hrafnhildur. „Því miður er það þannig í sundinu að það er ekki mikill peningur í íþróttinni þó það séu borgaðar einhverjar ferðir en uppihald er ekkert með inni í því. Það gat verið mjög erfitt að ná endum saman. Þegar ég var unglingur þá lifði maður á foreldrum sínum og vonaði að þau ættu pening fyrir mótum og uppihaldi. Þegar maður verður fullorðinn kemur að því að maður vill sjá fyrir sér sjálfur. Fer í skóla eða vinnu og reynir að sinna íþróttinni með. Það er erfitt að samræma þetta allt. Ég er á ákveðnum stað núna, 10. besta í heiminum og þá er mjög erfitt að synda og geta ekki gefið sig 100 prósent í það. Til að halda áfram og bæta mig þá verð ég að gefa mig alla í íþróttina en ég get það ekki ef ég er að vinna, eða eins og í mínu tilviki, að fara í skóla. Þá er það erfiðara. Það er því miður ekki hægt að vera atvinnumaður í sundi og það borgar enginn reikninga með brosinu.“Stóra stundin runnin upp. Hrafnhildur að gera sig klára að synda á Ólympíuleikunum í Rio. Fréttablaðið/Anton BrinkHrafnhildur var í fimm ár í Bandaríkjunum í skóla og gat einbeitt sér nánast algjörlega að sundinu. Það var ekkert annað að trufla, nema námið auðvitað, en hún synti fyrir Flórídaháskóla og nam þar almannatengsl. „Þar er gott skipulag. Ég var á skólastyrk sem þýðir frítt nám, bækur, leiga og matur – þannig að ég gat lifað. Ég einbeitti mér vissulega að skólanum en líka að sundinu. Þegar ég var að fara á mót þá var búið að bjarga öllum málum varðandi skólann. Annaðhvort tók ég prófin fyrir eða eftir mótin eða ég fékk einkunn ef ég var að standa mig vel. Þá þurfti ég ekki að velta skólanum mikið fyrir mér og ef ég var dugleg að spara þá gat ég komist í bíó með vinum. Hér heima er ekki í boði að fá vikufrí þó það sé Evrópumeistaramót eða einhver stór mót. Háskóli og vinna taka lítið tillit til þess. Maður er yfirleitt rúma viku á stórmóti og auðvitað er hægt að taka sjúkrapróf en þetta verður frekar erfitt þegar maður verður eldri. Þess vegna er ég ánægð með þessa ákvörðun og held að hún sé rétt.“Hrafnhildur á ógrynni af verðlaunum eftir ferilinn. Hér er hún á EM í sundi þar sem hún fékk þrenn verðlaun.Nú taka við önnur ævintýri, næstu skref og þau munu væntanlega taka allan þann tíma sem Hrafnhildur hefur því hún ætlar að taka læknisfræðiprófið í sumar. „Ég ætla að komast þar inn og hefja nám í haust. Trúlega fer keppnisskapið mitt í læknisfræðina og það verður íþróttin mín í staðinn. Ég er útskrifaður almannatengill og læknisfræðin er alveg allt annað. Læknisfræðin hefur alltaf heillað og ég byrjaði aðeins í henni þegar ég bjó í Bandaríkjunum en ég fór í annað. Áhuginn hefur þó alltaf verið til staðar og hvarf aldrei þannig að ég ætla að láta vaða. Ég er orðin eldri og ég veit hvað ég vil gera þannig að það er um að gera að kýla á þetta.“ Þrátt fyrir að hafa sett keppnissundbolinn á hilluna eyðir hún enn miklum tíma í Sundhöllinni því hún er að þjálfa unga og efnilega krakka í Sundfélagi Hafnarfjarðar. Hún segir það mjög gefandi að þjálfa. „Ég er búin að halda námskeið fyrir krakka sem langar að læra bringusund betur og það er eitthvað sem mig langar að gera meira af. Ég fæ oft spurninguna hvernig maður undirbúi sig fyrir stórmót, hvernig maður heldur stressinu niðri og hvað gerir maður í aðdragandanum og svo framvegis. Ég get aðeins sagt þeim frá minni reynslu.“ Hún segir að margir krakkar séu mjög efnilegir og það væri vel hægt að stefna að því að hafa krakka á Ólympíuleikunum árið 2020. Það sé þó stórt kynslóðabil sem þurfi að huga að. „Það er of mikið um að krakkar séu að detta út á unglingsaldri. Félagslífið kallar og framhaldsskólinn og kannski eitthvað annað sem er merkilegra. Það felast margar fórnir í þessu eins og öllum öðrum íþróttum. Það þarf að reyna að halda krökkunum lengur og ég vona að ég hafi verið fyrirmynd í því hve langt er hægt að ná en ég náði ekki árangri fyrr en 24-25 ára. Það er stórt kynslóðabil núna í sundinu. Þegar ég er að keppa hér heima er ég næstum 10 árum eldri en næsta manneskja.“ Hrafnhildur lætur ekki sitja við orðin tóm því hún er komin í stjórn Sundsambandsins þar sem hún ætlar að láta verkin tala. „Ég er að reyna að bæta þennan sundheim. Ég byrjaði bara í ágúst í fyrra og hingað til hefur þetta verið mjög mikil reynsla og ég er búin að læra helling á þetta batterí, eins og ég vildi. Læra hvað er á bak við margar ákvarðanir og skilja þær. Það vantar svolítið, eða mér fannst það á sínum tíma, og ég vona að ég sé að ryðja þá leið að það séu meiri samskipti milli sundmanna og Sundsambandsins.“ Hún bendir á að nánast allir Íslendingar fari í sund og flestir kunni að renna sér nokkrar ferðir fram og til baka sér til heilsubótar. Nú er þó komið að tímamótum hjá Hrafnhildi og sú tíunda besta hefur sagt þetta gott. Stigið upp úr keppnislauginni í síðasta sinn og tími kominn á önnur ævintýri. „Þegar ég horfi til baka er ég mjög stolt af ferlinum mínum. Núna þegar ég hef tíma er ég að horfa aðeins í baksýnisspegilinn og sjá hvað ég gerði í raun og veru vel. Maður fékk ekki alltaf tíma til þess því það var alltaf næsta mót og næsta sund. Nú er að renna upp fyrir mér að það var svolítið góður árangur að ná í þrjár medalíur á EM, komast í úrslit á Ólympíuleikunum og setja heimsmet og vinna heimsmeistara svo fátt eitt sé nefnt. Ég tek eftir því að núna þegar ég er hætt að ég er búin að fá margar kveðjur frá þeim sem ég synti með og á móti og frá þeim fjölmörgu sem studdu mig og ég er farin að meðtaka að trúlega var þetta alveg ágætt hjá mér.“ Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Líf afreksíþróttamanns í einstaklingsíþróttum á Íslandi er ekki alltaf dans á rósum. Það þekkir Hrafnhildur Lúthersdóttir, ein af okkar allra bestu sundkonum fyrr og síðar. Hún tilkynnti í vikunni að hún væri hætt en staða hennar innan sundheimsins er þannig að hún er sú fimmta besta í Evrópu í bringusundinu og á topp 10 í heiminum. Hún hefur átt geggjaðan feril, algjörlega magnaðan. Hún tilkynnti ákvörðun sína á þakkargjörðarhátíð sem hún hélt í Hafnarfirði ásamt Ingibjörgu Jónsdóttur á sunnudaginn þar sem þær stöllur þökkuðu hverjum og einum sem hefur stutt þær. Þar kom fram í máli Klaus Jurgen Ohk, sem þjálfaði þær lengi, að þær hefðu synt um 46 þúsund kílómetra á æfingum hjá honum. Það er svipað og að synda kringum jörðina.Kominn uppúr eftir magnað sund á Ólympíuleikunum í Rio í Brasilíu, ánægð og kát. Fréttablaðið/Anton Brink„Við vildum gefa þeim sem hafa gengið í gegnum þetta allt með okkur viðurkenningar. Við höfum fengið fullt af viðurkenningum sjálfar og nú var komið að okkur að þakka fyrir. Þarna voru samankomnar fjölskyldur og vinir, dómarar og þjálfarar og fulltrúar frá Hafnarfjarðarbæ sem hafa stutt vel við bakið á okkur í gegnum tíðina. Við vorum með heimabakað en það dugði,“ segir Hrafnhildur. „Því miður er það þannig í sundinu að það er ekki mikill peningur í íþróttinni þó það séu borgaðar einhverjar ferðir en uppihald er ekkert með inni í því. Það gat verið mjög erfitt að ná endum saman. Þegar ég var unglingur þá lifði maður á foreldrum sínum og vonaði að þau ættu pening fyrir mótum og uppihaldi. Þegar maður verður fullorðinn kemur að því að maður vill sjá fyrir sér sjálfur. Fer í skóla eða vinnu og reynir að sinna íþróttinni með. Það er erfitt að samræma þetta allt. Ég er á ákveðnum stað núna, 10. besta í heiminum og þá er mjög erfitt að synda og geta ekki gefið sig 100 prósent í það. Til að halda áfram og bæta mig þá verð ég að gefa mig alla í íþróttina en ég get það ekki ef ég er að vinna, eða eins og í mínu tilviki, að fara í skóla. Þá er það erfiðara. Það er því miður ekki hægt að vera atvinnumaður í sundi og það borgar enginn reikninga með brosinu.“Stóra stundin runnin upp. Hrafnhildur að gera sig klára að synda á Ólympíuleikunum í Rio. Fréttablaðið/Anton BrinkHrafnhildur var í fimm ár í Bandaríkjunum í skóla og gat einbeitt sér nánast algjörlega að sundinu. Það var ekkert annað að trufla, nema námið auðvitað, en hún synti fyrir Flórídaháskóla og nam þar almannatengsl. „Þar er gott skipulag. Ég var á skólastyrk sem þýðir frítt nám, bækur, leiga og matur – þannig að ég gat lifað. Ég einbeitti mér vissulega að skólanum en líka að sundinu. Þegar ég var að fara á mót þá var búið að bjarga öllum málum varðandi skólann. Annaðhvort tók ég prófin fyrir eða eftir mótin eða ég fékk einkunn ef ég var að standa mig vel. Þá þurfti ég ekki að velta skólanum mikið fyrir mér og ef ég var dugleg að spara þá gat ég komist í bíó með vinum. Hér heima er ekki í boði að fá vikufrí þó það sé Evrópumeistaramót eða einhver stór mót. Háskóli og vinna taka lítið tillit til þess. Maður er yfirleitt rúma viku á stórmóti og auðvitað er hægt að taka sjúkrapróf en þetta verður frekar erfitt þegar maður verður eldri. Þess vegna er ég ánægð með þessa ákvörðun og held að hún sé rétt.“Hrafnhildur á ógrynni af verðlaunum eftir ferilinn. Hér er hún á EM í sundi þar sem hún fékk þrenn verðlaun.Nú taka við önnur ævintýri, næstu skref og þau munu væntanlega taka allan þann tíma sem Hrafnhildur hefur því hún ætlar að taka læknisfræðiprófið í sumar. „Ég ætla að komast þar inn og hefja nám í haust. Trúlega fer keppnisskapið mitt í læknisfræðina og það verður íþróttin mín í staðinn. Ég er útskrifaður almannatengill og læknisfræðin er alveg allt annað. Læknisfræðin hefur alltaf heillað og ég byrjaði aðeins í henni þegar ég bjó í Bandaríkjunum en ég fór í annað. Áhuginn hefur þó alltaf verið til staðar og hvarf aldrei þannig að ég ætla að láta vaða. Ég er orðin eldri og ég veit hvað ég vil gera þannig að það er um að gera að kýla á þetta.“ Þrátt fyrir að hafa sett keppnissundbolinn á hilluna eyðir hún enn miklum tíma í Sundhöllinni því hún er að þjálfa unga og efnilega krakka í Sundfélagi Hafnarfjarðar. Hún segir það mjög gefandi að þjálfa. „Ég er búin að halda námskeið fyrir krakka sem langar að læra bringusund betur og það er eitthvað sem mig langar að gera meira af. Ég fæ oft spurninguna hvernig maður undirbúi sig fyrir stórmót, hvernig maður heldur stressinu niðri og hvað gerir maður í aðdragandanum og svo framvegis. Ég get aðeins sagt þeim frá minni reynslu.“ Hún segir að margir krakkar séu mjög efnilegir og það væri vel hægt að stefna að því að hafa krakka á Ólympíuleikunum árið 2020. Það sé þó stórt kynslóðabil sem þurfi að huga að. „Það er of mikið um að krakkar séu að detta út á unglingsaldri. Félagslífið kallar og framhaldsskólinn og kannski eitthvað annað sem er merkilegra. Það felast margar fórnir í þessu eins og öllum öðrum íþróttum. Það þarf að reyna að halda krökkunum lengur og ég vona að ég hafi verið fyrirmynd í því hve langt er hægt að ná en ég náði ekki árangri fyrr en 24-25 ára. Það er stórt kynslóðabil núna í sundinu. Þegar ég er að keppa hér heima er ég næstum 10 árum eldri en næsta manneskja.“ Hrafnhildur lætur ekki sitja við orðin tóm því hún er komin í stjórn Sundsambandsins þar sem hún ætlar að láta verkin tala. „Ég er að reyna að bæta þennan sundheim. Ég byrjaði bara í ágúst í fyrra og hingað til hefur þetta verið mjög mikil reynsla og ég er búin að læra helling á þetta batterí, eins og ég vildi. Læra hvað er á bak við margar ákvarðanir og skilja þær. Það vantar svolítið, eða mér fannst það á sínum tíma, og ég vona að ég sé að ryðja þá leið að það séu meiri samskipti milli sundmanna og Sundsambandsins.“ Hún bendir á að nánast allir Íslendingar fari í sund og flestir kunni að renna sér nokkrar ferðir fram og til baka sér til heilsubótar. Nú er þó komið að tímamótum hjá Hrafnhildi og sú tíunda besta hefur sagt þetta gott. Stigið upp úr keppnislauginni í síðasta sinn og tími kominn á önnur ævintýri. „Þegar ég horfi til baka er ég mjög stolt af ferlinum mínum. Núna þegar ég hef tíma er ég að horfa aðeins í baksýnisspegilinn og sjá hvað ég gerði í raun og veru vel. Maður fékk ekki alltaf tíma til þess því það var alltaf næsta mót og næsta sund. Nú er að renna upp fyrir mér að það var svolítið góður árangur að ná í þrjár medalíur á EM, komast í úrslit á Ólympíuleikunum og setja heimsmet og vinna heimsmeistara svo fátt eitt sé nefnt. Ég tek eftir því að núna þegar ég er hætt að ég er búin að fá margar kveðjur frá þeim sem ég synti með og á móti og frá þeim fjölmörgu sem studdu mig og ég er farin að meðtaka að trúlega var þetta alveg ágætt hjá mér.“
Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira