Hátt í hundrað börn fá hjálp úr atvinnulífinu Jón Hákon Halldórsson skrifar 8. febrúar 2018 06:00 Björgvin Ingibergsson starfar hjá Tölvuteki eftir hádegi á miðvikudögum og kann því vel. Fyrirtækin sem taka þátt eru fjölbreytt. Vísir/Anton Brink „Ég byrjaði í ágúst og kann mjög vel við mig,“ segir Björgvin G. Ingibergsson. Hann er nemandi í 10. bekk Háaleitisskóla. Hluta úr skólatímanum starfar hann í versluninni Tölvutek. Þar hefur hann bæði fengið að vinna á verkstæðinu og í ráðgjöf við kúnna eftir hádegi á miðvikudögum. Hann segir hvort tveggja henta sér, en þó sé skemmtilegra í versluninni. „Mér líkar best við mig hér að hjálpa fólki. Ég spila rosalega mikið tölvuleiki og á auðvelt með að leiðbeina fólki að því sem það er að leita að hérna,“ segir hann. Björgvin er þátttakandi í verkefninu Atvinnutengt nám sem Reykjavíkurborg býður upp á í samstarfi við atvinnulífið. Þar er nemendum gefið tækifæri á að kynnast atvinnulífinu. Markmiðið er að mæta þeim nemendum sem líður illa í skóla og eiga undir högg að sækja félagslega. Þá er markmiðið að bæta líðan nemenda, að styrkja sjálfsmynd þeirra og vinna með umhverfislæsi þeirra. Börnin geta unnið allt að fjórar klukkustundir á viku, en ein klukkustund jafngildir 1,5 kennslustundum. Á hverjum vinnustað njóta þau leiðsagnar verkstjóra eða annarra starfsmanna. Arna Hrönn Aradóttir, hjá Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts, er verkefnastjóri Atvinnutengds náms. „Það sem við erum að vinna í núna er að fá meira samstarf við atvinnulífið af því að núna er ég með 25 krakka á biðlista og ég fæ ekki pláss fyrir þau. Mig vantar fleiri fyrirtæki.“ Núna eru 85 grunnskólabörn í Atvinnutengdu námi og hefur eftirspurn aukist verulega eftir áramót. „Þetta er oftast mætingarvandi og það er skólaleiði hjá 9. og 10. bekk. Börnin einangrast félagslega og þetta er kvíði,“ segir Arna um ástæður þess að nemendur sækja í þetta úrræði. Börnin þurfi að fá tækifæri til að efla sig á öðrum vettvangi en í skólanum. Reykjavíkurborg greiðir nemendunum fyrir vinnuna og fær nemandi í 9. bekk 600 krónur en nemandi í 10. bekk fær 800 krónur. Fyrirtækin sem taka þátt í verkefninu með því að bjóða börnum vinnu eru fjölbreytt. Arna segir athuganir benda til þess að nemendur sem þiggja þetta úrræði hafi valið að fara í iðnnám að lokum grunnskóla frekar en að hætta í skóla. „Kokkanám, bifvélavirkjun, málmsmíði og þar fram eftir götunum,“ segir hún.Uppfært klukkan 10:25Í fyrri útgáfu fréttarinnar stóð að Björgvin væri í Hvassaleitisskóla. Hið rétta er að hann er í Háaleitisskóla. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
„Ég byrjaði í ágúst og kann mjög vel við mig,“ segir Björgvin G. Ingibergsson. Hann er nemandi í 10. bekk Háaleitisskóla. Hluta úr skólatímanum starfar hann í versluninni Tölvutek. Þar hefur hann bæði fengið að vinna á verkstæðinu og í ráðgjöf við kúnna eftir hádegi á miðvikudögum. Hann segir hvort tveggja henta sér, en þó sé skemmtilegra í versluninni. „Mér líkar best við mig hér að hjálpa fólki. Ég spila rosalega mikið tölvuleiki og á auðvelt með að leiðbeina fólki að því sem það er að leita að hérna,“ segir hann. Björgvin er þátttakandi í verkefninu Atvinnutengt nám sem Reykjavíkurborg býður upp á í samstarfi við atvinnulífið. Þar er nemendum gefið tækifæri á að kynnast atvinnulífinu. Markmiðið er að mæta þeim nemendum sem líður illa í skóla og eiga undir högg að sækja félagslega. Þá er markmiðið að bæta líðan nemenda, að styrkja sjálfsmynd þeirra og vinna með umhverfislæsi þeirra. Börnin geta unnið allt að fjórar klukkustundir á viku, en ein klukkustund jafngildir 1,5 kennslustundum. Á hverjum vinnustað njóta þau leiðsagnar verkstjóra eða annarra starfsmanna. Arna Hrönn Aradóttir, hjá Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts, er verkefnastjóri Atvinnutengds náms. „Það sem við erum að vinna í núna er að fá meira samstarf við atvinnulífið af því að núna er ég með 25 krakka á biðlista og ég fæ ekki pláss fyrir þau. Mig vantar fleiri fyrirtæki.“ Núna eru 85 grunnskólabörn í Atvinnutengdu námi og hefur eftirspurn aukist verulega eftir áramót. „Þetta er oftast mætingarvandi og það er skólaleiði hjá 9. og 10. bekk. Börnin einangrast félagslega og þetta er kvíði,“ segir Arna um ástæður þess að nemendur sækja í þetta úrræði. Börnin þurfi að fá tækifæri til að efla sig á öðrum vettvangi en í skólanum. Reykjavíkurborg greiðir nemendunum fyrir vinnuna og fær nemandi í 9. bekk 600 krónur en nemandi í 10. bekk fær 800 krónur. Fyrirtækin sem taka þátt í verkefninu með því að bjóða börnum vinnu eru fjölbreytt. Arna segir athuganir benda til þess að nemendur sem þiggja þetta úrræði hafi valið að fara í iðnnám að lokum grunnskóla frekar en að hætta í skóla. „Kokkanám, bifvélavirkjun, málmsmíði og þar fram eftir götunum,“ segir hún.Uppfært klukkan 10:25Í fyrri útgáfu fréttarinnar stóð að Björgvin væri í Hvassaleitisskóla. Hið rétta er að hann er í Háaleitisskóla.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira