Gera þarf betur hvað varðar mannréttindi intersex-fólks Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. febrúar 2018 20:00 Á Íslandi skortir víðtækari jafnréttislöggjöf sem bannar mismunun á grundvelli kynhneigðar, kynvitundar og kyneinkenna. Þá eru mannréttindi intersex fólks oft virt að vettugi, bæði hérlendis og erlendis, þegar gripið er til óþarfa skurðaðgerða, jafnvel þegar ung börn eiga í hlut. Þetta var meðal þess sem var til umræðu á málþingi um mannréttindi intersex fólks sem fram fór í dag. Meðal þeirra sem þar fluttu erindi var Piet de Bruyn, skýrslugjafi Evrópuráðsins um réttindi hinsegin fólks og höfundur skýrslu ráðsins um mannréttindi intersex fólks. „Intersex-fólk fæðist með kyneinkenni sem passa hvorki við hugmyndir um karlkyn né kvenkyn. Það er aðeins öðruvísi en það er allt og sumt. Það þarf ekki að laga það, það þarf ekki að lækna það, það þarf bara að virða þetta fólk sem manneskjur,“ segir de Bruyn, í samtali við Stöð2. Rannsóknir sýna að um 1,7% Evrópubúa fæðist með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni og eru þessir einstaklingar oft látnir sæta óafturkræfum inngripum á borð við skurðaðgerðir eða hormónameðferðir í þeim tilgangi að laga kyneinkenni að væntingum um dæmigert útlit og form. Slík inngrip eru jafnvel gerð á mjög ungum börnum en þetta hafa mannréttindasamtök lengi gagnrýnt.Margar leiðir til að gera betur „Þótt það væri bara ein manneskja í Evrópu ættum við að líta á þetta sem mjög alvarlegt mannréttindabrot,“ segir de Bruyn. Í skýrslu Evrópuráðsins eru gefin ráðgefandi fyrirmæli um hvernig ríki geti gert bragarbót á. Meðal þess sem lagt er til er að fresta líkamlegu inngripi þar til einstaklingur getur sjálfur tekið þátt í ákvörðuninni, bætt heilbrigðisþjónusta sem sniðin er að þörfum intersex-fólks, sveigjanlegri löggjöf um skráningu kyns, bann við hvers konar mismunun gegn intersex-fólki og síðast en ekki síst, vitundarvakning á meðal almennings og heilbrigðisstarfsfólks. Ísland er engin undantekning hvað þetta varðar en þróunin virðist vera í rétta átt að sögn de Bruyn sem staddur er hér á landi sérstaklega til að taka þátt í ráðstefnunni og vekja máls á mannréttindum intersex-fólks. „Ég hef heyrt að það sé pólitískur vilji til að breyta lögunum og laga þau að mannréttindum og það tel ég mjög mikilvægt. Ég er hér til að styðja þá hugmynd að setja ný lög um þessi mál.“ Að málþinginu í dag stóðu mannréttindasamtökin Intersex Ísland, Samtökin 78, Íslandsdeild Amnesty International og Mannréttindaskrifstofa Íslands. Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira
Á Íslandi skortir víðtækari jafnréttislöggjöf sem bannar mismunun á grundvelli kynhneigðar, kynvitundar og kyneinkenna. Þá eru mannréttindi intersex fólks oft virt að vettugi, bæði hérlendis og erlendis, þegar gripið er til óþarfa skurðaðgerða, jafnvel þegar ung börn eiga í hlut. Þetta var meðal þess sem var til umræðu á málþingi um mannréttindi intersex fólks sem fram fór í dag. Meðal þeirra sem þar fluttu erindi var Piet de Bruyn, skýrslugjafi Evrópuráðsins um réttindi hinsegin fólks og höfundur skýrslu ráðsins um mannréttindi intersex fólks. „Intersex-fólk fæðist með kyneinkenni sem passa hvorki við hugmyndir um karlkyn né kvenkyn. Það er aðeins öðruvísi en það er allt og sumt. Það þarf ekki að laga það, það þarf ekki að lækna það, það þarf bara að virða þetta fólk sem manneskjur,“ segir de Bruyn, í samtali við Stöð2. Rannsóknir sýna að um 1,7% Evrópubúa fæðist með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni og eru þessir einstaklingar oft látnir sæta óafturkræfum inngripum á borð við skurðaðgerðir eða hormónameðferðir í þeim tilgangi að laga kyneinkenni að væntingum um dæmigert útlit og form. Slík inngrip eru jafnvel gerð á mjög ungum börnum en þetta hafa mannréttindasamtök lengi gagnrýnt.Margar leiðir til að gera betur „Þótt það væri bara ein manneskja í Evrópu ættum við að líta á þetta sem mjög alvarlegt mannréttindabrot,“ segir de Bruyn. Í skýrslu Evrópuráðsins eru gefin ráðgefandi fyrirmæli um hvernig ríki geti gert bragarbót á. Meðal þess sem lagt er til er að fresta líkamlegu inngripi þar til einstaklingur getur sjálfur tekið þátt í ákvörðuninni, bætt heilbrigðisþjónusta sem sniðin er að þörfum intersex-fólks, sveigjanlegri löggjöf um skráningu kyns, bann við hvers konar mismunun gegn intersex-fólki og síðast en ekki síst, vitundarvakning á meðal almennings og heilbrigðisstarfsfólks. Ísland er engin undantekning hvað þetta varðar en þróunin virðist vera í rétta átt að sögn de Bruyn sem staddur er hér á landi sérstaklega til að taka þátt í ráðstefnunni og vekja máls á mannréttindum intersex-fólks. „Ég hef heyrt að það sé pólitískur vilji til að breyta lögunum og laga þau að mannréttindum og það tel ég mjög mikilvægt. Ég er hér til að styðja þá hugmynd að setja ný lög um þessi mál.“ Að málþinginu í dag stóðu mannréttindasamtökin Intersex Ísland, Samtökin 78, Íslandsdeild Amnesty International og Mannréttindaskrifstofa Íslands.
Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira