Að skynja hjartsláttinn í heimabyggð Elfa Svanhildur Hermannsdóttir skrifar 16. febrúar 2018 09:54 Einn af hornsteinum samfélagsins er að fólk geti sótt sér þá menntun sem hugur þess stendur til, óháð búsetu og efnahag. Samfélagsbreytingarnar eru hraðar, nú sem aldrei fyrr, og námsframboð þarf ætíð að taka mið af þeim. Símenntunarmiðstöðvar starfa í öllum landshlutum og gegna afar mikilvægu hlutverki. Ég dreg reyndar í efa að fólk geri sér almennt grein fyrir því hversu fjölbreytt verkefni eru á hendi þeirra. Á fámennari svæðum er gildi símenntunarmiðstöðvanna enn augljósara. Hið nána samstarf við nærumhverfið skiptir svo miklu máli. Ekki bara hvað varðar grunn- og framhaldsskóla, ekkert síður varðandi framhaldsfræðslu og símenntun.Menntunin til fólksins Á þeim tíma sem ég hef starfað að símenntunarmálum á Vestfjörðum hef ég styrkst í þeirri trú að það skipti miklu máli að færa menntunina nær fólkinu. Það er einfaldlega lykilatriði í því að fólk nýti sér það nám sem í boði er á hverjum tíma. Eðli símenntunarmiðstöðvanna um allt land er að skynja hjartsláttinn á þeim svæðum sem þær starfa og geta þannig brugðist skjótt við og sett upp nám með skömmum fyrirvara. Gott dæmi um þetta er námskeiðahald sem komið var á fót með skömmum fyrirvara í verkfalli sjómanna í byrjun síðasta árs. Við skynjum þarfirnar á okkar svæðum og vinnum náið með atvinnulífinu, verðum við óskum þess um tiltekin námskeið eða námslínur eða höfum frumkvæði að því að bjóða upp á slíkt.Starfsþróunarnámskeið á landsbyggðinni Mitt mat er að brýn nauðsyn sé á því að starfsmenntasjóðirnir, sem fólk greiðir til af launum sínum, bjóði upp á starfsþróunarnámskeið úti í hinum dreifðu byggðum. Það er ekki nóg að bjóða upp á slík námskeið á höfuðborgarsvæðinu, það kostar umtalsverða fjármuni og tekur tíma fyrir fólk af landsbyggðinni að sækja sér endurmenntun til Reykjavíkur. Það er mér því mikið gleðiefni að ítrekaðar óskir um að bjóða upp á starfsþróunarnámskeið á Vestfjörðum fyrir opinbera starfsmenn hafa loks borið ávöxt. Gerður hefur verið samningur við Ríkismennt til hálfs árs um námskeiðahald hér fyrir vestan og er litið á þetta sem tilraunaverkefni, sem vonandi verður framhald á. Einnig hefur verið gerður sambærilegur samningur við Sveitamennt til eins árs. Hér hafa verið stigin afar mikilvæg skref, að mínu mati, sem ég vænti að geti orðið öðrum starfsmenntasjóðum fordæmi.Símenntunarmiðstöðvar á landsbyggðinni skipta máli Ég fer ekki leynt með þá skoðun mína að allir eiga að hafa jafnan aðgang að menntun, óháð búsetu. Því eru símenntunarmiðstöðvarnar lykillinn að fólkinu á landsbyggðinni. Námskrár framhaldsfræðslunnar eru ódýr kostur fyrir fyrirtæki og einstaklinga og því er mikilvægt að þær séu sýnilegar og aðgengi að þeim fyrir flesta. En til þess að geta rekið námsleið eða námskrá þarf að lágmarki tíu einstaklinga. Til að mæta þessu eru þess dæmi að símenntunarmiðstöðvar hafi tekið upp samstarf og boðið upp á fjarnám í t.d. Menntastoðum og brúarnámi. Þetta er einkar mikilvægt til þess að einstaklingar sem búa í dreifbýli geti sótt sér framhaldsfræðslu til jafns við aðra.Höfundur er forstöðumaður Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða, sem á aðild að Kvasi - samtökum fræðslu- og símenntunarmiðstöðva. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Sjá meira
Einn af hornsteinum samfélagsins er að fólk geti sótt sér þá menntun sem hugur þess stendur til, óháð búsetu og efnahag. Samfélagsbreytingarnar eru hraðar, nú sem aldrei fyrr, og námsframboð þarf ætíð að taka mið af þeim. Símenntunarmiðstöðvar starfa í öllum landshlutum og gegna afar mikilvægu hlutverki. Ég dreg reyndar í efa að fólk geri sér almennt grein fyrir því hversu fjölbreytt verkefni eru á hendi þeirra. Á fámennari svæðum er gildi símenntunarmiðstöðvanna enn augljósara. Hið nána samstarf við nærumhverfið skiptir svo miklu máli. Ekki bara hvað varðar grunn- og framhaldsskóla, ekkert síður varðandi framhaldsfræðslu og símenntun.Menntunin til fólksins Á þeim tíma sem ég hef starfað að símenntunarmálum á Vestfjörðum hef ég styrkst í þeirri trú að það skipti miklu máli að færa menntunina nær fólkinu. Það er einfaldlega lykilatriði í því að fólk nýti sér það nám sem í boði er á hverjum tíma. Eðli símenntunarmiðstöðvanna um allt land er að skynja hjartsláttinn á þeim svæðum sem þær starfa og geta þannig brugðist skjótt við og sett upp nám með skömmum fyrirvara. Gott dæmi um þetta er námskeiðahald sem komið var á fót með skömmum fyrirvara í verkfalli sjómanna í byrjun síðasta árs. Við skynjum þarfirnar á okkar svæðum og vinnum náið með atvinnulífinu, verðum við óskum þess um tiltekin námskeið eða námslínur eða höfum frumkvæði að því að bjóða upp á slíkt.Starfsþróunarnámskeið á landsbyggðinni Mitt mat er að brýn nauðsyn sé á því að starfsmenntasjóðirnir, sem fólk greiðir til af launum sínum, bjóði upp á starfsþróunarnámskeið úti í hinum dreifðu byggðum. Það er ekki nóg að bjóða upp á slík námskeið á höfuðborgarsvæðinu, það kostar umtalsverða fjármuni og tekur tíma fyrir fólk af landsbyggðinni að sækja sér endurmenntun til Reykjavíkur. Það er mér því mikið gleðiefni að ítrekaðar óskir um að bjóða upp á starfsþróunarnámskeið á Vestfjörðum fyrir opinbera starfsmenn hafa loks borið ávöxt. Gerður hefur verið samningur við Ríkismennt til hálfs árs um námskeiðahald hér fyrir vestan og er litið á þetta sem tilraunaverkefni, sem vonandi verður framhald á. Einnig hefur verið gerður sambærilegur samningur við Sveitamennt til eins árs. Hér hafa verið stigin afar mikilvæg skref, að mínu mati, sem ég vænti að geti orðið öðrum starfsmenntasjóðum fordæmi.Símenntunarmiðstöðvar á landsbyggðinni skipta máli Ég fer ekki leynt með þá skoðun mína að allir eiga að hafa jafnan aðgang að menntun, óháð búsetu. Því eru símenntunarmiðstöðvarnar lykillinn að fólkinu á landsbyggðinni. Námskrár framhaldsfræðslunnar eru ódýr kostur fyrir fyrirtæki og einstaklinga og því er mikilvægt að þær séu sýnilegar og aðgengi að þeim fyrir flesta. En til þess að geta rekið námsleið eða námskrá þarf að lágmarki tíu einstaklinga. Til að mæta þessu eru þess dæmi að símenntunarmiðstöðvar hafi tekið upp samstarf og boðið upp á fjarnám í t.d. Menntastoðum og brúarnámi. Þetta er einkar mikilvægt til þess að einstaklingar sem búa í dreifbýli geti sótt sér framhaldsfræðslu til jafns við aðra.Höfundur er forstöðumaður Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða, sem á aðild að Kvasi - samtökum fræðslu- og símenntunarmiðstöðva.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar