Lofttúða féll af 12. hæð í Kópavogi og lenti við hlið 7 ára barns Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 26. febrúar 2018 17:50 Lofttúðan lenti fimm metrum frá sjö ára stúlku. Facebook/Kristófer Helgason Litlu mátti muna að ekki færi verr þegar stór lofttúða fauk fram af þaki fjölbýlishúss í Rjúpnasölum í Kópavogi á föstudag. Mikið rok var á höfuðborgarsvæðinu og lenti lofttúðan á bílaplaninu við húsið. Útvarpsmaðurinn Kristófer Helgason var nýbúinn að leggja bílnum sínum þegar lofttúðan lenti nokkrum metrum frá sjö ára dóttur hans og rúllaði svo eftir bílaplaninu. „Við nánari skoðun kom í ljós tæring á festingum. Þannig að það er ekki úr vegi að forráðamenn húseigna kanni ástand hluta sem eru í hættu á að takast á loft í miklum vindi. Í raun var ótrúleg heppni að ekki hafi farið verr í þetta skiptið eins og með heita pottinn fyrr í vetur sem flaug líka af blokk í Kópavogi,“ skrifaði Kristófer um atvikið í opinni færslu á Facebook síðu sinni. Þar segir hann að lofttúðan hafi aðeins lent fimm metrum frá stúlkunni.Þegar lofttúðan var skoðuð kom í ljós tæring í festingum.Facebook/Kristófer HelgasonKristófer ræddi atvikið í Reykjavík síðdegis í dag. Þar lýsti hann því hvernig hann heyrði svakalegan skell skömmu eftir að stúlkan fór út úr bílnum. „Þetta er ekkert smá flykki,“ segir Kristófer um lofttúðuna. Hann vonar að atvikið verði til þess að eigendur húsa, þá sérstaklega háhýsa eins og í þessu hverfi, skoði þetta vel. Einnig þurfi að huga að lausamunum á svölum. Tæring í boltum og skrúfum geti valdið slíkum óhöppum í miklu roki. Rifjaði hann einnig upp að í síðasta mánuði fauk heitur pottur af 13. hæð húss og hafnaði á leikskólalóð í Kópavogi. Fáir bílar voru á bílaplaninu svo lofttúðan olli sem betur fer ekki tjóni þegar hún fauk niður af þakinu. „Það var bara mikið mildi að ekki fór verr, að enginn var fyrir, hvorki fólk né bifreiðar.“ Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira
Litlu mátti muna að ekki færi verr þegar stór lofttúða fauk fram af þaki fjölbýlishúss í Rjúpnasölum í Kópavogi á föstudag. Mikið rok var á höfuðborgarsvæðinu og lenti lofttúðan á bílaplaninu við húsið. Útvarpsmaðurinn Kristófer Helgason var nýbúinn að leggja bílnum sínum þegar lofttúðan lenti nokkrum metrum frá sjö ára dóttur hans og rúllaði svo eftir bílaplaninu. „Við nánari skoðun kom í ljós tæring á festingum. Þannig að það er ekki úr vegi að forráðamenn húseigna kanni ástand hluta sem eru í hættu á að takast á loft í miklum vindi. Í raun var ótrúleg heppni að ekki hafi farið verr í þetta skiptið eins og með heita pottinn fyrr í vetur sem flaug líka af blokk í Kópavogi,“ skrifaði Kristófer um atvikið í opinni færslu á Facebook síðu sinni. Þar segir hann að lofttúðan hafi aðeins lent fimm metrum frá stúlkunni.Þegar lofttúðan var skoðuð kom í ljós tæring í festingum.Facebook/Kristófer HelgasonKristófer ræddi atvikið í Reykjavík síðdegis í dag. Þar lýsti hann því hvernig hann heyrði svakalegan skell skömmu eftir að stúlkan fór út úr bílnum. „Þetta er ekkert smá flykki,“ segir Kristófer um lofttúðuna. Hann vonar að atvikið verði til þess að eigendur húsa, þá sérstaklega háhýsa eins og í þessu hverfi, skoði þetta vel. Einnig þurfi að huga að lausamunum á svölum. Tæring í boltum og skrúfum geti valdið slíkum óhöppum í miklu roki. Rifjaði hann einnig upp að í síðasta mánuði fauk heitur pottur af 13. hæð húss og hafnaði á leikskólalóð í Kópavogi. Fáir bílar voru á bílaplaninu svo lofttúðan olli sem betur fer ekki tjóni þegar hún fauk niður af þakinu. „Það var bara mikið mildi að ekki fór verr, að enginn var fyrir, hvorki fólk né bifreiðar.“
Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira