Skólastjórinn missti sig eftir flautublokk Taylor í Seljaskóla | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. mars 2018 10:30 Haukar voru einu skoti frá því að tryggja sér deildarmeistaratitilinn í Domino´s-deild karla í körfubolta í gærkvöldi þegar að liðið heimsótti ÍR í toppslag í Hertz-hellinn í Seljaskóla. Lítið var skorað í leik tveggja sterkra varna en Haukar fengu síðustu sóknina eftir að Matthías Orri Sigurðarson brenndi af vítaskoti þegar að 7,6 sekúndur voru eftir. ÍR var þá tveimur stigum yfir, 64-62. Gestirnir úr Hafnarfirðinum brunuðu fram völlinn og setti Bandaríkjamaðurinn Paul Anthony Jones III upp skot fyrir Hauk Óskarsson fyrir utan teiginn vinstra megin. Hann var fyrir utan þriggja stiga línuna þannig að karfa myndi tryggja Haukum sigur og deildarmeistaratitilinn. Skotið komst þó aldrei nálægt körfunni því Ryan Taylor, Bandaríkjamaðurinn ótrúlegi í liði ÍR, kom fljúgandi og varði skot Hauks með tilþrifum. Í staðinn fyrir flautukörfu frá Haukum átti Taylor flautublokk. Allt ætlaði um koll að keyra í Breiðholtinu og var enginn glaðari en skólastjórinn sjálfur í Seljaskóla, Magnús Þór Jónsson, sem stökk á Taylor og faðmaði drekann með látum. Geggjaður endir á geggjuðum leik. Haukar eru enn í bílstjórasætinu um deildarmeistaratitilinn en liðið fær bikarinn afhentan í næstu umferð takist því að leggja Valsmenn á heimavelli. Farið verður yfir þennan leik sem og alla hina í 21. umferðinni í Domino´s-Körfuboltakvöldi klukkan 21.00 á Stöð 2 Sport HD að loknum leik Stjörnunnar og Keflavíkur. Flautublokkið má sjá í spilaranum hér að ofan. Dominos-deild karla Mest lesið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Körfubolti „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Körfubolti Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Dagskráin í dag: Fyrsti þáttur A & B og átta liða úrslit FA bikarsins Sport Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Enski boltinn „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Handbolti Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Handbolti Fleiri fréttir Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Sjá meira
Haukar voru einu skoti frá því að tryggja sér deildarmeistaratitilinn í Domino´s-deild karla í körfubolta í gærkvöldi þegar að liðið heimsótti ÍR í toppslag í Hertz-hellinn í Seljaskóla. Lítið var skorað í leik tveggja sterkra varna en Haukar fengu síðustu sóknina eftir að Matthías Orri Sigurðarson brenndi af vítaskoti þegar að 7,6 sekúndur voru eftir. ÍR var þá tveimur stigum yfir, 64-62. Gestirnir úr Hafnarfirðinum brunuðu fram völlinn og setti Bandaríkjamaðurinn Paul Anthony Jones III upp skot fyrir Hauk Óskarsson fyrir utan teiginn vinstra megin. Hann var fyrir utan þriggja stiga línuna þannig að karfa myndi tryggja Haukum sigur og deildarmeistaratitilinn. Skotið komst þó aldrei nálægt körfunni því Ryan Taylor, Bandaríkjamaðurinn ótrúlegi í liði ÍR, kom fljúgandi og varði skot Hauks með tilþrifum. Í staðinn fyrir flautukörfu frá Haukum átti Taylor flautublokk. Allt ætlaði um koll að keyra í Breiðholtinu og var enginn glaðari en skólastjórinn sjálfur í Seljaskóla, Magnús Þór Jónsson, sem stökk á Taylor og faðmaði drekann með látum. Geggjaður endir á geggjuðum leik. Haukar eru enn í bílstjórasætinu um deildarmeistaratitilinn en liðið fær bikarinn afhentan í næstu umferð takist því að leggja Valsmenn á heimavelli. Farið verður yfir þennan leik sem og alla hina í 21. umferðinni í Domino´s-Körfuboltakvöldi klukkan 21.00 á Stöð 2 Sport HD að loknum leik Stjörnunnar og Keflavíkur. Flautublokkið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Dominos-deild karla Mest lesið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Körfubolti „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Körfubolti Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Dagskráin í dag: Fyrsti þáttur A & B og átta liða úrslit FA bikarsins Sport Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Enski boltinn „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Handbolti Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Handbolti Fleiri fréttir Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Sjá meira