Fjölmörg ný íbúðarhús á Húsavík með tilkomu kísilversins á Bakka Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. mars 2018 20:01 Uppbyggingin í Norðurþingi samhliða framkvæmdunum við kísilver PCC á Bakka hafa gengið vel. Tuttugu og tvær íbúðir eru nú í smíðum eða tilbúnar á Húsavík og í sumum tilfellum eru íbúar að flytja inn. Sveitarstjóri segir að frekari uppbygging sé í vændum. Það styttist í að kísilofn PCC á Bakka verði gangsettur en búist er við að það verði um miðjan mánuðinn.Fleiri en hundrað starfsmenn hafa verið ráðnir til starfa og eru flestir þeirra úr Norðurþingi. Tilkoma kísilversins á Bakka hefur haft gríðarlega góð áhrif á Húsavík. Fjölmargar íbúðir eru í byggingu og fyrstu íbúarnir fluttir inn. „Þessi verksmiðja hefur haft mjög mikil áhrif á svæðið og til að mynda að þá er dótturfyrirtæki þeirra að byggja hérna tuttugu og tvær íbúðir, sunnarlega í bænum og fyrstu íbúarnir eru fluttir inn fyrir nokkrum dögum og það skiptir miklu máli. Það hefur verið erfitt ástand á húsnæðismarkaðnum þannig að hér eru hjólin farin að snúast og fleiri verkefni misstór í pípunum,“ segir Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings. Varnarbarátta í langan tíma Fleiri byggingar eru á teikniborðinu og segir sveitarstjórinn að, að minnsta kosti tvær þeirra verði reistar á þessu ári.Þá er einnig í kortunum að reisa fjölbýlishús á Húsavík og einnig hefur verið samþykkt ný hótelbygging á Húsavíkurhöfða, nærri þeim stað þar sem sjóböðin eru í uppbyggingu.„Það er norskt fyrirtæki sem er að hanna og kanna möguleikann á uppbyggingu hótels hérna sem er mjög spennandi verkefni,“ segir Kristján.Kristján segir að reynt sé að lokka fleiri lítil og millistór fyrirtæki til Húsavíkur. „Þú getur tekið hvaða sveitarfélag sem er, það eru allir að reyna að búa þannig um hnútana að það sé fjölbreytt atvinnulíf og auðvitað skiptir iðnaðaruppbyggingin á Bakka okkur mjög miklu máli. Stefnan hér er að reyna að loka lítil og millistór fyrirtæki inn á þessar iðnaðarlóðir og við treystum á það að það gerist,“ segir Kristján. Kristján segir að uppbyggingin hafi haft jákvæð áhrif á bókhald sveitarfélagsins. „Þetta hefur auðvitað létt undir með okkur. Það er búin að vera varnarbarátta hér í langan tíma og ég vil meina að varnarsigur hafi unnist hér á síðustu árum þannig að það er gleðilegt núna að það sé aðeins bjartara framundan,“ segir Kristján. Tengdar fréttir Styttist í að kísilofninn á Bakka verði ræstur Fara ekki af stað nema allt sé klárt, segir framkvæmdastjóri framleiðsunnar 26. febrúar 2018 19:00 Segja meginmarkmið að enginn slasist á Húsavík við gangsetningu Stjórnendur kísilvers PCC BakkiSilicon hf. boða íbúa Húsavíkur og nágrennis til fundar síðdegis í dag vegna fyrirhugaðrar gangsetningar ofna verksmiðjunnar á Bakka. 25. janúar 2018 13:13 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira
Uppbyggingin í Norðurþingi samhliða framkvæmdunum við kísilver PCC á Bakka hafa gengið vel. Tuttugu og tvær íbúðir eru nú í smíðum eða tilbúnar á Húsavík og í sumum tilfellum eru íbúar að flytja inn. Sveitarstjóri segir að frekari uppbygging sé í vændum. Það styttist í að kísilofn PCC á Bakka verði gangsettur en búist er við að það verði um miðjan mánuðinn.Fleiri en hundrað starfsmenn hafa verið ráðnir til starfa og eru flestir þeirra úr Norðurþingi. Tilkoma kísilversins á Bakka hefur haft gríðarlega góð áhrif á Húsavík. Fjölmargar íbúðir eru í byggingu og fyrstu íbúarnir fluttir inn. „Þessi verksmiðja hefur haft mjög mikil áhrif á svæðið og til að mynda að þá er dótturfyrirtæki þeirra að byggja hérna tuttugu og tvær íbúðir, sunnarlega í bænum og fyrstu íbúarnir eru fluttir inn fyrir nokkrum dögum og það skiptir miklu máli. Það hefur verið erfitt ástand á húsnæðismarkaðnum þannig að hér eru hjólin farin að snúast og fleiri verkefni misstór í pípunum,“ segir Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings. Varnarbarátta í langan tíma Fleiri byggingar eru á teikniborðinu og segir sveitarstjórinn að, að minnsta kosti tvær þeirra verði reistar á þessu ári.Þá er einnig í kortunum að reisa fjölbýlishús á Húsavík og einnig hefur verið samþykkt ný hótelbygging á Húsavíkurhöfða, nærri þeim stað þar sem sjóböðin eru í uppbyggingu.„Það er norskt fyrirtæki sem er að hanna og kanna möguleikann á uppbyggingu hótels hérna sem er mjög spennandi verkefni,“ segir Kristján.Kristján segir að reynt sé að lokka fleiri lítil og millistór fyrirtæki til Húsavíkur. „Þú getur tekið hvaða sveitarfélag sem er, það eru allir að reyna að búa þannig um hnútana að það sé fjölbreytt atvinnulíf og auðvitað skiptir iðnaðaruppbyggingin á Bakka okkur mjög miklu máli. Stefnan hér er að reyna að loka lítil og millistór fyrirtæki inn á þessar iðnaðarlóðir og við treystum á það að það gerist,“ segir Kristján. Kristján segir að uppbyggingin hafi haft jákvæð áhrif á bókhald sveitarfélagsins. „Þetta hefur auðvitað létt undir með okkur. Það er búin að vera varnarbarátta hér í langan tíma og ég vil meina að varnarsigur hafi unnist hér á síðustu árum þannig að það er gleðilegt núna að það sé aðeins bjartara framundan,“ segir Kristján.
Tengdar fréttir Styttist í að kísilofninn á Bakka verði ræstur Fara ekki af stað nema allt sé klárt, segir framkvæmdastjóri framleiðsunnar 26. febrúar 2018 19:00 Segja meginmarkmið að enginn slasist á Húsavík við gangsetningu Stjórnendur kísilvers PCC BakkiSilicon hf. boða íbúa Húsavíkur og nágrennis til fundar síðdegis í dag vegna fyrirhugaðrar gangsetningar ofna verksmiðjunnar á Bakka. 25. janúar 2018 13:13 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira
Styttist í að kísilofninn á Bakka verði ræstur Fara ekki af stað nema allt sé klárt, segir framkvæmdastjóri framleiðsunnar 26. febrúar 2018 19:00
Segja meginmarkmið að enginn slasist á Húsavík við gangsetningu Stjórnendur kísilvers PCC BakkiSilicon hf. boða íbúa Húsavíkur og nágrennis til fundar síðdegis í dag vegna fyrirhugaðrar gangsetningar ofna verksmiðjunnar á Bakka. 25. janúar 2018 13:13