Biskup og fagráð eru harðlega gagnrýnd af úrskurðarnefnd Sveinn Arnarsson skrifar 2. mars 2018 07:00 Biskup sætir harðri gagnrýni úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar. Hún er nú stödd erlendis. Vísir/ANton Úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar gagnrýnir bæði biskupsembættið og fagráð þjóðkirkjunnar um meðferð kynferðisbrota harðlega fyrir þá málsmeðferð sem fagráðið viðhafði í málum gegn Ólafi Jóhannssyni, sóknarpresti í Grensáskirkju. Telur úrskurðarnefndin að ekki hafi verið farið eftir skýrum reglum um farveg slíkra mála. Úrskurðarnefndin kemst að þeirri niðurstöðu að málsmeðferð biskups hafi í einu málinu verið í veigamiklum þáttum ábótavant og ekki í samræmi við meginreglur stjórnsýslulaga. Þar sem sú málsmeðferð er utan verksviðs nefndarinnar í þessu máli verður þó ekki frekar um það fjallað hér. Einar Gautur Steingrímsson, lögmaður séra Ólafs, segir þessa málsmeðferð hafa haft áhrif á umbjóðanda sinn. „Þetta hefur haft mikil og slæm áhrif á umbjóðanda minn og alla sem standa honum nærri og ég hef margoft gagnrýnt framgöngu biskups og meðferðina á málinu. Samkvæmt lögum á að hlúa að öllum aðilum máls.“Óskiljanlegt að fylgja ekki skýrum starfsreglum Í starfsreglum um meðferð kynferðisbrota innan þjóðkirkjunnar eru fyrirmæli um það í hvaða farveg eigi að beina kvörtunum sem berist fagráði. Þar segir að ef einstaklingur telji sig brotaþola skuli hann fá aðstoð fagráðs. Fagráð aðstoði við að kæra mál til lögreglu eða leggja fyrir úrskurðarnefnd. Hins vegar hefur það tíðkast að biskupi sé skýrt frá málinu en hvergi er gert ráð fyrir þessari málsmeðferð. „Úrskurðarnefnd telur það óskiljanlegt að skýrum starfsreglum um meðferð kynferðisbrota hafi ekki verið fylgt frá því að þær voru settar árið 1998 heldur hafi fagráðið búið til málsmeðferðarfarveg til biskups, sem hvergi er gert ráð fyrir,“ segir í einum úrskurðanna. Þessi málsmeðferð fagráðs er ekki úrskurðarnefndinni að skapi. En nefndin gagnrýnir einnig harðlega verklag biskups. „Þá telur úrskurðarnefndin það umhugsunarefni af hverju biskup taldi sér skylt að taka við máli málshefjanda frá fagráðinu. Ljóst mátt vera að starfsreglur gera ekki ráð fyrir að biskup taki mál sem berast til fagráðsins beint til meðferðar.“ „Fagráð vinnur að málum í samvinnu við brotaþola. Fagráð hlustar á sögu brotaþola, bendir á leiðir sem hægt er að fara og aðstoðar brotaþola. Það var beiðni málshefjanda að fara með málið til biskups og því er það í okkar verkahring að aðstoða brotaþola með það. Sagan er brotaþola og það er hans að ákveða í hvaða farveg málið fer,“ segir Elína Hrund Kristjánsdóttir, formaður fagráðs um meðferð kynferðisbrota innan íslensku þjóðkirkjunnar. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Brotaþolar segja líkar sögur af sóknarpresti Séra Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefur gerst sekur um siðferðisbrot að mati úrskurðarnefndar kirkjunnar. Lýsingar fimm kvenna á háttalagi mannsins óhugnanlegar og keimlíkar í aðalatriðum og ná aftur til 2002. 1. mars 2018 06:00 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira
Úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar gagnrýnir bæði biskupsembættið og fagráð þjóðkirkjunnar um meðferð kynferðisbrota harðlega fyrir þá málsmeðferð sem fagráðið viðhafði í málum gegn Ólafi Jóhannssyni, sóknarpresti í Grensáskirkju. Telur úrskurðarnefndin að ekki hafi verið farið eftir skýrum reglum um farveg slíkra mála. Úrskurðarnefndin kemst að þeirri niðurstöðu að málsmeðferð biskups hafi í einu málinu verið í veigamiklum þáttum ábótavant og ekki í samræmi við meginreglur stjórnsýslulaga. Þar sem sú málsmeðferð er utan verksviðs nefndarinnar í þessu máli verður þó ekki frekar um það fjallað hér. Einar Gautur Steingrímsson, lögmaður séra Ólafs, segir þessa málsmeðferð hafa haft áhrif á umbjóðanda sinn. „Þetta hefur haft mikil og slæm áhrif á umbjóðanda minn og alla sem standa honum nærri og ég hef margoft gagnrýnt framgöngu biskups og meðferðina á málinu. Samkvæmt lögum á að hlúa að öllum aðilum máls.“Óskiljanlegt að fylgja ekki skýrum starfsreglum Í starfsreglum um meðferð kynferðisbrota innan þjóðkirkjunnar eru fyrirmæli um það í hvaða farveg eigi að beina kvörtunum sem berist fagráði. Þar segir að ef einstaklingur telji sig brotaþola skuli hann fá aðstoð fagráðs. Fagráð aðstoði við að kæra mál til lögreglu eða leggja fyrir úrskurðarnefnd. Hins vegar hefur það tíðkast að biskupi sé skýrt frá málinu en hvergi er gert ráð fyrir þessari málsmeðferð. „Úrskurðarnefnd telur það óskiljanlegt að skýrum starfsreglum um meðferð kynferðisbrota hafi ekki verið fylgt frá því að þær voru settar árið 1998 heldur hafi fagráðið búið til málsmeðferðarfarveg til biskups, sem hvergi er gert ráð fyrir,“ segir í einum úrskurðanna. Þessi málsmeðferð fagráðs er ekki úrskurðarnefndinni að skapi. En nefndin gagnrýnir einnig harðlega verklag biskups. „Þá telur úrskurðarnefndin það umhugsunarefni af hverju biskup taldi sér skylt að taka við máli málshefjanda frá fagráðinu. Ljóst mátt vera að starfsreglur gera ekki ráð fyrir að biskup taki mál sem berast til fagráðsins beint til meðferðar.“ „Fagráð vinnur að málum í samvinnu við brotaþola. Fagráð hlustar á sögu brotaþola, bendir á leiðir sem hægt er að fara og aðstoðar brotaþola. Það var beiðni málshefjanda að fara með málið til biskups og því er það í okkar verkahring að aðstoða brotaþola með það. Sagan er brotaþola og það er hans að ákveða í hvaða farveg málið fer,“ segir Elína Hrund Kristjánsdóttir, formaður fagráðs um meðferð kynferðisbrota innan íslensku þjóðkirkjunnar.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Brotaþolar segja líkar sögur af sóknarpresti Séra Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefur gerst sekur um siðferðisbrot að mati úrskurðarnefndar kirkjunnar. Lýsingar fimm kvenna á háttalagi mannsins óhugnanlegar og keimlíkar í aðalatriðum og ná aftur til 2002. 1. mars 2018 06:00 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira
Brotaþolar segja líkar sögur af sóknarpresti Séra Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefur gerst sekur um siðferðisbrot að mati úrskurðarnefndar kirkjunnar. Lýsingar fimm kvenna á háttalagi mannsins óhugnanlegar og keimlíkar í aðalatriðum og ná aftur til 2002. 1. mars 2018 06:00