Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Grindavík 96-92 │ Stólarnir mörðu Grindavík í spennutrylli Hákon Ingi Rafnsson skrifar 16. mars 2018 22:30 Pétur Rúnar Birgisson. Vísir/Eyþór Fyrsti leikur Tindastóls og Grindavíkur fór fram í Síkinu í átta liða úrslitum Domino´s deildarinnar í kvöld. Leikurinn var jafn frá fyrstu mínútu en það sást ekki munur á milli liðanna eftir fyrsta leikhluta en þá var staðan 22-19 Tindastól í vil. Í öðrum leikhluta náðu heimamenn fljótt í 11 stiga forystu en það var mesti stigamunur sem kom á milli liðanna út leikinn. Dagur Kár var ekki lengi að ná þessari forystu niður en hann setti 2 þrista í röð og áður en að eitthver vissi af var þessi munur kominn í 5 stig og hnífjafnan leik á ný. Ingvi Þór gerði mjög vel í lok leikhlutans og náði að stela sendingu þegar aðeins 3 sekúndur voru eftir af leikhlutanum og kom Grindavík í 1 stigs forystu inn í hálfleikinn. Grindavík var með yfir höndina út allan þriðja leikhluta og voru að hitta virkilega vel í þriggja stiga skotum. Í fjórða leikhlutanum komu heimamenn þó fljótt til baka og héldu honum jöfnum allan leikhlutann. Rétt fyrir lok leikhlutans voru Grindvíkingar 3 stigum yfir þegar Pétur Rúnar fór á vítalínuna. Pétur setti niður fyrra skotið en Tindastóll náði frákastinu af því seinna og Hannes Ingi Másson fékk galopinn þrist til að vinna leikinn en í fór hann ekki, Sigtryggur Arnar náði þó að blaka boltanum í og jafnaði leikinn. Jóhann Árni fékk opinn þrist til að vinna leikinn en setti hann ekki og leikurinn fór í framlengingu. Tindastóll var með yfirhöndina í framlengingunni en þar skein Antonio Hester, leikmaður Tindastóls sem skoraði körfu eftir körfu og barðist endalaust undir körfunni. Hann setti mikilvægan þrist þegar 30 sekúndur voru eftir af leiktíma og kom þar af leiðandi heimamönnum 3 stigum yfir. Tindastóll náði að stoppa næstu sókn og Sigtryggur Arnar tryggði svo sigurinn með því að setja niður vítaskot og koma heimamönnum í 4 stiga forystu þegar 8 sekúndur voru eftir. Lokatölur voru 96-92.Af hverju vann Tindastóll? Það var nú ekki mikið sem skildi liðin af en Tindastóll 12 tapaða bolta á móti 20 hjá Grindavík. Þetta breytti helling í leiknum en það er meira um tapaða bolta í svona hröðum leik sem var spilaður í kvöld.Hverjir stóðu upp úr? Antonio Hester var langbesti leikmaður vallarins í kvöld en hann skoraði 33 stig og sótti 9 fráköst. J´Nathan Bullock og Dagur Kár leikmenn Grindavíkur voru einnig frábærir í kvöld og settu niður fullt af mikilvægum stigum en þeir voru með 25 og 26 stig.Hvað gekk illa? Liðin spiluðu frábæran körfubolta í kvöld en voru bæði að tapa mikið af boltum og fá á sig óþarfa villur.Hvað gerist næst? Næsti leikur í einvíginu er í Grindavík en það verður algjör skyldusigur fyrir Grindavík. Jóhann Þór: Við hentum leiknum frá okkur Jóhann Þór, þjálfari Grindavíkur var svekktur eftir tapið í kvöld og sagði að þeir hafi hent þessu frá sér. „Ég er mjög svekktur, við hentum þessu frá okkur. Ekki bara einu sinni heldur tvisvar. Við áttum að vinna þetta.“ Jóhann sagði að þeir hafi ekki spilað illa í kvöld en þurfa að klára leikinn. „Við mætum bara svipað og í kvöld í næsta leik en við vorum með 20 tapaða bolta og tölfræðin er ekkert á móti okkur en við hentum þessu alveg frá okkur.“ Dagur Kár: Við erum bjartsýnir á einvígið Dagur Kár, leikmaður Grindavíkur, er bjartsýnn á að geta komið aftur til baka eftir þennan leik. „Ömurlegt að tapa, við vorum með þennan leik allan tímann en það er bara 1-0 í einvíginu og við spiluðum mjög vel í kvöld en þetta er erfiður útivöllur svo að við erum bjartsýnir.“ Dagur segir að þeir ætli að mæta brjálaðir í næsta leik eins og þeir gerðu hér í kvöld. „Við mætum eins og við mættum hér í kvöld, bara tilbúnir. Við vorum að hlaupa kerfin mjög vel en það vantaði bara herslumuninn.“Israel Martin: Þurfum að mæta frá fyrstu mínútu Israel Martin, þjálfari Tindastóls, vildi að sínir menn mæti betur í leikinn og byrji að spila vel frá fyrstu mínútu. „Ég var inn í búningsherbergi að tala við liðið og ég sagði þeim að við þyrftum að mæta í leikinn frá fyrstu mínútu. Ég er mjög ánægður með að við unnum frákastabaráttuna og vorum bara með 12 tapaða bolta en það er auðvelt að tapa boltum í svona hröðum leik. „Ég er mjög ánægður með leikmenn eins og Björgvin sem að spiluðu frábæra vörn og fráköstuðu mjög vel.” Martin segist ekki ætla að breyta miklu fyrir næsta leik. „Við breytum ekki miklu fyrir næsta leik. Við æfum bara að hjálpa inn í teig og spila svo vörn á þriggja stiga skotið. Þeir voru mikið að skora þannig og við bætum það fyrir næsta leik.“ Dominos-deild karla
Fyrsti leikur Tindastóls og Grindavíkur fór fram í Síkinu í átta liða úrslitum Domino´s deildarinnar í kvöld. Leikurinn var jafn frá fyrstu mínútu en það sást ekki munur á milli liðanna eftir fyrsta leikhluta en þá var staðan 22-19 Tindastól í vil. Í öðrum leikhluta náðu heimamenn fljótt í 11 stiga forystu en það var mesti stigamunur sem kom á milli liðanna út leikinn. Dagur Kár var ekki lengi að ná þessari forystu niður en hann setti 2 þrista í röð og áður en að eitthver vissi af var þessi munur kominn í 5 stig og hnífjafnan leik á ný. Ingvi Þór gerði mjög vel í lok leikhlutans og náði að stela sendingu þegar aðeins 3 sekúndur voru eftir af leikhlutanum og kom Grindavík í 1 stigs forystu inn í hálfleikinn. Grindavík var með yfir höndina út allan þriðja leikhluta og voru að hitta virkilega vel í þriggja stiga skotum. Í fjórða leikhlutanum komu heimamenn þó fljótt til baka og héldu honum jöfnum allan leikhlutann. Rétt fyrir lok leikhlutans voru Grindvíkingar 3 stigum yfir þegar Pétur Rúnar fór á vítalínuna. Pétur setti niður fyrra skotið en Tindastóll náði frákastinu af því seinna og Hannes Ingi Másson fékk galopinn þrist til að vinna leikinn en í fór hann ekki, Sigtryggur Arnar náði þó að blaka boltanum í og jafnaði leikinn. Jóhann Árni fékk opinn þrist til að vinna leikinn en setti hann ekki og leikurinn fór í framlengingu. Tindastóll var með yfirhöndina í framlengingunni en þar skein Antonio Hester, leikmaður Tindastóls sem skoraði körfu eftir körfu og barðist endalaust undir körfunni. Hann setti mikilvægan þrist þegar 30 sekúndur voru eftir af leiktíma og kom þar af leiðandi heimamönnum 3 stigum yfir. Tindastóll náði að stoppa næstu sókn og Sigtryggur Arnar tryggði svo sigurinn með því að setja niður vítaskot og koma heimamönnum í 4 stiga forystu þegar 8 sekúndur voru eftir. Lokatölur voru 96-92.Af hverju vann Tindastóll? Það var nú ekki mikið sem skildi liðin af en Tindastóll 12 tapaða bolta á móti 20 hjá Grindavík. Þetta breytti helling í leiknum en það er meira um tapaða bolta í svona hröðum leik sem var spilaður í kvöld.Hverjir stóðu upp úr? Antonio Hester var langbesti leikmaður vallarins í kvöld en hann skoraði 33 stig og sótti 9 fráköst. J´Nathan Bullock og Dagur Kár leikmenn Grindavíkur voru einnig frábærir í kvöld og settu niður fullt af mikilvægum stigum en þeir voru með 25 og 26 stig.Hvað gekk illa? Liðin spiluðu frábæran körfubolta í kvöld en voru bæði að tapa mikið af boltum og fá á sig óþarfa villur.Hvað gerist næst? Næsti leikur í einvíginu er í Grindavík en það verður algjör skyldusigur fyrir Grindavík. Jóhann Þór: Við hentum leiknum frá okkur Jóhann Þór, þjálfari Grindavíkur var svekktur eftir tapið í kvöld og sagði að þeir hafi hent þessu frá sér. „Ég er mjög svekktur, við hentum þessu frá okkur. Ekki bara einu sinni heldur tvisvar. Við áttum að vinna þetta.“ Jóhann sagði að þeir hafi ekki spilað illa í kvöld en þurfa að klára leikinn. „Við mætum bara svipað og í kvöld í næsta leik en við vorum með 20 tapaða bolta og tölfræðin er ekkert á móti okkur en við hentum þessu alveg frá okkur.“ Dagur Kár: Við erum bjartsýnir á einvígið Dagur Kár, leikmaður Grindavíkur, er bjartsýnn á að geta komið aftur til baka eftir þennan leik. „Ömurlegt að tapa, við vorum með þennan leik allan tímann en það er bara 1-0 í einvíginu og við spiluðum mjög vel í kvöld en þetta er erfiður útivöllur svo að við erum bjartsýnir.“ Dagur segir að þeir ætli að mæta brjálaðir í næsta leik eins og þeir gerðu hér í kvöld. „Við mætum eins og við mættum hér í kvöld, bara tilbúnir. Við vorum að hlaupa kerfin mjög vel en það vantaði bara herslumuninn.“Israel Martin: Þurfum að mæta frá fyrstu mínútu Israel Martin, þjálfari Tindastóls, vildi að sínir menn mæti betur í leikinn og byrji að spila vel frá fyrstu mínútu. „Ég var inn í búningsherbergi að tala við liðið og ég sagði þeim að við þyrftum að mæta í leikinn frá fyrstu mínútu. Ég er mjög ánægður með að við unnum frákastabaráttuna og vorum bara með 12 tapaða bolta en það er auðvelt að tapa boltum í svona hröðum leik. „Ég er mjög ánægður með leikmenn eins og Björgvin sem að spiluðu frábæra vörn og fráköstuðu mjög vel.” Martin segist ekki ætla að breyta miklu fyrir næsta leik. „Við breytum ekki miklu fyrir næsta leik. Við æfum bara að hjálpa inn í teig og spila svo vörn á þriggja stiga skotið. Þeir voru mikið að skora þannig og við bætum það fyrir næsta leik.“
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum