Eyjólfur var skíðakennari í Kerlingarfjöllum áður en ferillinn hófst en hefur eingöngu starfað sem tónlistarmaður síðustu þrjátíu ár. Nú kveður hinsvegar við nýjan tón hjá Eyfa sem er í fyrsta sinn í þrjátíu ár búinn að ráða sig í fasta vinnu.
„Maður bara búinn að henda frá sér gítarnum, samt ekki alveg. Ég ákvað að fara á námskeið í tannhvíttun,“ segir Eyfi en hann starfar nú á snyrtistofunni Heilsa og útlit sem konan hans Sandra rekur.
„Það stóð alltaf til að bæta þessu við og það var bara ákveðið að senda mig á námskeið í tannhvíttun. Í staðinn fyrir að ráða nýja manneskju var áveðin að ég myndi hætta að horfa á Breaking Bad í þrítugasta skipti heima hjá mér og byrja bara að vinna. Við fórum því saman til Englands og lærðum þessa fræði, bæði bóklega og verklega hlutann.“

„Mér líst bara vel á þetta, en það getur bara vel verið að hann verði rekinn,“ segir Sandra Lárusdóttir, eiginkona Eyfa og bætir hún við að á snyrtistofunni ráði Eyfi engu.
„Okkur langaði í raun bara að vinna saman og stækka fyrirtækið okkar.“
Hér að neðan má sjá þáttinn frá því í gær í heild sinni.