Áform um uppbyggingu hjúkrunarrýma duga ekki til Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. mars 2018 20:15 Allt að 270 hjúkrunarrými skortir í landinu, til viðbótar við þau tæplega 500 sem þegar eru áform um að byggja upp. Áætlaður kostnaður við byggingu hvers hjúkrunarrýmis sé um 36,5 milljónir króna. Þetta sýna tölur sem velferðarráðuneytið tók saman fyrir fréttastofu um stöðu mála hvað varðar skort á hjúkrunarrýmum og áform um uppbyggingu. Ein helsta ástæðan fyrir fráflæðisvanda Landspítalans er skortur á hjúkrunarrýmum fyrir aldraða. Fjöldi hjúkrunarrýma á landinu er um 2700 rými samkvæmt svari ráðuneytisins en flestir sem flytja inn á hjúkrunarheimili koma þangað eftir 80 ára aldur en hlutfall þess aldurshóps var 3,6% af íbúafjölda ársins 2017. Meðaldvalartími í hjúkrunarrými er um 2,6 ár. Hafin er vinna við byggingu hjúkrunarheimilis við Sléttuveg í Reykjavík með rými fyrir 99 íbúa en ennþáá eftir aðákveða staðsetningu 80 nýrra hjúkrunarrýma sem rísa eiga á höfuðborgarsvæðinu. Heildarfjöldi hjúkrunarrýma sem núna eru í byggingu, eða ááætlun um byggingu, eru 486 rými. Þar eru 309 ný rými, 99 í Reykjavík, 64 í Kópavogi, 1 í Hafnarfirði, 40 á Seltjarnarnesi og 25 íÁrborg auk þeirra 80 á höfuðborgarsvæðinu sem eftir á að staðsetja. Þá stendur til að bæta aðbúnaðí 177 rýmum; 35 íÁrborg, 59 í Hafnarfirði, 23 á Húsavík, 18 í Stykkishólmi, 24 á Höfn Auk 12 rýma á Kirkjuhvoli og 6 í Fellaskjóli. Þrátt fyrir áform um talsverða uppbyggingu má búast viðáframhaldandi skorti en áætlað er að allt að 270 hjúkrunarrými skorti til viðbótar, þar af 130 á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/HlynurÆtla má að auk þess þurfi að bæta eða endurbyggja allt að 400 hjúkrunarrými til að mæta kröfum um bættan aðbúnað. Áætlaður kostnaður við byggingu hvers hjúkrunarrýmis með búnaði er um 36,5 milljónir króna en heildarkostnaður við að fjölga hjúkrunarrýmum um 270 rými fram til ársins 2023 er því tæpir 10 milljarðar. Þar af er hlutur ríkisins allt að 8,5 milljarðar. Auk þess má ætla að það þurfi að bæta eða endurbyggja allt að 400 hjúkrunarrými til að mæta kröfum um bættan aðbúnað. Ef reiknað væri með að kostnaður við endurbætur væri um 75% af nýbyggingarkostnaði og allar úthlutanir Framkvæmdasjóðs aldraðra til ársins 2023 færu í endurbætur á núverandi rýmum, gæti Framkvæmdasjóðurinn veitt 40% framlagi til endurbóta á um 300 hjúkrunarrýmum, að því er fram kemur í svari ráðuneytisins. Ekki er þó ljóst hvort sveitarfélög eða aðrir eigendur sjálfseignastofnana hafi kost á svo hraðri endurnýjun. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Allt að 270 hjúkrunarrými skortir í landinu, til viðbótar við þau tæplega 500 sem þegar eru áform um að byggja upp. Áætlaður kostnaður við byggingu hvers hjúkrunarrýmis sé um 36,5 milljónir króna. Þetta sýna tölur sem velferðarráðuneytið tók saman fyrir fréttastofu um stöðu mála hvað varðar skort á hjúkrunarrýmum og áform um uppbyggingu. Ein helsta ástæðan fyrir fráflæðisvanda Landspítalans er skortur á hjúkrunarrýmum fyrir aldraða. Fjöldi hjúkrunarrýma á landinu er um 2700 rými samkvæmt svari ráðuneytisins en flestir sem flytja inn á hjúkrunarheimili koma þangað eftir 80 ára aldur en hlutfall þess aldurshóps var 3,6% af íbúafjölda ársins 2017. Meðaldvalartími í hjúkrunarrými er um 2,6 ár. Hafin er vinna við byggingu hjúkrunarheimilis við Sléttuveg í Reykjavík með rými fyrir 99 íbúa en ennþáá eftir aðákveða staðsetningu 80 nýrra hjúkrunarrýma sem rísa eiga á höfuðborgarsvæðinu. Heildarfjöldi hjúkrunarrýma sem núna eru í byggingu, eða ááætlun um byggingu, eru 486 rými. Þar eru 309 ný rými, 99 í Reykjavík, 64 í Kópavogi, 1 í Hafnarfirði, 40 á Seltjarnarnesi og 25 íÁrborg auk þeirra 80 á höfuðborgarsvæðinu sem eftir á að staðsetja. Þá stendur til að bæta aðbúnaðí 177 rýmum; 35 íÁrborg, 59 í Hafnarfirði, 23 á Húsavík, 18 í Stykkishólmi, 24 á Höfn Auk 12 rýma á Kirkjuhvoli og 6 í Fellaskjóli. Þrátt fyrir áform um talsverða uppbyggingu má búast viðáframhaldandi skorti en áætlað er að allt að 270 hjúkrunarrými skorti til viðbótar, þar af 130 á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/HlynurÆtla má að auk þess þurfi að bæta eða endurbyggja allt að 400 hjúkrunarrými til að mæta kröfum um bættan aðbúnað. Áætlaður kostnaður við byggingu hvers hjúkrunarrýmis með búnaði er um 36,5 milljónir króna en heildarkostnaður við að fjölga hjúkrunarrýmum um 270 rými fram til ársins 2023 er því tæpir 10 milljarðar. Þar af er hlutur ríkisins allt að 8,5 milljarðar. Auk þess má ætla að það þurfi að bæta eða endurbyggja allt að 400 hjúkrunarrými til að mæta kröfum um bættan aðbúnað. Ef reiknað væri með að kostnaður við endurbætur væri um 75% af nýbyggingarkostnaði og allar úthlutanir Framkvæmdasjóðs aldraðra til ársins 2023 færu í endurbætur á núverandi rýmum, gæti Framkvæmdasjóðurinn veitt 40% framlagi til endurbóta á um 300 hjúkrunarrýmum, að því er fram kemur í svari ráðuneytisins. Ekki er þó ljóst hvort sveitarfélög eða aðrir eigendur sjálfseignastofnana hafi kost á svo hraðri endurnýjun.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira