Kári bestur eftir áramót: „Staðan er geðveik akkúrat núna“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 10. mars 2018 10:00 Kári Jónsson, leikmaður Hauka, hefur átt stórbrotið tímabil vísir/anton Loka umferð Domino's deildar karla í körfubolta var leikin á fimmtudaginn og úrslitakeppnin hefst í næstu viku. Strákarnir í Domino's Körfuboltakvöldi gerðu upp seinni hluta deildarinnar í gærkvöld þar sem þeir útnefndu besta leikmann seinni hlutans. Það kom ekki mikið á óvart að Haukamaðurinn Kári Jónsson var útnefndur bestur. Hann fór á kostum með Haukum í vetur, og varð deildarmeistari með liðinu á fimmtudaginn. Kári var mættur í settið hjá strákunum í gær og ræddi við þá um veturinn. „Við vorum heppnir í því hvernig liðið púslaðist saman hjá okkur, en þetta var góður vetur hjá okkur,“ sagði Kári. Kári var lykilmaður í liði Hauka fyrir þremur og tveimur árum síðan, fer síðan út í háskólaboltann en kemur heim snemma á þessu tímabili. Hver er munurinn á liðinu þá og núna? „Núna vitum við aðeins betur hvað við erum að fara út í. Við vitum hvað þarf að gera til þess að vinna leiki í úrslitakeppninni og við erum betur tilbúnir í það núna.“Kári Jónsson er fæddur árið 1997. Hann er með 19,8 stig, 4,5 fráköst og 5,1 stoðsendingu að meðaltali í leik. Hann á besta árangur vetrarins í meðaltali +/-: 12,3 stig sem Haukaliðið vinnur með þegar hann er inná.skjáskotKári er aðeins tvítugur en ber lið Hauka á herðum sér. Hann kippir sér ekki mikið upp við það og finnst lítið mál að leiða liðið þrátt fyrir ungan aldur. Jón Halldór Eðvaldsson spurði Kára út í ábyrgðina og aldurinn en Teitur Örlygsson kom Kára til varnar, „þú þart ekki að sýna nafnskírteini til að spila körfubolta.“ „Fyndið að Teitur sé að tala um nafnskírteini. Hann er það gamall. Nafnskírteini eru ekki til lengur, Kári veit allavega ekki hvað nafnskírteini er,“ greip Kjartan Atli Kjartansson þá inn í. Haukar unnu sinn fyrsta deildarmeistaratitil á fimmtudaginn, hvenær rann það upp fyrir þeim að þeir gætu náð þeim áfanga? „Eftir KR-leikinn var þetta orðið eitthvað sem við vorum að pæla í. Framan af þá var þetta ekki eitthvað sem við vorum að hugsa um, við vorum bara að vinna leiki. En eftir KR leikinn heima var þetta möguleiki,“ sagði Kári. „Við viljum halda heimavellinum sterkum og hafa það þannig að lið komi til okkar með lítið sjálfstraust og líði ekki vel á okkar heimavelli. Við höfum gert mjög vel á heimavelli og það skiptir okkur miklu máli.“Haukar unnu deildarmeistaratitilinn í körfubolta í fyrsta sinn síðasta fimmtudagVísir/Andri MarinóHaukar mæta Keflavík í 8-liða úrslitum Domino's deildarinnar og hefst sería þeirra á föstudaginn í næstu viku, 16. mars. Keflavík er eina liðið sem hefur unnið Hauka á heimavelli til þessa, mun það hafa áhrif í úrslitakeppninni? „Nei, ekki fyrir okkur allavega.“ „Verður það semsagt 3-0. Ætlaru að gefa það út hér?“ spurði Fannar Ólafsson. „Við stefnum á það, en við tökum einn leik í einu,“ sagði hógvær Kári Jónsson. „Sá leikur var í október og þeir voru með öðruvísi lið og við líka. Þó við séum ekki búnir að breyta mannskapnum þá höfum við þroskast mikið.“ Hver er helsti styrkleiki þessa unga leikmanns? „Að stjórna liðinu. Fá alla tilbúna og að við séum á sömu blaðsíðu. Það finnst mér skipta miklu máli og það er mitt hlutverk að það sé á hreinu. Ef mönnum líður vel og eru í réttu hlutverki inn á vellinum þá spila þeir vel,“ sagði Kári Jónsson.Kári í félagsskap Teits Örlygssonar, Fannars Ólafssonar og Jóns Halldórs EðvaldssonarskjáskotKári brotnaði á þumalfingri á hægri hendi á æfingu með íslenska landsliðinu nú í febrúar. Hann hefur ekki spilað með Haukum síðan þá og er ennþá með hendina í spelku. Hver er staðan á Kára? „Ef ég svara akkúrat núna þá er hún geðveik. Ég finn ekki fyrir neinu. En ég fer eftir helgi að prófa að byrja að skjóta og dripla og þá lendir maður kannski á vegg, en það verður bara að koma í ljós.“ Spjall strákanna í Domino's Körfuboltakvöldi við Kára Jónsson, besta leikmann seinni hlutans í Domino's deild karla má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Dominos-deild karla Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Fleiri fréttir LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sjá meira
Loka umferð Domino's deildar karla í körfubolta var leikin á fimmtudaginn og úrslitakeppnin hefst í næstu viku. Strákarnir í Domino's Körfuboltakvöldi gerðu upp seinni hluta deildarinnar í gærkvöld þar sem þeir útnefndu besta leikmann seinni hlutans. Það kom ekki mikið á óvart að Haukamaðurinn Kári Jónsson var útnefndur bestur. Hann fór á kostum með Haukum í vetur, og varð deildarmeistari með liðinu á fimmtudaginn. Kári var mættur í settið hjá strákunum í gær og ræddi við þá um veturinn. „Við vorum heppnir í því hvernig liðið púslaðist saman hjá okkur, en þetta var góður vetur hjá okkur,“ sagði Kári. Kári var lykilmaður í liði Hauka fyrir þremur og tveimur árum síðan, fer síðan út í háskólaboltann en kemur heim snemma á þessu tímabili. Hver er munurinn á liðinu þá og núna? „Núna vitum við aðeins betur hvað við erum að fara út í. Við vitum hvað þarf að gera til þess að vinna leiki í úrslitakeppninni og við erum betur tilbúnir í það núna.“Kári Jónsson er fæddur árið 1997. Hann er með 19,8 stig, 4,5 fráköst og 5,1 stoðsendingu að meðaltali í leik. Hann á besta árangur vetrarins í meðaltali +/-: 12,3 stig sem Haukaliðið vinnur með þegar hann er inná.skjáskotKári er aðeins tvítugur en ber lið Hauka á herðum sér. Hann kippir sér ekki mikið upp við það og finnst lítið mál að leiða liðið þrátt fyrir ungan aldur. Jón Halldór Eðvaldsson spurði Kára út í ábyrgðina og aldurinn en Teitur Örlygsson kom Kára til varnar, „þú þart ekki að sýna nafnskírteini til að spila körfubolta.“ „Fyndið að Teitur sé að tala um nafnskírteini. Hann er það gamall. Nafnskírteini eru ekki til lengur, Kári veit allavega ekki hvað nafnskírteini er,“ greip Kjartan Atli Kjartansson þá inn í. Haukar unnu sinn fyrsta deildarmeistaratitil á fimmtudaginn, hvenær rann það upp fyrir þeim að þeir gætu náð þeim áfanga? „Eftir KR-leikinn var þetta orðið eitthvað sem við vorum að pæla í. Framan af þá var þetta ekki eitthvað sem við vorum að hugsa um, við vorum bara að vinna leiki. En eftir KR leikinn heima var þetta möguleiki,“ sagði Kári. „Við viljum halda heimavellinum sterkum og hafa það þannig að lið komi til okkar með lítið sjálfstraust og líði ekki vel á okkar heimavelli. Við höfum gert mjög vel á heimavelli og það skiptir okkur miklu máli.“Haukar unnu deildarmeistaratitilinn í körfubolta í fyrsta sinn síðasta fimmtudagVísir/Andri MarinóHaukar mæta Keflavík í 8-liða úrslitum Domino's deildarinnar og hefst sería þeirra á föstudaginn í næstu viku, 16. mars. Keflavík er eina liðið sem hefur unnið Hauka á heimavelli til þessa, mun það hafa áhrif í úrslitakeppninni? „Nei, ekki fyrir okkur allavega.“ „Verður það semsagt 3-0. Ætlaru að gefa það út hér?“ spurði Fannar Ólafsson. „Við stefnum á það, en við tökum einn leik í einu,“ sagði hógvær Kári Jónsson. „Sá leikur var í október og þeir voru með öðruvísi lið og við líka. Þó við séum ekki búnir að breyta mannskapnum þá höfum við þroskast mikið.“ Hver er helsti styrkleiki þessa unga leikmanns? „Að stjórna liðinu. Fá alla tilbúna og að við séum á sömu blaðsíðu. Það finnst mér skipta miklu máli og það er mitt hlutverk að það sé á hreinu. Ef mönnum líður vel og eru í réttu hlutverki inn á vellinum þá spila þeir vel,“ sagði Kári Jónsson.Kári í félagsskap Teits Örlygssonar, Fannars Ólafssonar og Jóns Halldórs EðvaldssonarskjáskotKári brotnaði á þumalfingri á hægri hendi á æfingu með íslenska landsliðinu nú í febrúar. Hann hefur ekki spilað með Haukum síðan þá og er ennþá með hendina í spelku. Hver er staðan á Kára? „Ef ég svara akkúrat núna þá er hún geðveik. Ég finn ekki fyrir neinu. En ég fer eftir helgi að prófa að byrja að skjóta og dripla og þá lendir maður kannski á vegg, en það verður bara að koma í ljós.“ Spjall strákanna í Domino's Körfuboltakvöldi við Kára Jónsson, besta leikmann seinni hlutans í Domino's deild karla má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.
Dominos-deild karla Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Fleiri fréttir LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sjá meira