Heimi dreymir um að lyfta HM-styttunni: „Mamma spurði hvað í fjandanum ég væri að hugsa“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. mars 2018 08:30 Heimir Hallgrímsson gæti hætt að þjálfa íslenska liðið. Vísir/Getty Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, á vafalítið eina áhugaverðustu sögu allra þjálfaranna á HM í Rússlandi í sumar ef ekki einfaldlega þá allra áhugaverðustu. Eyjamaðurinn starfar, eins og alþjóð og brátt heimurinn veit, sem tannlæknir samhliða starfi sínu sem landsliðsþjálfari en fyrir aðeins tólf árum var hann að þjálfa sjötta flokk ÍBV á Shellmótinu. Eftir þrjá mánuði gengur hann við hlið Lionel Messi inn á völlinn á stærsta fótboltamóti heims. Heimir ræddi þessa ótrúlegu sögu sína við fjölmiðlamanninn Roger Bennett sem er annar hlutinn af tvíeykinu Men in Blazers. MiB hefur haldið úti einu allra vinsælasta fótboltahlaðvarpi heims í mörg ár en Bennett og félagi hans, Michael Davies, eru einnig með vikulegan sjónvarpsþátt um ensku úrvalsdeildina á NBC. Bennett er heillaður af uppgangi íslenska landsliðsins og gerði hann stutta heimildamynd fyrir Vice um Víkingana sem komu Evrópu á óvart og komust á EM 2016. Vísir ræddi við hann um það verkefni í maí fyrir tveimur árum.Lagði tannlækningar á hliðina Bennett nýtti tækifærið fyrst Heimir var staddur í New York og fékk hann til sín í hljóðver en 20 mínútna spjall þeirra er virkilega áhugavert og skemmtilegt. Bretinn á ekki orð yfir sögu Heimis sem hann segir ótrúlega hvetjandi fyrir aðra. „Þegar að ég horfi til baka eftir nokkur ár mun mér eflaust finnast þetta skrítið, en hlutirnir hafa komið til mín hver á fætur öðrum. Þannig hefur lífið mitt verið,“ segir Heimir sem þjálfaði börn og unglinga í 17 ár en hann stýrði einnig karla- og kvennaliði ÍBV. „Mér hefur alltaf liðið vel þar sem ég hef verið og ég hef notið mín í hverju starfi. Ég er aldrei að hugsa um að grasið sé grænna hinum megin heldur reyni ég að njóta hverrar stundar.“ Móðir Heimis hafði lítinn húmor fyrir því að hann væri að leggja tannlækningarnar á hilluna enda var hún búin að greiða menntaveginn fyrir strákinn. „Það er skrítið að vera í þessu þegar maður er búinn með sex ára háskólanám í tannlækningum sem borga vel. Ég þjálfaði alltaf meðfram því að vinna sem tannlæknir en þegar að mér bauðst að verða þjálfari í fullu starfi greip ég það þrátt fyrir að mamma væri ekki sátt,“ segir Heimir og hlær. „Hún spurði hvað í fjandanum ég væri að hugsa. Hún var búin að borga fyrir mig sex ára nám og nú var ég kominn í starf þar sem hægt var að reka mig næsta dag. Maður á að njóta stundarinnar og elta drauma sína.“Erum með gott lið Heimir er fullur sjálfstraust fyrir HM eftir velgengni strákanna okkar undanfarin ár en hann er þó raunsær þegar kemur að því að liðið nái markmiði sínu. „Vonandi getum við gert það sem við viljum gera og spilað vel. Við erum ekki með bestu leikmenn heims, en við erum með mjög gott lið. Ef við spilum eftir okkar einkenni og spilum með hjartanu og erum skipulagðir eigum við möguleika í öll lið. Við þurfum samt líka aðeins á heppni að halda,“ segir hann. „Við vitum að við getum tapað fyrir liðum eins og Argentínu og Þýskalandi þrátt fyrir að spila besta leik lífs okkar þannig að við þurfum smá heppni til að ná okkar markmiði sem er að komast upp úr riðlinum.“ Bennett spyr Heimi hver er stóri draumurinn og Eyjamaðurinn, sem er kominn þetta langt með íslenska liðið, segir að það sé hreinlega að fara alla leið. „Það sem alla leikmenn og alla krakka dreymir um þegar að þeir eru ungir er að lyfta bikarnum. Það er draumurinn. Það er draumur sem allir eiga, ekki bara ég heldur allir. Er hann raunverulegur? Það verður að koma í ljós síðar,“ segir Heimir. „Við eigum möguleika eins og allir aðrir en hann er kannski minni hjá veðmálafyrirtækjunum. Þetta er draumur allra og maður á ekki að vera hræddur við að segja það,“ segir Heimir Hallgrímsson. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, á vafalítið eina áhugaverðustu sögu allra þjálfaranna á HM í Rússlandi í sumar ef ekki einfaldlega þá allra áhugaverðustu. Eyjamaðurinn starfar, eins og alþjóð og brátt heimurinn veit, sem tannlæknir samhliða starfi sínu sem landsliðsþjálfari en fyrir aðeins tólf árum var hann að þjálfa sjötta flokk ÍBV á Shellmótinu. Eftir þrjá mánuði gengur hann við hlið Lionel Messi inn á völlinn á stærsta fótboltamóti heims. Heimir ræddi þessa ótrúlegu sögu sína við fjölmiðlamanninn Roger Bennett sem er annar hlutinn af tvíeykinu Men in Blazers. MiB hefur haldið úti einu allra vinsælasta fótboltahlaðvarpi heims í mörg ár en Bennett og félagi hans, Michael Davies, eru einnig með vikulegan sjónvarpsþátt um ensku úrvalsdeildina á NBC. Bennett er heillaður af uppgangi íslenska landsliðsins og gerði hann stutta heimildamynd fyrir Vice um Víkingana sem komu Evrópu á óvart og komust á EM 2016. Vísir ræddi við hann um það verkefni í maí fyrir tveimur árum.Lagði tannlækningar á hliðina Bennett nýtti tækifærið fyrst Heimir var staddur í New York og fékk hann til sín í hljóðver en 20 mínútna spjall þeirra er virkilega áhugavert og skemmtilegt. Bretinn á ekki orð yfir sögu Heimis sem hann segir ótrúlega hvetjandi fyrir aðra. „Þegar að ég horfi til baka eftir nokkur ár mun mér eflaust finnast þetta skrítið, en hlutirnir hafa komið til mín hver á fætur öðrum. Þannig hefur lífið mitt verið,“ segir Heimir sem þjálfaði börn og unglinga í 17 ár en hann stýrði einnig karla- og kvennaliði ÍBV. „Mér hefur alltaf liðið vel þar sem ég hef verið og ég hef notið mín í hverju starfi. Ég er aldrei að hugsa um að grasið sé grænna hinum megin heldur reyni ég að njóta hverrar stundar.“ Móðir Heimis hafði lítinn húmor fyrir því að hann væri að leggja tannlækningarnar á hilluna enda var hún búin að greiða menntaveginn fyrir strákinn. „Það er skrítið að vera í þessu þegar maður er búinn með sex ára háskólanám í tannlækningum sem borga vel. Ég þjálfaði alltaf meðfram því að vinna sem tannlæknir en þegar að mér bauðst að verða þjálfari í fullu starfi greip ég það þrátt fyrir að mamma væri ekki sátt,“ segir Heimir og hlær. „Hún spurði hvað í fjandanum ég væri að hugsa. Hún var búin að borga fyrir mig sex ára nám og nú var ég kominn í starf þar sem hægt var að reka mig næsta dag. Maður á að njóta stundarinnar og elta drauma sína.“Erum með gott lið Heimir er fullur sjálfstraust fyrir HM eftir velgengni strákanna okkar undanfarin ár en hann er þó raunsær þegar kemur að því að liðið nái markmiði sínu. „Vonandi getum við gert það sem við viljum gera og spilað vel. Við erum ekki með bestu leikmenn heims, en við erum með mjög gott lið. Ef við spilum eftir okkar einkenni og spilum með hjartanu og erum skipulagðir eigum við möguleika í öll lið. Við þurfum samt líka aðeins á heppni að halda,“ segir hann. „Við vitum að við getum tapað fyrir liðum eins og Argentínu og Þýskalandi þrátt fyrir að spila besta leik lífs okkar þannig að við þurfum smá heppni til að ná okkar markmiði sem er að komast upp úr riðlinum.“ Bennett spyr Heimi hver er stóri draumurinn og Eyjamaðurinn, sem er kominn þetta langt með íslenska liðið, segir að það sé hreinlega að fara alla leið. „Það sem alla leikmenn og alla krakka dreymir um þegar að þeir eru ungir er að lyfta bikarnum. Það er draumurinn. Það er draumur sem allir eiga, ekki bara ég heldur allir. Er hann raunverulegur? Það verður að koma í ljós síðar,“ segir Heimir. „Við eigum möguleika eins og allir aðrir en hann er kannski minni hjá veðmálafyrirtækjunum. Þetta er draumur allra og maður á ekki að vera hræddur við að segja það,“ segir Heimir Hallgrímsson.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Sjá meira