Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 66-85│Stjörnukonur sitja eftir Ívar Kristinn Jasonarson skrifar 24. mars 2018 19:45 Danielle Rodriguez þarf að sjá á eftir Sigrúnu Sjöfn Ámundadóttur og félögum í úrslitakeppnina Vísir/Anton Valur vann öruggann sigur á Stjörnunni í Ásgarði fyrr í dag þegar liðin mættust í lokaumferð Dominos-deildar kvenna í körfubolta. Leiknum lauk með nítján stiga sigri gestanna, 66-85. Fyrir leikinn sat Valur í þriðja sæti deildarinnar og átti möguleika á því að skjótast upp fyrir Keflavík í annað sætið en þurftu að treysta á að botnlið Njarðvíkur myndi vinna Keflavík í lokaumferðinni í dag. Það gerðist ekki og endar Valur því í þriðja sætinu og mætir til Keflavíkur í fyrsta leik úrslitakeppninnar. Með tapinu missti Stjarnan af sæti í úrslitakeppninni. Þær enduðu í fimmta sætinu með jafnmörg stig og Skallagrímur en eftir stórt tap í Borgarnesi í vikunni voru þær undir í innbyrðis viðureignum liðanna. Skallagrímur nældi því í síðasta sæti úrslitakeppninnar þrátt fyrir að hafa tapað fyrir Haukum í lokaumferðinni í dag. Fyrir höfðu Haukar, Keflavík og Valur tryggt sæti sitt í úrslitakeppninni. Garðbæingar byrjuðu leikinn í dag mun betur, komust mest í tólf stiga forystu í fyrsta leikhluta, 22-10. Þá tóku gestirnir hins vegar við sér, skoruðu 13 síðustu stig leikhlutans og leiddu að honum loknum, 22-23. Í öðrum leikhluta var jafnræði með liðunum, lítið var skorað en Valskonur voru grimmari og náðu oft á tíðum góðum sóknarfráköstum sem skilaði þeim fjögurra stiga forystu inn í seinni hálfleikinn, 37-41. Jafnræði var með liðunum í þriðja leikhluta. Bríet Sif Hinriksdóttir skoraði fjórar þriggja stiga körfur fyrir Stjörnuna í leikhlutanum og hélt þeim inn í leiknum. Fyrir fjórða og síðasta leikhlutann var munurinn á liðunum enn fjögur stig, 56-60. Í fjórða leikhluta var hins vegar aldrei spurning hvort liðið færi með sigur af hólmi. Valskonur juku forskotið jafnt og þétt á meðan ekkert gekk hjá Stjörnuliðinu sem lét dómgæsluna fara í taugarnar á sér. Leiknum lauk með öruggum nítján stiga sigri Vals, 66-85.Afhverju vann Valur? Mesti munurinn á liðunum í dag var í baráttunni um fráköstin, Valskonur tóku 57 fráköst í leiknum á meðan Stjarnan tók 37. Það gerði það að verkum að Valskonur fengu oft fleiri en eitt skot í sókninni og það hélt þeim inni í leiknum í fyrri hálfleik. Stjarnan átti í erfiðleikum með að spila sig í gegnum góða vörn Valskvenna, sérstaklega í fjórða leikhluta þar sem liðið skoraði einungis 10 stig.Hverjir stóðu upp úr? Eins og svo oft áður átti Aalyah Whiteside stjörnuleik í Valsliðinu. Stjarnan réði illa við hana í leiknum. Hún skoraði 33 stig, tók 12 fráköst og átti fimm stoðsendingar. Hallveig Jónsdóttir átti einnig góðan leik fyrir gestina, skoraði 18 stig, tók fimm fráköst og átti fjórar stoðsendingar. Í liði heimamanna stóð Danielle Rodriguez upp úr með 28 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar. Þreföld tvenna sem dugði þó ekki til í dag.Hvað gekk illa? Stjörnunni gekk illa að skora í síðasta leikhlutanum eins og áður kom fram. Þær áttu engin svör við góðri vörn Valskvenna sem settu í lás í leikhlutanum. Framan af leiknum gekk Valsliðinu illa að hitta úr skotum sínum, hittu einungis úr einu þriggja stiga skoti í fyrri hálfleik, en það lagaðist er á leið.Hvað er næst? Nú er deildakeppninni lokið. Valur er komið í úrslitakeppnina og mætir þar Keflavík á útivelli í fyrsta leik. Í hinu undanúrslitaeinvíginu mætast deildarmeistarar Haukar og Skallagrímur. Stjarnan er hins vegar komin í sumarfrí eftir að hafa endað í fimmta sæti deildarinnar. Þær hefðu ekki getað komist nær sæti úrslitakeppninni, fengu jafnmörg stig og Skallagrímur en enda í fimmta sætinu vegna innbyrðis viðureigna.Darri Freyr Atlason.Vísir/Andri MarinóDarri Freyr: Ég er til í þetta „Þetta var léttir og á flottum nótum til að fara inn í úrslitakeppnina. Ég var ánægður með framlagið og viðbrögð leikmanna við skilaboðum. Við breyttum hlutum og töluðum um hvað við gætum gert betur og leikmenn stóðu sig vel í að framkvæma það sem talað var um,“ sagði Darri Freyr Atlason, þjáfari Vals, sáttur með leik liðsins í dag. Valur mætir Keflavík í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn og leggst það einvígi vel í Darra Frey. „Við lítum á okkur sem eitt af þessum liðum sem geta unnið þetta allt. Fyrsta verkefnið verður að spila á móti Keflavík. Það verður stór áskorun sem við erum tilbúin að takast á við. Þær eru ríkjandi Íslandsmeistarar og eiga að vinna þessa seríu. Það er engin pressa á okkur.“ Valsliðið var komið í sterka stöðu í öðru sæti deildarinnar en töpuðu þremur af síðustu fimm leikjum sínum og enduðu í þriðja sætinu. „Úr því sem komið var hefðum við viljað klára tímabilið betur og byrja á heimaleik í úrslitakeppninni. Ég ætla ekki að fara í neinar felur með það. En ef okkur hefði verið boðið þriðja sætið fyrir tímabilið þá hefðum við tekið því. Við erum kampakát, líður eins og okkur hafi farið fram og skiljum hvað er að. Ég er til í þetta,“ sagði Darri Freyr bjartsýnn á framhaldið.Pétur Már Sigurðsson ræðir við sínar stúlkur.vísir/eyþórPétur Már: Ræði við þessa menn undir fjögur augu Pétur Már Sigurðsson, þjálfari Stjörnunnar, var að vonum svekktur í leikslok. „Við spiluðum vel til að byrja með. Við spiluðum góða vörn en getum ekki unnið leiki ef við vinnum ekki frákastabaráttuna. Það er stór hluti af körfuknattleik að spila góða vörn og taka fráköst. Þær fengu fleiri sénsa til að skora og það drap niður okkar sjálfstraust og þá er voðinn vís. Þær keyra á okkur í hraðaupphlaupum eftir sjálfstraustsleysi í sóknarleiknum. Svipað og var upp á teningnum í leiknum á móti Skallagrími,“ sagði Pétur en Stjarnan laut í lægra haldi fyrir Skallagrími í vikunni. Pétur Már var langt frá því að vera sáttur með dómgæsluna í leiknum, sérstaklega í fjórða leikhlutanum þar sem m.a. María Lind Sigurðardóttir, leikmaður Stjörnunnar, var rekin út úr húsi eftir að hafa slegið Aalyah Whiteside í andlitið. Pétur Már vildi þó lítið tjá sig um dómgæsluna í leikslok. „Ég græði ekkert á því. Ég ræði bara við þessa menn undir fjögur augu. En ég var mjög ósáttur. Það var ótrúlegt ósamræmi í dómgæslunni.“ Stjarnan endaði í fimmta sæti deildarinnar þetta árið, einu sæti frá úrslitakeppninni. „Okkur var spáð sjötta sætinu. Ég er alls ekki ósáttur með fimmta sætið miðað við hvernig tímabilið þróaðist. Við misstum tvo góða leikmenn sem skildu eftir sig stór skörð. Við erum með fullt af efnilegum og flottum stelpum sem fengu tækifæri og það er mjög jákvætt,“ sagði Pétur Már eftir leikinn í dag.Hallveig Jónsdóttir.Vísir/Andri MarinóHallveig: Skipti engu máli hvernig leikurinn færi „Við byrjuðum leikinn ömurlega og erum búnar að vera í smá lægð í síðustu leikjum. Við komum inn í leikinn pressulausar, það skipti engu máli hvernig leikurinn færi og þetta var meira eins og æfingaleikur. Við héldum áfram þótt við vorum mikið undir og ég held að það hafi gert útslagið. Það var gaman að enda deildina með sigri og fara með tuttugu stiga sigur inn í úrslitakeppnina,“ sagði Hallveig Jónsdóttir, leikmaður Vals efti leikinn í dag. Valsliðið sat á tímabili í öðru sæti deildarinnar sem gefur heimaleikjaréttinn í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Hallveig var, eins og Darri Freyr þjálfarinn hennar, svekkt með að hafa misst af öðru sætinu. „Það sára var tapið á móti Snæfell í síðustu umferð. Við töpuðum öðru sætinu þar. Það fær mann til að hugsa um þessi lið sem við eigum að vinna, eins og Breiðablik og Snæfell. Við teljum okkur vera betri en þau.“ En Hallveig er bjartsýn fyrir einvígið við Keflavíkinga í undanúrslitum. „Það skiptir engu máli hvort maður byrjar á heimavelli eða á útivelli. Þegar uppi er staðið verður það liðið sem mætir meira tilbúið og með hausinn rétt skrúfaðan á sem vinnur þessa seríu. Ég tel möguleika okkar mjög góða. Við erum 2-2 í deildinni og þetta verður hörkurimma. Það getur vel verið að þetta fari í oddaleik og það verði mikil spenna,“ sagði Hallveig að lokum. Dominos-deild kvenna
Valur vann öruggann sigur á Stjörnunni í Ásgarði fyrr í dag þegar liðin mættust í lokaumferð Dominos-deildar kvenna í körfubolta. Leiknum lauk með nítján stiga sigri gestanna, 66-85. Fyrir leikinn sat Valur í þriðja sæti deildarinnar og átti möguleika á því að skjótast upp fyrir Keflavík í annað sætið en þurftu að treysta á að botnlið Njarðvíkur myndi vinna Keflavík í lokaumferðinni í dag. Það gerðist ekki og endar Valur því í þriðja sætinu og mætir til Keflavíkur í fyrsta leik úrslitakeppninnar. Með tapinu missti Stjarnan af sæti í úrslitakeppninni. Þær enduðu í fimmta sætinu með jafnmörg stig og Skallagrímur en eftir stórt tap í Borgarnesi í vikunni voru þær undir í innbyrðis viðureignum liðanna. Skallagrímur nældi því í síðasta sæti úrslitakeppninnar þrátt fyrir að hafa tapað fyrir Haukum í lokaumferðinni í dag. Fyrir höfðu Haukar, Keflavík og Valur tryggt sæti sitt í úrslitakeppninni. Garðbæingar byrjuðu leikinn í dag mun betur, komust mest í tólf stiga forystu í fyrsta leikhluta, 22-10. Þá tóku gestirnir hins vegar við sér, skoruðu 13 síðustu stig leikhlutans og leiddu að honum loknum, 22-23. Í öðrum leikhluta var jafnræði með liðunum, lítið var skorað en Valskonur voru grimmari og náðu oft á tíðum góðum sóknarfráköstum sem skilaði þeim fjögurra stiga forystu inn í seinni hálfleikinn, 37-41. Jafnræði var með liðunum í þriðja leikhluta. Bríet Sif Hinriksdóttir skoraði fjórar þriggja stiga körfur fyrir Stjörnuna í leikhlutanum og hélt þeim inn í leiknum. Fyrir fjórða og síðasta leikhlutann var munurinn á liðunum enn fjögur stig, 56-60. Í fjórða leikhluta var hins vegar aldrei spurning hvort liðið færi með sigur af hólmi. Valskonur juku forskotið jafnt og þétt á meðan ekkert gekk hjá Stjörnuliðinu sem lét dómgæsluna fara í taugarnar á sér. Leiknum lauk með öruggum nítján stiga sigri Vals, 66-85.Afhverju vann Valur? Mesti munurinn á liðunum í dag var í baráttunni um fráköstin, Valskonur tóku 57 fráköst í leiknum á meðan Stjarnan tók 37. Það gerði það að verkum að Valskonur fengu oft fleiri en eitt skot í sókninni og það hélt þeim inni í leiknum í fyrri hálfleik. Stjarnan átti í erfiðleikum með að spila sig í gegnum góða vörn Valskvenna, sérstaklega í fjórða leikhluta þar sem liðið skoraði einungis 10 stig.Hverjir stóðu upp úr? Eins og svo oft áður átti Aalyah Whiteside stjörnuleik í Valsliðinu. Stjarnan réði illa við hana í leiknum. Hún skoraði 33 stig, tók 12 fráköst og átti fimm stoðsendingar. Hallveig Jónsdóttir átti einnig góðan leik fyrir gestina, skoraði 18 stig, tók fimm fráköst og átti fjórar stoðsendingar. Í liði heimamanna stóð Danielle Rodriguez upp úr með 28 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar. Þreföld tvenna sem dugði þó ekki til í dag.Hvað gekk illa? Stjörnunni gekk illa að skora í síðasta leikhlutanum eins og áður kom fram. Þær áttu engin svör við góðri vörn Valskvenna sem settu í lás í leikhlutanum. Framan af leiknum gekk Valsliðinu illa að hitta úr skotum sínum, hittu einungis úr einu þriggja stiga skoti í fyrri hálfleik, en það lagaðist er á leið.Hvað er næst? Nú er deildakeppninni lokið. Valur er komið í úrslitakeppnina og mætir þar Keflavík á útivelli í fyrsta leik. Í hinu undanúrslitaeinvíginu mætast deildarmeistarar Haukar og Skallagrímur. Stjarnan er hins vegar komin í sumarfrí eftir að hafa endað í fimmta sæti deildarinnar. Þær hefðu ekki getað komist nær sæti úrslitakeppninni, fengu jafnmörg stig og Skallagrímur en enda í fimmta sætinu vegna innbyrðis viðureigna.Darri Freyr Atlason.Vísir/Andri MarinóDarri Freyr: Ég er til í þetta „Þetta var léttir og á flottum nótum til að fara inn í úrslitakeppnina. Ég var ánægður með framlagið og viðbrögð leikmanna við skilaboðum. Við breyttum hlutum og töluðum um hvað við gætum gert betur og leikmenn stóðu sig vel í að framkvæma það sem talað var um,“ sagði Darri Freyr Atlason, þjáfari Vals, sáttur með leik liðsins í dag. Valur mætir Keflavík í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn og leggst það einvígi vel í Darra Frey. „Við lítum á okkur sem eitt af þessum liðum sem geta unnið þetta allt. Fyrsta verkefnið verður að spila á móti Keflavík. Það verður stór áskorun sem við erum tilbúin að takast á við. Þær eru ríkjandi Íslandsmeistarar og eiga að vinna þessa seríu. Það er engin pressa á okkur.“ Valsliðið var komið í sterka stöðu í öðru sæti deildarinnar en töpuðu þremur af síðustu fimm leikjum sínum og enduðu í þriðja sætinu. „Úr því sem komið var hefðum við viljað klára tímabilið betur og byrja á heimaleik í úrslitakeppninni. Ég ætla ekki að fara í neinar felur með það. En ef okkur hefði verið boðið þriðja sætið fyrir tímabilið þá hefðum við tekið því. Við erum kampakát, líður eins og okkur hafi farið fram og skiljum hvað er að. Ég er til í þetta,“ sagði Darri Freyr bjartsýnn á framhaldið.Pétur Már Sigurðsson ræðir við sínar stúlkur.vísir/eyþórPétur Már: Ræði við þessa menn undir fjögur augu Pétur Már Sigurðsson, þjálfari Stjörnunnar, var að vonum svekktur í leikslok. „Við spiluðum vel til að byrja með. Við spiluðum góða vörn en getum ekki unnið leiki ef við vinnum ekki frákastabaráttuna. Það er stór hluti af körfuknattleik að spila góða vörn og taka fráköst. Þær fengu fleiri sénsa til að skora og það drap niður okkar sjálfstraust og þá er voðinn vís. Þær keyra á okkur í hraðaupphlaupum eftir sjálfstraustsleysi í sóknarleiknum. Svipað og var upp á teningnum í leiknum á móti Skallagrími,“ sagði Pétur en Stjarnan laut í lægra haldi fyrir Skallagrími í vikunni. Pétur Már var langt frá því að vera sáttur með dómgæsluna í leiknum, sérstaklega í fjórða leikhlutanum þar sem m.a. María Lind Sigurðardóttir, leikmaður Stjörnunnar, var rekin út úr húsi eftir að hafa slegið Aalyah Whiteside í andlitið. Pétur Már vildi þó lítið tjá sig um dómgæsluna í leikslok. „Ég græði ekkert á því. Ég ræði bara við þessa menn undir fjögur augu. En ég var mjög ósáttur. Það var ótrúlegt ósamræmi í dómgæslunni.“ Stjarnan endaði í fimmta sæti deildarinnar þetta árið, einu sæti frá úrslitakeppninni. „Okkur var spáð sjötta sætinu. Ég er alls ekki ósáttur með fimmta sætið miðað við hvernig tímabilið þróaðist. Við misstum tvo góða leikmenn sem skildu eftir sig stór skörð. Við erum með fullt af efnilegum og flottum stelpum sem fengu tækifæri og það er mjög jákvætt,“ sagði Pétur Már eftir leikinn í dag.Hallveig Jónsdóttir.Vísir/Andri MarinóHallveig: Skipti engu máli hvernig leikurinn færi „Við byrjuðum leikinn ömurlega og erum búnar að vera í smá lægð í síðustu leikjum. Við komum inn í leikinn pressulausar, það skipti engu máli hvernig leikurinn færi og þetta var meira eins og æfingaleikur. Við héldum áfram þótt við vorum mikið undir og ég held að það hafi gert útslagið. Það var gaman að enda deildina með sigri og fara með tuttugu stiga sigur inn í úrslitakeppnina,“ sagði Hallveig Jónsdóttir, leikmaður Vals efti leikinn í dag. Valsliðið sat á tímabili í öðru sæti deildarinnar sem gefur heimaleikjaréttinn í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Hallveig var, eins og Darri Freyr þjálfarinn hennar, svekkt með að hafa misst af öðru sætinu. „Það sára var tapið á móti Snæfell í síðustu umferð. Við töpuðum öðru sætinu þar. Það fær mann til að hugsa um þessi lið sem við eigum að vinna, eins og Breiðablik og Snæfell. Við teljum okkur vera betri en þau.“ En Hallveig er bjartsýn fyrir einvígið við Keflavíkinga í undanúrslitum. „Það skiptir engu máli hvort maður byrjar á heimavelli eða á útivelli. Þegar uppi er staðið verður það liðið sem mætir meira tilbúið og með hausinn rétt skrúfaðan á sem vinnur þessa seríu. Ég tel möguleika okkar mjög góða. Við erum 2-2 í deildinni og þetta verður hörkurimma. Það getur vel verið að þetta fari í oddaleik og það verði mikil spenna,“ sagði Hallveig að lokum.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti