Helgi Magnússon snýr aftur í KR Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 23. mars 2018 11:46 Helgi Már í leik með KR vísir Helgi Már Magnússon er á leiðinni aftur til Íslands og mun spila með KR það sem eftir lifir úrslitakeppninni. Þetta staðfesti Böðvar Guðjónsson, varaformaður körfuknattleiksdeildar KR og formaður meistaraflokksráðs karla, í samtali við Vísi í dag. Helgi Már er fyrrum landsliðsmaður og spilaði lengi vel með KR, Hann lagði skóna á hilluna árið 2016 þegar hann flutti með fjölskyldu sinni til Washington. Nú mun hann hins vegar dusta af þeim rykið og mæta til leiks með KR í undanúrslit Domino's deildar karla. KR hefur verið að glíma við mikil meiðsli að undanförnu, Brynjar Þór Björnsson fyrirliði fingurbrotnaði fyrr í mánuðinum og Jón Arnór Stefánsson meiddist á nára í leik KR og Njarðvíkur í gær. „Eins og veturinn er búinn að vera er búið að vera gríðarlega mikið um meiðsli hjá okkur og það gefur auga leið að fyrst við eigum Helga Magnússon að fljúga honum heim og hann tekur slaginn með okkur,“ sagði Böðvar. Jón Arnór er á leið í myndatöku í dag og því er lítið hægt að segja um ástand hans að svo stöddu. Þetta eru nárameiðsli, en þó ekki þau sem Jón hefur verið að glíma við í vetur heldur hinu megin. Böðvar sagðist ekki hafa neinar áhyggjur af ástandi Helga þrátt fyrir að skórnir hafi verið á hillunni í tæp tvö ár. „Hann er einn af þeim sem hugsar gríðarlega vel um sjálfan sig, matarræðið og æfingar og annað. Er búinn að vera að spila aðeins körfubolta í Washington.“ „Hann mun væntanlega koma af bekknum og hjálpa okkur með það sem þarf. Þetta er leikmaður sem þekkir allt út og inn í KR, þekkir kerfi liðsins og frábær í klefanum. Það er mjög auðvelt að koma honum inn í hlutina.“ Helgi kom til landsins í vetur og kíkti á æfingu hjá KR ásamt því sem hann spilaði með KR-b gegn Breiðabliki í Maltbikarnum og skoraði 29 stig. Hann kemur til landsins á þriðjudag og verður í svarthvítu treyjunni í fyrsta leik undanúrslitanna en þau hefjast 4. apríl. Dominos-deild karla Mest lesið Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Enn að hrauna yfir Heimi: Höfum allt nema góðan þjálfara Fótbolti Segir „indverskt rottuhlaup“ hafa toppað handbolta í vinsældum Sport Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin Fótbolti Landsliðsþjálfarinn gagnrýndur: „Þetta eru klár mistök hjá Arnari“ Fótbolti Með skýr skilaboð til Arons og Gylfa: Hættið á meðan þið getið gert það sjálfir Fótbolti Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Íslenski boltinn Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Körfubolti Reece James mætti aftur með látum í sigri Englands Fótbolti „Datt aldrei í hug að Arnar yrði lélegri en Arnar“ Fótbolti Fleiri fréttir Evans farinn frá Njarðvík Lögmál leiksins: Menningin dáin hjá Heat Kippti í hár körfuboltastelpu og var rekinn Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Martin með tíu stoðsendingar en liðið kastaði sigrinum frá sér Styrmir stigahæstur gegn meisturunum Máluðu Smárann rauðan Græn gleði í Smáranum Lakers fékk skell í endurkomu LeBrons Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar „Það er ekkert gefið og þú verður að vinna fyrir öllu“ „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ „Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ Bronny stigahæstur hjá Lakers Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri „Markmiðið fyrir tímabilið að vinna þennan bikar“ „Sviðið sem við viljum vera á“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Uppgjörið: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Hjörvar valdi uppáhalds seríurnar sínar Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af Sjá meira
Helgi Már Magnússon er á leiðinni aftur til Íslands og mun spila með KR það sem eftir lifir úrslitakeppninni. Þetta staðfesti Böðvar Guðjónsson, varaformaður körfuknattleiksdeildar KR og formaður meistaraflokksráðs karla, í samtali við Vísi í dag. Helgi Már er fyrrum landsliðsmaður og spilaði lengi vel með KR, Hann lagði skóna á hilluna árið 2016 þegar hann flutti með fjölskyldu sinni til Washington. Nú mun hann hins vegar dusta af þeim rykið og mæta til leiks með KR í undanúrslit Domino's deildar karla. KR hefur verið að glíma við mikil meiðsli að undanförnu, Brynjar Þór Björnsson fyrirliði fingurbrotnaði fyrr í mánuðinum og Jón Arnór Stefánsson meiddist á nára í leik KR og Njarðvíkur í gær. „Eins og veturinn er búinn að vera er búið að vera gríðarlega mikið um meiðsli hjá okkur og það gefur auga leið að fyrst við eigum Helga Magnússon að fljúga honum heim og hann tekur slaginn með okkur,“ sagði Böðvar. Jón Arnór er á leið í myndatöku í dag og því er lítið hægt að segja um ástand hans að svo stöddu. Þetta eru nárameiðsli, en þó ekki þau sem Jón hefur verið að glíma við í vetur heldur hinu megin. Böðvar sagðist ekki hafa neinar áhyggjur af ástandi Helga þrátt fyrir að skórnir hafi verið á hillunni í tæp tvö ár. „Hann er einn af þeim sem hugsar gríðarlega vel um sjálfan sig, matarræðið og æfingar og annað. Er búinn að vera að spila aðeins körfubolta í Washington.“ „Hann mun væntanlega koma af bekknum og hjálpa okkur með það sem þarf. Þetta er leikmaður sem þekkir allt út og inn í KR, þekkir kerfi liðsins og frábær í klefanum. Það er mjög auðvelt að koma honum inn í hlutina.“ Helgi kom til landsins í vetur og kíkti á æfingu hjá KR ásamt því sem hann spilaði með KR-b gegn Breiðabliki í Maltbikarnum og skoraði 29 stig. Hann kemur til landsins á þriðjudag og verður í svarthvítu treyjunni í fyrsta leik undanúrslitanna en þau hefjast 4. apríl.
Dominos-deild karla Mest lesið Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Enn að hrauna yfir Heimi: Höfum allt nema góðan þjálfara Fótbolti Segir „indverskt rottuhlaup“ hafa toppað handbolta í vinsældum Sport Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin Fótbolti Landsliðsþjálfarinn gagnrýndur: „Þetta eru klár mistök hjá Arnari“ Fótbolti Með skýr skilaboð til Arons og Gylfa: Hættið á meðan þið getið gert það sjálfir Fótbolti Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Íslenski boltinn Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Körfubolti Reece James mætti aftur með látum í sigri Englands Fótbolti „Datt aldrei í hug að Arnar yrði lélegri en Arnar“ Fótbolti Fleiri fréttir Evans farinn frá Njarðvík Lögmál leiksins: Menningin dáin hjá Heat Kippti í hár körfuboltastelpu og var rekinn Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Martin með tíu stoðsendingar en liðið kastaði sigrinum frá sér Styrmir stigahæstur gegn meisturunum Máluðu Smárann rauðan Græn gleði í Smáranum Lakers fékk skell í endurkomu LeBrons Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar „Það er ekkert gefið og þú verður að vinna fyrir öllu“ „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ „Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ Bronny stigahæstur hjá Lakers Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri „Markmiðið fyrir tímabilið að vinna þennan bikar“ „Sviðið sem við viljum vera á“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Uppgjörið: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Hjörvar valdi uppáhalds seríurnar sínar Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit