Innlent

Námutrukkar tefja umferð um Vestfjarðagöng

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Vestfjarðagöng eru þríarma jarðgöng undir Botnsheiði og Breiðadalsheiði milli Ísafjarðar, Önundarfjarðar og Súgandafjarðar á Vestfjörðum.
Vestfjarðagöng eru þríarma jarðgöng undir Botnsheiði og Breiðadalsheiði milli Ísafjarðar, Önundarfjarðar og Súgandafjarðar á Vestfjörðum. Mynd/Bæjarins Besta
Um kl. 21 í kvöld, fimmtudag verða þrír námutrukkar, sem nota á við gerð Dýrafjarðarganga, fluttir frá Ísafirði um Vestfjarðagöng og á áfangastað í Dýrafirði. Verða trukkarnir fluttir einn í einu, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum.

Af þeim sökum munu Vestfjarðagöng verða lokuð í þau þrjú skipti sem trukkarnir fara í gegnum þau. Það má búast við að hver lokun geti varað um nokkra stund, enda stór tæki og lítið svigrúm með pláss, sem kallar á flutningshraða í samræmi við það.

Ekki er hægt að tímasetja hverja lokun nákvæmlega, fyrir utan að sú fyrsta er áætluð kl. 21 eins og áður segir en með því er reynt að tryggja að lokunum verði lokið fyrir fyrramálið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×