Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Víkingur 37-26 | Sigurinn dugði Selfyssingum ekki Einar Sigurvinsson á Selfossi skrifar 21. mars 2018 23:15 Haukur Þrastarson. vísir/stefán Selfoss sigraði Víking með ellefu mörkum í lokaumferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Leikurinn fór fram á Selfossi og endaði 37-26 fyrir heimamenn. Eftir lokaumferðina er ljóst að Selfoss endar deildarkeppnina í 2. sæti og mætir Stjörnunni í úrslitakeppninni. Leikurinn fór hægt af stað. Bæði lið gáfu sér tíma í sóknirnar og fá færi á sér í vörninni. Barátta Víkinga, sem höfðu tapað níu leikjum í röð fyrir leikinn í kvöld, skein í gegn. Selfyssingar áttu í miklum erfiðleikum með að brjóta sér leið um vörn þeirra fyrstu mínútur leiksins og á 7. mínútu komust Víkingar yfir, 3-2. Strax á 11. mínútu leiksins tók Patrekur Jóhannesson leikhlé fyrir Selfoss. Víkingar voru að spila virkilega góða vörn og leiddu leikinn með einu marki, 3-4. Í kjölfar leikhlésins fóru Selfyssingar að sína sitt rétta andlit. Víkingar voru þó ekki á því að gefa leikinn frá sér og héldu í við heimamenn stærstan hluta fyrri hálfleiksins. Þegar 10 mínútur voru til loka fyrri hálfleiksins munaði aðeins einu marki á liðinum, 9-8. Selfyssingar stungu síðan af á síðustu tíu mínútum fyrri hálfleiksins og skoruðu átta mörk á meðan Víkingar skoruðu fjögur. Selfoss fór því inn í síðari hálfleikinn með góða fimm marka forystu, 17-12. Síðari hálfleikurinn varð aldrei spennandi og var athygli fólks í stúkunni ekki minni á leik Fram og ÍBV heldur leik Selfoss. Leiknum lauk með öruggum ellefu marka sigri Selfoss, 37-26. ÍBV vann að lokum sinn leik og endar Selfoss því Olís-deildina í 2. sæti.Af hverju vann Selfoss leikinn? Selfoss er einfaldlega miklu betra handboltalið en Víkingur. Víkingar börðust vel í 20 mínútur en gæði Selfossliðsins eru einfaldlega meiri. Þeir áttu í miklum erfiðleikum, bæði í sókn og vörn og því fór sem fór.Hverjir stóðu upp úr? Árni Steinn Steinþórsson skoraði 8 mörk úr 8 skotum fyrir Selfoss og var markahæsti leikmaður vallarins. Næstir á eftir honum komu þeir Haukur Þrastarson og Teitur Örn Einarsson með 6 mörk hvor. Haukur átti auk þess mjög góðan leik í vörninni og gaf ófáar stoðsendingar eftir að hafa unnið boltann af Víkingunum. Markahæstu leikmenn Víkings voru þeir Jón Hjálmarsson og Birgir Már Birgisson með 7 mörk hvor.Hvað gekk illa? Það gekk allt illa hjá Víkingunum, ef frá eru skildar fyrstu 20 mínútur leiksins þar sem þeir létu Selfyssinga hafa fyrir hlutunum. Allt of margar sóknir enduðu ekki á skoti og markverðir liðsins vörðu samtals aðeins 7 skot.Hvað gerist næst? Næst á dagskrá er úrslitakeppnin sjálf en fyrstu leikirnir í henni fara fram eftir rúmar þrjár vikur. Þar er ljóst að Selfoss mun mæta Stjörnunni í 8-liða úrslitum. Patrekur: Maður var að gæla við fimmta til sjötta sætiPatrekur Jóhannessonvísir/vilhelm„Maður var að vonast til þess að Framararnir myndu ná jafntefli fyrst að við kláruðum okkar. Auðvitað hefði maður vilja taka fyrsta sæti. En ef ég tek tímabilið í heild, 22 leikir og við vinnum 17. Þetta er hrikalega flott tímabil hjá okkur.“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfoss í lok sigurleiksins á móti Víkingum í kvöld sem tryggði liðinu 2. sæti Olís-deildarinnar. „Hvað á maður að segja, ótrúlegar framfarir hjá strákunum og að ná þessu í þessari sterku deild er bara magnað og ég bara hrósa strákunum fyrir það.“ Fyrir tímabilið var Selfossi spáð 7. sæti deildarinnar af þjálfurum og forráðamönnum liðanna og segir Patrekur að það að enda í 2. sæti sé frábært. „Ég tók við góðu liði, ég vissi það alveg. Samt sem áður var liðið tveimur stigum frá falli í fyrra og nú erum við langt frá því. Ég er hrikalega stoltur.“ Selfyssingar voru hársbreidd frá því að tryggja sér deildarmeistaratitilinn en ÍBV náði að lokum að klára sinn leik og vinna með því deildina. Patrekur segir að það hafi ekki verið markmið fyrir tímabilið að vera í titilbaráttu. „Ég get ekki sagt það. En maður var að gæla við það að geta lent í fimmta til sjötta sæti, kannski fjórða. Svo þegar fór að líða á og ég sá hvernig okkur gekk þá náttúrlega breytti maður markmiðunum. Það má alveg.“ Selfoss mætir Stjörnunni úrslitakeppninni næst. Patrekur tekur fram að nú hefjist ný keppni og góður árangur í síðust leikjum telja ekki neitt. „Það er bara nýtt mót og við þurfum að sanna okkur í því móti. Ég þekki það sjálfur. Ég var deildarmeistari með Haukum og lenti svo í öðru sæti í úrslitum á móti ÍBV. Svo vorum við í fyrsta sæti þar á eftir, urðum Íslandsmeistarar og unnum alla leikina í úrslitakeppninni. Maður þekkir alveg söguna en við byrjum á heimavelli sem er mjög gott,“ sagði Patrekur að lokum. Haukur: Besti árangur í sögu Selfoss„Tilfinning er mjög skrítin,“ sagði Haukur Þrastarson, leikmaður Selfoss, en á tímabili leit út fyrir að Selfyssingar væru að fara að lyfta deildarmeistarabikarnum á loft. „Það er gott að hafa unnið í dag, en aftur á móti svekkjandi hvernig hinn leikurinn fór.“ Honum finnst líklegt að fyrirfram hefði liðið sætt sig við 2. sætið í deildinni. „Ég hugsa það. Þetta er frábær árangur, besti árangur í sögu Selfoss. Við getum gengið sáttir frá borði.“ Haukur var á dögunum valinn í landsliðshóp Guðmundar Guðmundssonar og er það næsta verkefni hans. „Það leggst bara mjög vel í mig. Ég er bara spenntur og gaman að fá kallið,“ sagði Haukur að lokum. Olís-deild karla
Selfoss sigraði Víking með ellefu mörkum í lokaumferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Leikurinn fór fram á Selfossi og endaði 37-26 fyrir heimamenn. Eftir lokaumferðina er ljóst að Selfoss endar deildarkeppnina í 2. sæti og mætir Stjörnunni í úrslitakeppninni. Leikurinn fór hægt af stað. Bæði lið gáfu sér tíma í sóknirnar og fá færi á sér í vörninni. Barátta Víkinga, sem höfðu tapað níu leikjum í röð fyrir leikinn í kvöld, skein í gegn. Selfyssingar áttu í miklum erfiðleikum með að brjóta sér leið um vörn þeirra fyrstu mínútur leiksins og á 7. mínútu komust Víkingar yfir, 3-2. Strax á 11. mínútu leiksins tók Patrekur Jóhannesson leikhlé fyrir Selfoss. Víkingar voru að spila virkilega góða vörn og leiddu leikinn með einu marki, 3-4. Í kjölfar leikhlésins fóru Selfyssingar að sína sitt rétta andlit. Víkingar voru þó ekki á því að gefa leikinn frá sér og héldu í við heimamenn stærstan hluta fyrri hálfleiksins. Þegar 10 mínútur voru til loka fyrri hálfleiksins munaði aðeins einu marki á liðinum, 9-8. Selfyssingar stungu síðan af á síðustu tíu mínútum fyrri hálfleiksins og skoruðu átta mörk á meðan Víkingar skoruðu fjögur. Selfoss fór því inn í síðari hálfleikinn með góða fimm marka forystu, 17-12. Síðari hálfleikurinn varð aldrei spennandi og var athygli fólks í stúkunni ekki minni á leik Fram og ÍBV heldur leik Selfoss. Leiknum lauk með öruggum ellefu marka sigri Selfoss, 37-26. ÍBV vann að lokum sinn leik og endar Selfoss því Olís-deildina í 2. sæti.Af hverju vann Selfoss leikinn? Selfoss er einfaldlega miklu betra handboltalið en Víkingur. Víkingar börðust vel í 20 mínútur en gæði Selfossliðsins eru einfaldlega meiri. Þeir áttu í miklum erfiðleikum, bæði í sókn og vörn og því fór sem fór.Hverjir stóðu upp úr? Árni Steinn Steinþórsson skoraði 8 mörk úr 8 skotum fyrir Selfoss og var markahæsti leikmaður vallarins. Næstir á eftir honum komu þeir Haukur Þrastarson og Teitur Örn Einarsson með 6 mörk hvor. Haukur átti auk þess mjög góðan leik í vörninni og gaf ófáar stoðsendingar eftir að hafa unnið boltann af Víkingunum. Markahæstu leikmenn Víkings voru þeir Jón Hjálmarsson og Birgir Már Birgisson með 7 mörk hvor.Hvað gekk illa? Það gekk allt illa hjá Víkingunum, ef frá eru skildar fyrstu 20 mínútur leiksins þar sem þeir létu Selfyssinga hafa fyrir hlutunum. Allt of margar sóknir enduðu ekki á skoti og markverðir liðsins vörðu samtals aðeins 7 skot.Hvað gerist næst? Næst á dagskrá er úrslitakeppnin sjálf en fyrstu leikirnir í henni fara fram eftir rúmar þrjár vikur. Þar er ljóst að Selfoss mun mæta Stjörnunni í 8-liða úrslitum. Patrekur: Maður var að gæla við fimmta til sjötta sætiPatrekur Jóhannessonvísir/vilhelm„Maður var að vonast til þess að Framararnir myndu ná jafntefli fyrst að við kláruðum okkar. Auðvitað hefði maður vilja taka fyrsta sæti. En ef ég tek tímabilið í heild, 22 leikir og við vinnum 17. Þetta er hrikalega flott tímabil hjá okkur.“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfoss í lok sigurleiksins á móti Víkingum í kvöld sem tryggði liðinu 2. sæti Olís-deildarinnar. „Hvað á maður að segja, ótrúlegar framfarir hjá strákunum og að ná þessu í þessari sterku deild er bara magnað og ég bara hrósa strákunum fyrir það.“ Fyrir tímabilið var Selfossi spáð 7. sæti deildarinnar af þjálfurum og forráðamönnum liðanna og segir Patrekur að það að enda í 2. sæti sé frábært. „Ég tók við góðu liði, ég vissi það alveg. Samt sem áður var liðið tveimur stigum frá falli í fyrra og nú erum við langt frá því. Ég er hrikalega stoltur.“ Selfyssingar voru hársbreidd frá því að tryggja sér deildarmeistaratitilinn en ÍBV náði að lokum að klára sinn leik og vinna með því deildina. Patrekur segir að það hafi ekki verið markmið fyrir tímabilið að vera í titilbaráttu. „Ég get ekki sagt það. En maður var að gæla við það að geta lent í fimmta til sjötta sæti, kannski fjórða. Svo þegar fór að líða á og ég sá hvernig okkur gekk þá náttúrlega breytti maður markmiðunum. Það má alveg.“ Selfoss mætir Stjörnunni úrslitakeppninni næst. Patrekur tekur fram að nú hefjist ný keppni og góður árangur í síðust leikjum telja ekki neitt. „Það er bara nýtt mót og við þurfum að sanna okkur í því móti. Ég þekki það sjálfur. Ég var deildarmeistari með Haukum og lenti svo í öðru sæti í úrslitum á móti ÍBV. Svo vorum við í fyrsta sæti þar á eftir, urðum Íslandsmeistarar og unnum alla leikina í úrslitakeppninni. Maður þekkir alveg söguna en við byrjum á heimavelli sem er mjög gott,“ sagði Patrekur að lokum. Haukur: Besti árangur í sögu Selfoss„Tilfinning er mjög skrítin,“ sagði Haukur Þrastarson, leikmaður Selfoss, en á tímabili leit út fyrir að Selfyssingar væru að fara að lyfta deildarmeistarabikarnum á loft. „Það er gott að hafa unnið í dag, en aftur á móti svekkjandi hvernig hinn leikurinn fór.“ Honum finnst líklegt að fyrirfram hefði liðið sætt sig við 2. sætið í deildinni. „Ég hugsa það. Þetta er frábær árangur, besti árangur í sögu Selfoss. Við getum gengið sáttir frá borði.“ Haukur var á dögunum valinn í landsliðshóp Guðmundar Guðmundssonar og er það næsta verkefni hans. „Það leggst bara mjög vel í mig. Ég er bara spenntur og gaman að fá kallið,“ sagði Haukur að lokum.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik