Foreldrar langveikra barna lögðu Sjóvá Jóhann Óli Eiðsson skrifar 21. mars 2018 05:45 Sjóvá bauð fyrst tryggingafélaga upp á að tryggja börn sem glímdu við langvinna sjúkdóma. Vísir/Arnþór Fernir foreldrar langveikra barna leituðu undanfarin tvö ár til úrskurðarnefndar í vátryggingamálum (ÚNVá) til að sækja bætur eftir lát barns síns. Sölumenn tryggingafélagsins sem um ræðir, Sjóvár, höfðu tjáð foreldrunum að tryggingin tæki til barna þeirra þrátt fyrir sjúkrasögu þeirra. Atvik málanna fjögurra eru áþekk. Foreldrarnir segja að í ársbyrjun 2015 hafi þau fengið hringingu þar sem þeim var boðið að kaupa barnatryggingu hjá Sjóvá. Í tilfelli tveggja barna hafði tryggingu verið hafnað af félaginu eða hún felld niður vegna veikinda þeirra. Hin nýja afstaða félagsins var vegna nýs verklags þess við sölu á barnatryggingum. Börnin fjögur sem um ræðir önduðust öll innan fimmtán mánaða frá því að tryggingin var keypt. Þegar foreldrarnir kröfðust dánar- og umönnunarbóta úr tryggingununum hafnaði Sjóvá því að það bæri ábyrgð. Var það gert þar sem skilmálar tryggingarinnar segja að hún taki ekki til sjúkdóma sem fyrir voru auk þess sem félagið taldi foreldrana hafa veitt rangar upplýsingar um heilsu barnanna á þeim tíma sem tryggingin var tekin. ÚNVá taldi ljóst að það hefði haft úrslitaáhrif fyrir foreldrana að þeir töldu að vátryggingin hefði tekið til heilsufars barnanna eins og það var við það tímamark er trygging var tekin. Þótti ósannað, gegn andmælum Sjóvár, að félagið hefði gert foreldrunum grein fyrir því að tryggingin tæki ekki til kvilla sem voru til staðar fyrir töku tryggingarinnar. Þessi mál eru afar erfið og samúð okkar er með fjölskyldum barnanna. Sjóvá unir niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar í málunum og hefur greitt út fullar bætur í samræmi við hana,“ segir Sigurjón Andrésson, markaðsstjóri Sjóvár.Magnús Tindri ásamt syni sínum, Xavier Tindra.Úr einkasafni„Í desember árið 2014 fengum við það svar að ekki væri hægt að tryggja barnið vegna veikinda. Því vorum við mjög hissa að fá símtal fáum mánuðum síðar þar sem okkur var boðin sama trygging,“ segir Magnús Tindri Sigurðarson. Sonur Magnúsar, Xavier Tindri Miles-Magnússon, lést í ágúst 2015. Þá var Xavier rúmra fimm ára gamall. Þegar hann var fjögurra mánaða gamall varð hann fyrir súrefnisskorti og hlaut af því heilaskaða. Afleiðingar þess urðu að lokum til þess að hann andaðist. Sem áður segir var Magnúsi boðið að kaupa tryggingu fyrir syni sína í desember 2014 en þá var ekki unnt að tryggja Xavier. Varð það úr að Magnús keypti aðeins tryggingu fyrir yngri son sinn. Snemma á árinu 2015 fæddist honum og eiginkonu hans annað barn. „Síðan hringdi tryggingasölumaður í okkur í maí og sagði að hann sæi að ég ætti þrjú börn en aðeins eitt þeirra væri tryggt hjá okkur. Spurði hann hví það væri svo,“ segir Magnús. Hann svaraði því að yngsta barnið væri nýfætt og elsti sonur hans væri mjög veikur. Honum hefði áður verið tjáð að ekki væri unnt að tryggja hann. „Sölumaðurinn sagði mér stoltur að þau væru eina fyrirtækið sem tryggði langveik börn líka,“ segir Magnús. Þegar hann sótti um bætur vegna láts sonar síns fékk hann hins vegar þau svör að tryggingin tæki samkvæmt skilmálum ekki til sjúkdóma eða kvilla sem hefðu verið til staðar fyrir töku hennar.Sigurjón Andrésson, markaðsstjóri Sjóvár.„Vegna ábendinga frá viðskiptavinum breyttum við verklagi við töku tryggingarinnar í þeim tilgangi að öllum foreldrum yrði gefinn jafn kostur á að tryggja börnin sín fyrir óvæntum áföllum. Þegar Sjóvá hóf að bjóða barnatryggingar gátu foreldrar langveikra barna alla jafna ekki fengið trygginguna fyrir þau,“ segir fyrrnefndur Sigurjón Andrésson. „Barnatryggingunni okkar var þó aldrei ætlað, frekar en öðrum persónutryggingum, að innifela vernd vegna meðfæddra eða þekktra sjúkdóma og er það skýrt tekið fram í skilmálum og kynningarefni.“ Sigurjón segir að téð ákvæði skilmála barnatryggingarinnar sé hið sama nú og þá. Verklagi við sölu trygginga hjá félaginu hafi hins vegar verið breytt á þann veg að verktakar selja ekki lengur tryggingar félagsins. „Ég hefði aldrei tekið þessa tryggingu ef ég hefði vitað fyrir fram að það væri svo. Það er voðalega leiðinlegt að þurfa að fara í stríð meðan maður er að syrgja barnið sitt. Réttlætiskennd mín segir mér að rétt sé að segja frá málinu til að reyna að forða því að aðrir foreldrar lendi í því sem henti okkur,“ segir Magnús. Birtist í Fréttablaðinu Tryggingar Mest lesið Vaktin: Hraunið að ná bílastæði Bláa lónsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Fleiri fréttir Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Hraunið að ná bílastæði Bláa lónsins Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sjá meira
Fernir foreldrar langveikra barna leituðu undanfarin tvö ár til úrskurðarnefndar í vátryggingamálum (ÚNVá) til að sækja bætur eftir lát barns síns. Sölumenn tryggingafélagsins sem um ræðir, Sjóvár, höfðu tjáð foreldrunum að tryggingin tæki til barna þeirra þrátt fyrir sjúkrasögu þeirra. Atvik málanna fjögurra eru áþekk. Foreldrarnir segja að í ársbyrjun 2015 hafi þau fengið hringingu þar sem þeim var boðið að kaupa barnatryggingu hjá Sjóvá. Í tilfelli tveggja barna hafði tryggingu verið hafnað af félaginu eða hún felld niður vegna veikinda þeirra. Hin nýja afstaða félagsins var vegna nýs verklags þess við sölu á barnatryggingum. Börnin fjögur sem um ræðir önduðust öll innan fimmtán mánaða frá því að tryggingin var keypt. Þegar foreldrarnir kröfðust dánar- og umönnunarbóta úr tryggingununum hafnaði Sjóvá því að það bæri ábyrgð. Var það gert þar sem skilmálar tryggingarinnar segja að hún taki ekki til sjúkdóma sem fyrir voru auk þess sem félagið taldi foreldrana hafa veitt rangar upplýsingar um heilsu barnanna á þeim tíma sem tryggingin var tekin. ÚNVá taldi ljóst að það hefði haft úrslitaáhrif fyrir foreldrana að þeir töldu að vátryggingin hefði tekið til heilsufars barnanna eins og það var við það tímamark er trygging var tekin. Þótti ósannað, gegn andmælum Sjóvár, að félagið hefði gert foreldrunum grein fyrir því að tryggingin tæki ekki til kvilla sem voru til staðar fyrir töku tryggingarinnar. Þessi mál eru afar erfið og samúð okkar er með fjölskyldum barnanna. Sjóvá unir niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar í málunum og hefur greitt út fullar bætur í samræmi við hana,“ segir Sigurjón Andrésson, markaðsstjóri Sjóvár.Magnús Tindri ásamt syni sínum, Xavier Tindra.Úr einkasafni„Í desember árið 2014 fengum við það svar að ekki væri hægt að tryggja barnið vegna veikinda. Því vorum við mjög hissa að fá símtal fáum mánuðum síðar þar sem okkur var boðin sama trygging,“ segir Magnús Tindri Sigurðarson. Sonur Magnúsar, Xavier Tindri Miles-Magnússon, lést í ágúst 2015. Þá var Xavier rúmra fimm ára gamall. Þegar hann var fjögurra mánaða gamall varð hann fyrir súrefnisskorti og hlaut af því heilaskaða. Afleiðingar þess urðu að lokum til þess að hann andaðist. Sem áður segir var Magnúsi boðið að kaupa tryggingu fyrir syni sína í desember 2014 en þá var ekki unnt að tryggja Xavier. Varð það úr að Magnús keypti aðeins tryggingu fyrir yngri son sinn. Snemma á árinu 2015 fæddist honum og eiginkonu hans annað barn. „Síðan hringdi tryggingasölumaður í okkur í maí og sagði að hann sæi að ég ætti þrjú börn en aðeins eitt þeirra væri tryggt hjá okkur. Spurði hann hví það væri svo,“ segir Magnús. Hann svaraði því að yngsta barnið væri nýfætt og elsti sonur hans væri mjög veikur. Honum hefði áður verið tjáð að ekki væri unnt að tryggja hann. „Sölumaðurinn sagði mér stoltur að þau væru eina fyrirtækið sem tryggði langveik börn líka,“ segir Magnús. Þegar hann sótti um bætur vegna láts sonar síns fékk hann hins vegar þau svör að tryggingin tæki samkvæmt skilmálum ekki til sjúkdóma eða kvilla sem hefðu verið til staðar fyrir töku hennar.Sigurjón Andrésson, markaðsstjóri Sjóvár.„Vegna ábendinga frá viðskiptavinum breyttum við verklagi við töku tryggingarinnar í þeim tilgangi að öllum foreldrum yrði gefinn jafn kostur á að tryggja börnin sín fyrir óvæntum áföllum. Þegar Sjóvá hóf að bjóða barnatryggingar gátu foreldrar langveikra barna alla jafna ekki fengið trygginguna fyrir þau,“ segir fyrrnefndur Sigurjón Andrésson. „Barnatryggingunni okkar var þó aldrei ætlað, frekar en öðrum persónutryggingum, að innifela vernd vegna meðfæddra eða þekktra sjúkdóma og er það skýrt tekið fram í skilmálum og kynningarefni.“ Sigurjón segir að téð ákvæði skilmála barnatryggingarinnar sé hið sama nú og þá. Verklagi við sölu trygginga hjá félaginu hafi hins vegar verið breytt á þann veg að verktakar selja ekki lengur tryggingar félagsins. „Ég hefði aldrei tekið þessa tryggingu ef ég hefði vitað fyrir fram að það væri svo. Það er voðalega leiðinlegt að þurfa að fara í stríð meðan maður er að syrgja barnið sitt. Réttlætiskennd mín segir mér að rétt sé að segja frá málinu til að reyna að forða því að aðrir foreldrar lendi í því sem henti okkur,“ segir Magnús.
Birtist í Fréttablaðinu Tryggingar Mest lesið Vaktin: Hraunið að ná bílastæði Bláa lónsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Fleiri fréttir Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Hraunið að ná bílastæði Bláa lónsins Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sjá meira